Einherji


Einherji - 31.03.1970, Blaðsíða 7

Einherji - 31.03.1970, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. marz 1970. EINHERJI 7 Frá Kaldbak heim að Efrimýrum Framhald af 4. síðu þess kjötmagns, sem enn var óselt. Á Blönduósi urðu allmiklar orðahnippingar og voru ýmsir með ýfingar við Guðjón iá Marðamúpi, sem hann hvorki bhknaði né blánaði fyrir. Ég man að ég fann ástæðu til að bera í ibætifláka fyrir hann, þó að sjálfbjarga hafi hann verið um -það. En hvað um það. Ég tók mér þá stöðu í mál- unum. Stundum hefur mér dotitið í hug, hvort þessi af- staða mín muni óbeint hafa valdið því, að ég var kosinn formaður samlagsins á fundi iiýkjörinnar stjómar þess, er kosin var á aðalfuiltrúa- ráðsfundi í Varmahhð 3. júh 1948. Vora þá kosnir í stjórn: Sveinn kaupfélagsstjóri, Páll á Hvíteyrum, Jón S. Baldurs kaupfélagsstjóri, Guðmimd ur í Ási (Vatnsdal) og Bjarni á Efrimýrum. Var ég svo formaður stjómarinnar meðan þessi starfsemi var í gangi, eða til hausts 1966 að fasteignirnar vom seldar. Síðustu árin hafði mjög dregið úr umsvifum og starfrækslu þessara mála, vegna breýttra viðhorfa um iiiöguleika til afsetningar þessarar vöm. Yfirleitt þok- aði starfsemin málmn sín- um í það horf, sem hentaði breyttum tímum. T. d. var fljótlega farið að slátra hrossunum á Blönduósi og Sauðárkróiki, og bílflytja kjötið á afsetningarstaðina. Þegar leið á tímann, var horfið frá kostnaðarsömum ráðstefnum snertandi þau og stjórnarkjör og önnur form lögð að nokkm til hliðar, en starfsemin fahn trúnaðar- og starfsmanni, Finnboga Bjamasyni, Ákureyri, sem var hjá því sem fram- kvæmdastjóri í 18 ár með heiðri og sóma, -undir yfir- stjórn framkvæmdastjór- anna á Blönduósi og Sauðár- króki. Bkki er vafi á því, að þessi starfsemi hefur, þótt ekki væri nauðsyn að við- höfð væri lengur, verið mjög til hagsbóta bæði -fyrir fram- leiðendur og neytendur. — Hvemig finnst þér bú- ið að bændum í dag af hálfu hins opinbera? Ef þú meinar Alþingi og ríkisstjóm, þá er því fljót- svarað. Mjög fjarri því að vera vel. Enda blasa afleið- ingamar við, þótt fleira komi til en ómögulegt stjórn arfar, eða öllu heldur stefnu leysi í þjóðmálafomstu. Ekki bætir um, að ýmsar fleiri at- vinnustéttir og starfshópar þjóðarinnar munu með réttu geta haft sömu sögu að segja. Heldur ekki meðhöndl un valdhafanna og ráðu- nauta þeirra á hinum kjörnu þingfulltrúum. Von að mér og jafnvel fleirum hugsizt, að ódýrara og vafninga- minna væri að Itaka upp heimaatkvæðagreiðslur fyrir Alþingi, þótt heimakosning- ar séu úr sögumni. S-lík er skoðun mín á stjórnarfarinu yfirleitt n ú í dag. — Var góð samstaða með- al fuhtrúa á Búnaðarþingi, meðan þú áttir þar ,sæti? Tvímælalaúst er það álit mitit, að svo ihafi verið. Virt- ust allir einhuga að gjöra sitt bezta í þeim margvís- legu málum, sem fyrir lágu hverju sinni. Það var ekki nema rétt stöku sinnum, svona til hátíðabrigða, að flokkamir virtust -telja nauð- synlegt að liðskönnun færi frarn, við aJtkvæðagreiðslur. Ek'ki starfaði ég, að mig minnir, nema hálft annað kjörtímabil á Búnaðarþingi. Því tæplega þess að vænta, að sö-gur færu af miklum af- reksverkum á þeim vett- vangi, hka með hhðsjón til þess, að ég er iþá orðinn all- roskinn og því flokksbræðr- um mínum í heimabyggð vorkunn, þótt Sþeir vhdu yngja upp þingfulltrúa okk- ar A.HHúnvetninga. Svo er grunur sumra, að þar um hafi nokkru ráðið boð frá vissum mönnum að „sunn- a-n“, að varlegra gæti verið, ef til smáfimleika drægi á búnaðarþingum, að glimu- manninum frá Hvammi gæfiSt efcki kostur á að leggja menn á sínum -eigin brögðum svona í skyndingu, þótt ekki væri beint með -klofbrögðum. Ekki sízt ef <um farandspámenn og trú- boða væri að ræða, sem af hneigð eða í ógáti hefðu haft vilja til að velja okkur A.. -Húnvetningum búnaðar- þingsfuhtrúa. Svo aldrei að vita hvað þessir „Tröha- botnamenn“ taka sér fyrir hendur. Væri ekki víst, að það ættti við sunnansjónar- miðin. — Nú er sitt hvað ósk- hyggja og staðreyndir. Hvað viltu segja um framtíð sveit- anna? Ef fyrri hluti þessarar smiT’ni'nvpir er teinskonar að- vörun frá þinni hendi, um að láta ekki óskhyggjuna ráða í svari minu, sem þú efar e'kki hver muni vera, þá er ekki gott fyrir mig sjálfan að skera úr um það. Þó er það svo, og ég vona að það sé raunhæf ályktun, að ef þjóðinni auðnast að skapa hér heilbrigt og menni legt sitjómarfar: „Því dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa. Og markmið eitt hjá manni og þjóð, hvem minnsta kraft að æfa. Þann dag sem fólkið finnur það og framans hlýðir kenning, í sögu þess er brotið blað....‘ Þá sækjast fleiri eftir að vera hæfilega dreifðir út um byggðir landsins, jafnvel á Hornströndum. Ekki svo að skilja, að ómenning sé ó- hjákvæmilegur fylgifiskur þéttbýhs, þótt þar séu meiri skilyrði fyrir hæt-tum henn- ar. * ÓDÝRARA * BETRA * Skyldum við gamhr menn og konur vorkenna þeim yngri að takast á við verk- efnin með öh hjálpartækin í höndum, sem seint sér fyr- ir enda á, í fuhkomnun og endurbótum. Hvort kanntu betur við þig við -endurskoðun eða í fjárragi á vorin? Nú þykir mér þú vera að verða nokkuð nærgcngull og persónulegur við mig, Guðmundur. En hvað um það. Fljótlegasit væri að svara þessu með tilvitnim í svar mitt við sjö’ttu spurn- ingu þinni áðan, þar sem vikið er að vah mínu á lífs- starfi. Sannleikurinn er, að mér þykir þetta bara gott hvort með öðru og tel mig hafa noltið min sæmilega við hvorttveggja, opinberu störf in og búskapinn, með fjár- raginu og fjahaferðunum, sem honum fylgja. í sam- bandi hér við verður ekki gleymt eða sannmetinn frá- bær stuðningur konu minn- ar, Ragnhildar, að svo hefur tekizt, sem tekizt hefur og niðurstaðan er slík, sem ég er sjálfur ánægður með. Þegar ég er búinn að byrgja mig inni ahan vetur- inn eða meira til, við tölur, síma og pappíra, þá hef ég fundið hvað gildir að Itaka hnakkk minn og hest og anda að mér útiloftinu og komast í snertingu við fén- aðinn og moldina, með öllu sem því fylgir. Hefur það reynzt mér ómetanleg heilsu- lind, sennilega ekki áhrifa- minni en sprautur og pillur eða hvað nú er, sem hægt er að kaupa til að hressa upp á sál og líkama. Gagn- vart fjallskilunum held ég bara að ég sé nææri „spesí- ahsti“ 1 þeirri grein, valdi þar um hneigð og þjálfun. Ætti eiltthvað að heiðra mig fyrir störf mín, þá væri það einmitt af þessu tilefni, með smáblómi í hnappagatið. 6. — Eitthvað að Iokum, Bjami, sem þú vildir segja? Það er þá fyrst að af- saka, hvað tognað hefur úr þessu rabbi mínu. Verður þú sjálfum þér um að kenna að takmarka ekki spurning- arnar, er þú sást hvað ég er mærðarfullur. Máttir þó vita það áður af okkar kynn- um. Að lokum þetta: Nú erurn við hjónin að verða ahgömul og ég held við áttrnn okkur bæði á því, hvað eðlilegt er lögmálunum samkvæmt. Það er, að eik- arnar fella laufin þegar hausta tekur. Er við lítum th baka yfir farinn veg er okkur báðum efst í huga þakklæti fyrir handleiðslu forsjónarinnar, þar með úrvals sltarfsfólk á löngum athafnaferli, svo og vinsemd og samstarf sam- ferðafólksins yfirleitt. En aðalvandamálið núna fyrir mér er að losna við kotið, þótt ég sýni litla til- burði til þess, að svo megi verða. Það skyldi þó ekki vera, að það viðburðaleysi mitt stafi af því, að ég sé því mótfallinn að vera „sumar- staðinn“, þegar ég verð sleginn af. Heldur falla frá í starfinu. Þó að vafalaust gæti verið notalegt að sitja í tízkulegri stofu og bíða. G. H. KVENFÉLAG AKRAHREPPS Framhald af 5. síðu í viðlögum, hafði um skeið hjúkrunarkonu á sínum veg- um, efnt til jólatrésskemmt- an fyrir börn sveitarinnar, komið upp trjálundi, átt hlut að byggingu félagsheimil- is í hreppnum, styrkt með fjárframlögum ýmis menn- ingar- og mannúðarmál ut- an héraðs og innan. Núverandi stjóm félags- ins skipa: frú Helga Krist- jánsdóttir, Silfrastöðum, frú Anna Jónsdóttir, Stóru-Ökr- um og frú Ingibjörg Jóns- dóttir, Flugumýrarhvammi. Á afmælishófinu fór sitt hvað fram til skemm- tunar og fróðleiks: Áður er getið ræðu formannsins. Þá voru og lesin kvæði eftir Maríu Rögnv.d. frá Réttar- holti, frú Arnfríður Jónas- dóttir á Þverá fór með frum samin ljóð og stökur, i'rú Jóhanna Sigurðardóttir á Miklabæ las sögu eftir Hann es Pétursson, Lilja Sigurðar dóttir á Víðivöllum flutti ræðu, sýndir voru gaman- þættir og loks dansað. FL.U G V ÖIXUR Framhald af 1. síðu óskað af framkvæmdavaldinu í landinu, að pað hlutist til um, að g-erð flugvallar, sem hefur verið í smíðum tæpan áratug, verði nú lokið sem fyrst, tU auk- ins öryggis og pæginda fyrir ])á, er hans eiga að njóta. Sigruðu í badminton Siglfirðingar urðu sigursælir á ungiingameistaramóti í badmin- ton. Þeir sigruðu £ 8 greinum af 14, sem keppt var í, og komu heim með 14 gullverðlaun og 9 silfurverðlaun. Auk jiess fékk einn keppandinn, Þórður Björns- son, sérstök aukaverðlaun fyrir mikla tækni og góðan leik. Siglfirzltu keppendumir voru 20, 11 stúlkur og 9 drengir.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.