Einherji


Einherji - 31.03.1970, Síða 8

Einherji - 31.03.1970, Síða 8
8 EINHERJI Þriðjudagur 31. marz 1970. Bókmenntaklúbbur Skagafjarðar stofnaður Árni Þorbjarnarson (fundarstj.) og Indriði G. Þorsteinsson, rithöfnndur. Liósm-: st- Petersen Bókmenntaklúbbur Skaga- fjarðar var stofnaður .1 barnaskólanum á Sauðár- króki 27. febrúar s. 1. Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, sem hafði haflt frumkvæði að boðun fund- arins, setti fundinn. Pundar- stjóri var Árni Þorbjörns- son, en fundarritari Halldór Þ. Jónsson. Indriði G. Þorsteinsson, sem mættur var á vegum Höfundamiðstöðvar Islanas, skýrði síðan tilefni fundar- ins og hlutverk væntanlegs klúbbs og annarra slíkra, sem áformað væri að stofna. Hafði fyrslti klúbburinn ver- ið stofnaður á Akureyri dag- inn áður og varð þessi því annar í röðinni. Hann sagði að ætlunin væri að Höfunda- miðstöðin tæki að sér það hlutverk að annast bók- menntakynningu í skólum og fengi til ráðstöfunar það fé, sem til þess væri varið af ríkissjóði. Auk þess hefði verið leitað til bæjarstjórna og sýslufélaga um fjárveit- ingar í þessu sambandi. Væri æltlunin, að klúbbamir hefðu hver á sínu svæði forgöngu um bókmenntakynningar i ' skólum og víðar og myndu þeir fá til þess fé frá Höf- undamiðstöðinni og fieiri að- iljum. Indriði lagði síðan fram svohljóðandi drög að stofnskrá fyrir Bókmennta- klúbbinn: 1. Að efna til bókmennta- umræðna og kynna skáld og rithöfunda. 2. Að annast bókmeimta- kynningu í skólum á Sauðar- króki og í Skagafjarðar- sýslu og afla til þess fjár hjá Sauðárkróksbæ og Sikaga fjarðarsýslu, að svo miklu leyti, sem fé frá Höfunda- miðstöð Rithöfimdasam- bands íslands hrekkur ekki til hverju sinni, svo og frá öðrum þeim aðiljum, sem málefnið vilja s tyrkja. 3. Að efna til bókmennta- kynningar á meðal alrnenn- ings a. m. k. einu sinni til tvisvar á ári, umræðukvclda í klúbbnum sjálfum og ann- arrar bókmenntastarfsemi. 4. Það fjármagn, sem fæst til bókmenntastarfsemi írá Sauðiárkróksbæ og Skaga- fjarðarsýslu og öðrum, skal ganga óskipt itil kynningar- starfsemi á fyrrgreindum svæðum, að undanskyldum 15%, sem æltlað er til að standa straum af kostnaði við starfsemi klúbbsins og liöfundamiðstöðvarinnar. 5. Kosin skal fimm manna stjóm og tveir varamenn á aðalfundi ár hvert. Skal kjósa formann sérstaklega, en aðra í stjórn, svo og vara menn, skal kjósa í einu sam- kvæmt uppástungum og ræð- ur afl atkvæða um aðalmenn og varamenn. Stjómin skipt- ir sjálf með sér verkum. Tímanleg pöntun - trygging afgreioslu Hér með er minnt á fyrir- spurnarformið „Bændurnir svara“, sem sent var út með jólablaði Búnaðarblaðsins Freys, 1969, en það er eins og mönnum er kunnugt, gef- ið út af Búnaðarfélagi ís- lands. Einnig var aukaupplagi af fyrirspurnarforminu dreift til formanna hreppabúnaðar- félaganna, a. m. k. á þeim stöðum, þar sem talið var að bændur keyptu ekki Frey. Menn eiga því að geta feng- ið fyrirspumarformið hjá formönnum búnaðarfélag- anna í sinni sveilt, eða hjá Véladeild SÍS, hafi þeim ekki borizt það. Tilgangurinn með þessu fyrirspurnarformi er að stuðla að nákvæmari og betri viðskiptahætti fyrir bændur, er varðar bútækni og varahluti í þær vélar, er þeir þegar eiga. Eins og segir 1 orðsend- ingu til bænda, er fylgir fyr- irspumarforminu, er af- greiðslutími á vélum, sem varahlutum, frá útlandinu nú óvenju langur og því að- eins að birgðir séu tíman- lega pantaðar, verður hægt að fullnaegja þörf fyrir þessa hluti. Véladeild SlS mun kapp- kosta að aðstoða bændur við allt er varðar þessi við- skipti og senda öllum, sem svara, haldgóðar upplýsing- ar með verðum og greiðslu- kjöram. Búvélainnflytjendur hafa sætt mikilli og að mörgu leyti réttmætri gagnrýni vegna langs afgreiðslutíma á varahlutum sem vélum og er mikil nauðsyn á að bæta úr þessu. Ekki er nokkur minnsti vafi á því, að bændur sjálfir geta hjálpað mikið til að bæta úr þessu með því að svara mnræddu fyrirspurn- arformi. Óskað er, að svörin berist sem allra fyrst, en þau eru þannig frágengin, að þau má láta ófrímerkt í póst. Ennfremur verða allir sem svara, hlutgengir við út- drátt góðra vinninga, en þar má nefna múga- og snún- ingsvél af nýjustu gerð, PZ 2000, sem reynd hefur verið af Bútæknideild Rannsókn- arstofnunar Landbúnaðar- ins á Hvanneyri tvö undan- farin sumur, og gaf véhn mjög góða raun. Eins er meðal vinninga Singer prjónavél, ferðaút- varpstæki, rakvélar, leik- föng, pennasett og bréfhníf- ar. Vinningarnir verða dregn ir út 15. apríl n. k. Langmestur áhugi almennt virðist vera fyrir ýmiskonar heyvinnuvélum og má þar nefna PZ sláttuþyrlumar, Taarup slátitutætarana með sýmdreifara, McCormick heybindivélar og Kemper heyhleðsluvagna. Ennfremur er nokkur á- hugi fyrir nýjustu gerð af Intemational traktomnum og áburðardreifurum af Bögballe og New Idea gerð. Það sjá allir í hendi sér hve mikill munur það hlýtur 6. Félagar í Bókmennta- klúbbi Skagafjarðar geta allir orðið, sem em orðnir 18 ára að aldri. Skal sækja um inngöngu til stjórnar klúbbsins, sem heldur fé- iagsskrá. Árgjald er kr. 50.00 og skulu meðhmir klúbbsins hafa ókeypis að- ganga að ahri bókmennta- kynningu, sem hann gengst fyrir. Þá skýrði Indriði frá því, að Akureyrarklúbburinn mundi láta gera bókmennta- verðlaun, penna úr gulli, Davíðspennann, og verð- launaði með honum í minn- ingu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi á stofndegi sínum, þann höfund íslenzk- an, sem sent hefði frá sér beztu bók næstliðins iárs, að undangenginni atkv.greiðslu í öllum bókmenntaklúbbum á landinu. Má því segja, að hér sé um að ræða bók- menntaverðlami hinna al- mennu lesenda, en ekki frá bókmenntafræðingum eða gagnrýnendum dagblaða. Stjórn Bókmenntaklúbbs Skagafjarðar skipa: Björn Danielsson formaður, Guð- mimdur Halldórsson, Magn- ús Gíslason, Halldór Þ. Jóns- son, Jón Ormar Ormsson. Varamenn: Ólafur Sveins- son, Gujón Ingimundarson. Æfingar á sjónieikjum í Skagafirði Deikfélag Sauðárkróks er nú að æfa Lénharð fógeta eftir Einar H. Kvaran. Leik- stjóri er Kári Jónsson. Þá hefur Verkakvennafélagið Aldan ráðið Bjarna Stein- grímsson til að stjórna leik- ritinu Svefnlausi brúðgmn- inn. Bæði verða þessi leilkrit sýnd á Sæluviku, er hefst að þessu sinni 5. apríl. Þá sýndi Leikfél. Skagafjarðar Æfin- týri á gönguför í Miðgarði. Leikstjóri er Ágúst Kvaran. að vera fyri rinnflytjandann að fá varahlutapöntun í hey- vinnuvélar seinni hluta vetr- ar, í stað þess að þær berist eins og venjulega nokkrum dögum fyrir sláltit, en auk þess tryggir þetta, að kaup- endur fá ihagstæðara verð á varahlutunum ú rskipasend- ingu, í stað dýrari flugsend- ingar að öllum líkindum ella. Segja má, að Véladeild SlS hafi nú úrval af tækj- um og tæknibúnaði á boð- stólum og að hún eigi að geta fullnægt þörf flestra búa fyrir fullko'mnustu tæki á hverju sviði. Mikið hag- ræði felslt í því fyrir bænd- ur, að eiga sem flestar vélar frá sama fyrirtæki, en það auðveldar innkaup þeirra á varahlutum og stuðlar að tryggari viðskiptaháttum en annars. Standa vonir til, að með áhuga þeim, sem bændur sýna þessari viðleitni Véla- deildar SÍS, verði hægt að tryggja mun bætita aðstöðu, er þessi viðskipti varðar. Búvéladeild SlS LEIJ) IvÉTTIN G I síðasta tbl. Einherja var getið um úrslit skoðanakönn unar og sagt að Stefán Guð- mundsson Sauðiárkróki hefði orðið 4. með 405 stig, sem var rétt, en Björn Pálsson Syðri-Völlum 5. með 405 stig, en átti að vera 348 stig.

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.