Einherji


Einherji - 12.05.1970, Síða 2

Einherji - 12.05.1970, Síða 2
2 EINHERJI Þriðjudagur 12. maí 1970 SIGLUFJÖRÐUR Á FRAMTÍÐARMÖGULEIKA Framhald af 1. síðu í húfi hvernig til tekst. Að sjálfsögðu er gott að geta byggt á reynslu þeirra manna, sem starfað hafa að málefnum Siglufjarðar um langt skeið, og þar höfum við efstu menn B-listans góða aðstöðu nú. — Hvað telur þú vera stærstu verkefnin, sem leysa þarf á næsta kjörtímabili ? — Hvert það byggðarlag, sem getur vænzt þess, að eiga þróunar- og framtíðar- möguleika, verður að byggja upp atvinnulífið þannig, að tryggt sé að íbúarnir hafi næga atvinnu. Þá verður líka bæjarfélagið þess megn- ugt að geta sinnt þeirri fyr- irgreiðslu og verkefnum, sem framtíðin krefst. Tak- ist þetta ekki, er hætt við, að viðkomandi staðir verði ekki samkeppnisfærir að skapa sínum íbúum örugga framtíð. í þessu sambandi má einnig benda á rnennt- unaraðstöðu og ýmsa félags- lega aðstöðu, sem nútíma þjóðfélag krefst og yngri kynslóðin þarf að fá í sínu byggðarlagi, til þess að geta gegnt því hlutverki, sem framtíðin leggur henni á herðar. — Nú kemur það í þinn hlut, að vinna að því, ásamt öðrum er B-listinn fær kjöma, að í bæjarstjórn Siglufjarðar náist sem víð- tækast samstarf bæjarfull- trúa um ráðningu bæjar- stjóra og framkvæmd þeirra mála, er varða Siglufjörð. — Framsóknarmenn í Siglu- firði hafa alltaf fylgt þeirri stefnu og unnið að því eftir getu, að sem víðtækast sam- starf tækist innan bæjar- stjórnar um ráðningu bæj- arstjóra og samstaða um framgang málefna Siglu- fjarðar. En þetta hefur þvi miður oft gengið erfiðlega og finnst mér að aðrir aðil- ar hafi stundum látið póli- tísk sjónarmið ráða of miklu um framgang mála. . .— Jú, mér er vel kunnugt um það að Framsóknar- menn í bæjarstjórn Siglu- f jarðar bafa unnið að þessu og eru tilraunir þeirra, eftir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar gleggsta dæmið þar um. Ef nú B-listinn fær 3 fulltrúa kjörna, verður ekki af öðrum hægt að ganga fram hjá þessu hlutverki okkar. Mér sýnist að kosning 7—8 bæjarfulltrúa liggi nokkuð ljós fyrir. Spurningin er hver af list- unum fær þriðja manninn kiörinn? Fái B-listinn þriðja manninn verður aðstaða okk ar svo sterk, að þessi sjón- armið hljóta að verða ofan á, og við ásamt öðrum standa að ráðningu bæjar- stjóra og sem víðtækustu samstarfi um framgang Sigl- firzkra málefna. Kona Boga er Helga Ste- fánsdóttir og eiga þau tvö börn. Við þökkum Boga spjallið. J. Þ. Lausblaðabækur frá Múlalundi úr lituðu plasti fyrirliggjandi í miklu úrvali. Margar gerðir, margar stærðir, margir litir. Ennfremur vimiubækur fyrir skóla, renni- lása möppur, seðlaveski, og plastkápur fyrir símaskrár. Ur glæru plasti: Mikið úrval af pokum og blöðum í allar algengari stærðir laus- blaðabóka, einnig A-4, A-5, kvartó og folíó möppur og hulstur fyrir skólabækur. Múlalunjdur RANDERS STÁLVÍRAR Landsþekkt gœðavara Snurpuvírar Trollvíiar Poly-vírar ávallt fynrliggjandi Krlstján Ó. Skagfjörð h.f. Tryggvagötu 4, Reykjavík — Sími 24120.

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.