Einherji


Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 5

Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. maí 1970 EINHERJI 5 ! isti Framsoknarflokksins og stuðningsmanna hans til framhoðs við hrepps- og sýslu- nefndarkosningar, sem fram eiga að fara sunnudaginn 31. maí í Höfðakaupstað, Æ-Hún. 6. Hafsteinn Jónasson, verkamaður 7. Einar Haraldsson, verltamaður 8. Kristján Guðmundsson, verkam. 9. Jóhannes Hinriksson, bóndi 10. Páll Jónsson, fyrrv. skólastjóri SÝSLUNEFNB: Björgvin Jónsson, verkamaður Jóhannes Hinriksson, bóndi 1. Jón Jónsson 2. Björgvin Jónsson 3. Guðbjartur Guðjónsson 4. Jón S. Pálsson 5. Eðvarð Árdal Ingvason Listi Framsóknarmanna og óháðra við sveitarstjórnarkosningarnar á Blönduósi 31. maí. J.--Ámi Jóhannsson 2. Jónas Tryggvason 6. Jón Stefánsson 7. Hilmar Kristjánsson 8. Pótur Pétursson 9. liagnar Tómasson 10. Þormóður Péturson SÝSUUNEFND: Sigursteinn Guðmundsson Guðmann Hjálmarsson Bornir fram ai Sjáifstæðis- mönnum o. fl. og njóta stuðnings Framsóknarmanna og óháðra. ÁRNI JÓHANNSSON, kaupfélagsstjóri: Samvinnumál Samvinna er nauðsyn Ámi Jóhannsson, kaupfél.stjóri Um þetta leyti eru liðin eitt hundrað ár frá stofnun fyrstu samvinnufélaganna á Islandi, Gránufélagsins og Félagsverzlunarinnar við Húnaflóa, en það var stofn- að 15. marz 1870. Að vísu voru þessi félög ekki sam- vinnufélög að formi til, enda þekktu Islendingar þá mest lítið til þess félagsskapar. Þá var Gránufélagið fyrsta verzlunarfélag bænda norð- anlands og náði yfir fimm sýslur. Bæði þessi félög bættu hag viðskiptamanna sinna mikið, verð á innlendri vöru stórhækkaði, og verð á erlendri vöru lækkaði. Þróun og saga þessara félaga var líka áþekk. Frum- herjar þeirra, Tryggvi Gunn- arsson og Páll J. Vídalín, voru menn sem skildu hvar skórinn kreppti, og höfðu kjark og dugnað til að berj- ast fyrir bættum verzlimar- háttum. Bæði félögin áttu við svipaða erfiðleika að glíma, veltufjárskort, banka- leysi, erfiðar samgöngur og óvild harðsnúinna f jársterkra erlendra kaupmanna. Auk þess var fátækt landsmanna, venjur um söfnun viðskipta- skulda, sundrung og sam- takaleysi. Þess vegna hlutu bæði þessi félög það hlut- skipti að lognast útaf. Störf þessara félaga voru þó ekki unnin fyrir gýg, því að í kjölfar þeirra komu hin eig- inlegu samvinnufélög. Fyrst Kaupfélag Þingeyinga, og síðan hvert af öðru. Síðan hefur framsókn samvinnu- manna ekki stöðvast. Margt hefur breytzt á þessum 100 árum, sem hðin eru. Hið forna veldi sel- stöðukaupmanna er löngu liðið undir lok. Verzlunin er nú í höndum Islendinga, og samvinnumenn geta nú horft um öxl með nokkru stolti. En það er til lítils að horfa á forna frægð, það er framtíðin sem skiptir máli. Um nokkurt árabil hefur hin íslenzka verzlunarsamvinna verið í öldudal, má þar um kenna aðallega tvennu, óhag- stæðum ytri aðstæðum og rangri stefnu. Hið fyrr- nefnda getum við lítið við ráðið, en hinu getum við breytt. Lengi var stefnt að því að fjölga kaupfélögun- um. Þau risu í flestum kaup- túnum og þorpum, söfnuðu nokkrum sjóðum á góðu ár- unum, og töldu sig geta ráð- ið fram úr flestum vanda. Á blómaskeiðum útgerðar og fiskiðnaðar töldu þau sjálfsagt að reyna að krækja sér í bita af kökunni. Þau byrjuðu því á útgerð og fiskiðnaði og alit gekk vel um tíma, en þegar harðnaði í ári kom í ljós, þótt seint væri, að þessi atvinnurekst- ur féll ekki inn í ramma samvinnufélaganna og stór- felld töp, greiðsluerfiðleikar og gjaldþrot urðu árangur- inn. Forustumenn samvinnu- hreyfingarinnar viðurkenndu ekki þessar staðreyndir og félögunum var haldið gang- andi, þótt grundvöllurinn væri brostinn og þau rekin með tapi ár eftir ár. Þessi félög voru ekki lengur fær um að sinna hlutverki sínu og sambandið við félags- menn, þessi liflína samvinnu- hreyfingarinnar, slitnaði. — Sem betur fer hefur nú orð- ið á nokkur breyting. For- ustumenn íslenzkra sam- vinnumála viðurkenna nú þá staðreynd, að kaupfélag geti orðið gjaldþrota og breyta eftir því. Reynt er að ráða bót á slæmum rekstri með be'tri stjórn og bættu skipulagi, lítil félög lögð niður og sameinuð hin- um stærri, og eitt erfiðasta vandamál iitlu félaganna, bókhaldið, þessi áttaviti rekstursins. leyst með hjálp Skýrsiluvéladeildar Sambands ins. Mér hefur stundum fund- izt, að samband félags- mannsins við kaupfélagið sitt væri orðið næsta htið, og að ekki gætti fullrar rétt- sýni milli þessara aðila. Fé- lagsmaðurinn hti gjarnan á kaupfélagið sem óviðkom- andi aðila, en ekki stofnun, sem hann ætti hlut í og væri hluti af honum sjálf- um. Einnig að honum hætti til að hlusta of mikið á þær raddir, sem af öfundsýki eða illgimi breiða út allskonar sögur, samvinnuhreyfing- unni til vanza. Starfsfólk kaupfélagsins vill líka gleyma því, að hver einn félagsmað- ur er ekki aðeins nafn í bók, eða númer á blaði, heldur einstaklingur, — einstakling- ur sem er hluti af þeim grundvelh, sem samvinnufé- lögin em byggð upp á. Krafa íslenzkra samviimu- manna hlýtur að vera sú, að kaupfélögin fylgist með þró- un og breyttum aðstæðum, og séu ávaht reiðubúin að leysa hvern þann vanda, sem að höndum ber. Framundan em tímar breytinga og framfara. — Reynslan hefur kennt að samvinna er nauðsyn. Lát- um hana því ekki vanta. Eldur við Heklu Að kvöldi 25. maí urðu menn þess varir, að eldur var uppi í eða við Heklu. Að morgni 6. maí var ljóst, að á ahmörgum stöðum var eldur laus í kringum Heklu eða neðst í hlíðum Heklu- fjalls, bæði að suðaustan, suðvestan og norðan. Virð- ist vera þama um allmarga smá gýgi að ræða, þó kraft- mesta að norðan. Nokkur aska og vikur hefur þegar falhð á þessum slóðum og hraun rennur allvíða, en þó ekki mikið og ekki áhtið að hraunrennsli stefni bæjum eða byggð í hættu eins og er. Ekki er þetta gos tahð neitt hkt því, sem í Heklu- gosi 1947. Að sögn sjónar- votta leit þetta þannig út fyrstu nótt gossins, að gos- söðvarnar vom eins og dökk ur kragi með rauðum blett- um hringinn í kringum Heklu, en hún stóð sjálf snævi þakin að ofan, sem hvítur klettur úr kafinu.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.