Einherji


Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 6

Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 6
6 EINHERJI Þriðjudagur 12. maí 1970 Unga fólkið er reitt í dag Hilmar Kristjánsson Rætt við Hilmar Krist- jánsson, iðnaðarmann á Blönduósi, um framtíðar- verkefni kauptúnsins, vanda- mál líðandi stundar og að hverju reiði ungs fólks bein- ist í dag. — Er ungt fólk reitt í dag? — Já, unga fólkið er reitt í dag. Það er reitt vegna þess að því finnst fram hjá því gengið. Örfáir einstaklingar fara með öll völd í landinu og eru þeir nánast sagt lítið í sambandi við fólkið. Á Al- þingi sitja 60 þingmenn. Verulegur hluti þeirra er kominn yfir fimmtugt, en hinir farnir að nálgast þann aldur, en enginn er yngri en fertugur. Á því sést, að full- trúar unga fólksins eru ekki til í þeirri háttvirtu stofnun. Þáttur ungafólksins er nánast enginn í stjórn lands- ins og leiðtogarnir gera lítið til að komast 1 samband við okkur, sem yngri erum. — Okkar fyrsta krafa er að valdakerfinu verði breytt, þannig að fleiri fái að taka þátt í uppbyggingu landsins og ráðamenn þjóðarinnar deili ekki aðeins með sér á- hrifastöðum, heldur sé þeim deilt á fleiri. Og væri nær, að setja unga menn í áhrifa- stöður, en að láta þar sitja staðnaða, stirðnaða og hug- myndasnauða menn, sem fylgjast lítið með tímanum. Það sem gera þarf er að lofa ungum mönnum að taka þátt í uppbyggingu landsins og kynna þeim vandamál lið- andi stundar, þannig að ekki skapist of mikill aðstöðu- munur milli yngri og eldri manna. Minna má á, í sam- bandi við skoðanakannanir, sem nú eru að verða fastur liður í kosningaundirbúningi, að þar standa eldri menn betur að vígi, hafa oftar komið fram, eins og sagt er. — I»ú ert iðnaðarmaður ? — Ég lærði trésmíði hjá föður mínum, en bóklega námið í Iðnskólanum í Reykjavík. Ég byrjaði 16 ára gamall, en námið tekur 4 ár. — Hvað viltu segja um atvinnuástand í kauptúninu? —• Atvinnuástand er ekki gott sem stendur. — Þó hefur verið nóg iað gera hjá okkur. Byggingar hér á staðnum og í nágrenni Keld- ur litlar. Þó eru nokkur íbúðarhús í smíðum, en mið- ar fremur hægt vegna fjár- skorts. Hjá verkamönnum er ástandið lakara, lítið að gera, eins og oftast að vetri til. Hér eru tvær verksmiðj- ur: plastverksmiðjan Trefja- plast og Naglaverksmiðjan Málmur. Eins og stendur gengur rekstur þeirra vel. Málmur hefur framleitt tvö og hálft tonn af nöglum á dag og er mest af því selt fyrirfram. Trefjaplast er með verk upp á tvær og hálfa milljón í Straumsvík og nú er í athugun fram- leiðsla á stólum í íþrótta- höllina í Reykjavík. 1 vor verður byrjað á stækkun Barnaskólans. Það er stórt verkefni og verður sennilega boðið út. í vor verður einnig hafin gerð varanlegra gatna. Um ann- an atvinnuveg er enn ekki fullljóst. Nauðsynlegt er að koma upp einhvers konar iðnaði. Rætt hefur verið um verksmiðju til fullvinnslu á skinnum, að einhverju leyti í sambandi við Sútunarverk- smiðjuna, sem verið er að byggja á Sauðárkróki. — Hvernig er búið að iðn- aðarmönnum í dag af hálfu stjórnarvalda? — Aðbúnaður að iðnaðar- mönnuin hefur verið slæmur í tíð núverandi ríkisstjórn- ar. Að mínum dómi hafa nú- verandi stjórnarvöld reynt að drepa niður iðnaðinn, bæði stóran og smáan, með skefjalausum innflutningi á iðnaðarvörum, sams konar og framleiddar eru í landinu. Tilraunir til uppbyggingar á atvinnufrekum iðnaði verið næsta litlar. Litill skilningur á, að afnema tolla á vélum og íhráefni til iðnaðar á sama tíma og veitt hefur verið stórfé til styrktar öðrum at- vinnuvegum og framkvæmd- ir engar. Á alþingi á aðeins einn iðnaðarmaður sæti, en hann er sjávarútvegsmála- ráðherra. Bændur og útgerð- armenn eiga þarna stóran hóp fulltrúa, Ég tek þetta fram vegna þess, að mér finnst ekki óeðlilegt, að fimm til tíu tæknimenntaðir iðn- aðarmenn ættu sæti á al- þingi. — Hvað viltu láta stjórn- ina gera fyrir iðnaðinn? —• Hefja skipulega upp- byggingu hans og iðnfræðslu Þó ber að varast, að öllu fjármagni sé veitt á tak- markað svæði. Dreifing fjár- magns í þessu skyni á sem flesta landshluta er ótvíræð nauðsyn fyrir jafnvægi í byggð landsins. Þá ber að fella niður tolla af vélum, lækka rafmagnsverð og tolla á hráefnum. — Eitthvað nánar um iðn- fræðslu? Fræðslu iðnaðarmianna er mjög ábótavant. Það þarf að breyta iðnfræðslulögun- um þannig, að til séu tvenns konar iðnskólar. Annar skól- inn væri fyrir iðnverkamenn, en þar á ég við hinn al- menna iðnaðarmann, yrði sá skóli heldur léttari en iðn- skólinn er í dag. Það yrði aðaláherzla lögð á verklega kennslu, en ekki lagt eins mikið upp úr því bóklega, því að til er stór hópur iðn- aðarmanna, sem á erfitt með að læra það bóklega, en eru fyrsa flokks verkmenn. I hinum skólanum yrði þá væntanlega lögð aðaláherzla á bóklega kennslu og tækni- lega hlið iðnaðarins. Einnig mætti kenna þar bókfærslu og verkstjórn. — Nú flýja iðnaðarmenn land. Ætlar þú að fara? Landflótti iðnaðarmanna hefur verið mikill, sérstak- lega á síðasta ári og hefur það stafað af því, eins og allir vita, að litið hefur ver- ið að gera í byggingariðn- aðinum. Hvað mig snertir, þá hef ég ekki látið hvarfla að mér að flýja úr landi. Ég hef haft nóg að gera hér heima. Hinsvegar flutti bróð- ir minn, sem er trésmiður, með fjölskyldu sína til Ástralíu, einnig systir mín og hennar maður. Eftir fregnum, sem ég hef fengið af þeim, þá hafa þau það mjög gott. Vikukaup hjá bróður mínum er 97 dollarar fyrir 44 stunda vinnuviku. Ég tel að hið slæma atvinnu- ástand hér muni lagast og flest af þessu fólki komi aftur heim. — Eitthvað um pólitíska starfsemi ? — Póltísk starfsemi hefur á undanförnum árum verið heldur lítil hér á Blönduósi. En á síðasta ári íhefur færzt heldur meira líf í pólitíkina. I sumar sem leið var endur- vakið Framsóknarfélag Blönduóss og félagsstarfið er nú að komast af stað. Ætlun okkar, sem í þessu félagi erum, er að efla með því samstöðu eldri og yngri Framsóknarmanna um þjóð- málin og framfaramál hreppsins. — Er nokkur undirbún- ingur liafinn að sveitar- st jórnarkosningum ? — Nú eru sveitarstjórn- arkosningar 1 vor og fer senn að líða að því, ;að kosn- ingaskrekkur komi í menn. Framsóknarmenn hafa, á- samt vinstri mönnum, mynd- að meirihluta 1 hreppsnefnd síðasta kjörtímabil og enn hefur ekki verið tekin af- staða til áframhaldandi sam- vinnu. Hinsvegar höfum við ákveðið að hafa skoðana- könnun um niðurröðun manna á lista og verður hún væntanlega í marz og von- ast ég til að hún verði opin öllum. Ég er bjartsýnn á úr- slit kosninganna í vor. — Flokksmenn hér eru afar samstilltir nú sem endranær. Margt hefur verið gert á síðustu f jórum árum, en enn fleira er þó ógert og vona ég að okkar menn megi halda áfram þeirri uppbygg- ingu. — Eitthvað að lokum? — Að lokum vil ég segja þetta: Blönduós er og verð- ur um ókomna framtíð verzl- unarmiðstöð fyrir þetta hér- að. En það sem við þurfum að gera til að fólki haldi á- fram að fjölga, er að byggja upp iðnað, sem veitt getur næga atvinnu, þannig að unga fólkið flytji ekki burt af staðnum. G. H. Að detta ofan í sjálfan sig I júlí í sumar birti ég grein í Tímanum, þar sem svarað var fáeinum atriðum í rætnisfullri ritæfingu, sem komið hafði þá fyrir nokkru í Norðanfara (þessum, sem sendur er að sunnan). Eftir 6 mánaða meðgöngutíma, — og nokkru betur þó, — kem- ur svo nýverið 1 Norðanfara einskonar ,,svar“ við grein minni, en þrátt fyrir mánuð- ina 6 sýnist mér fóstrið æði ófullburða. Greinarhöf. hylur sig enn með nafnleysinu. Telur það algenga siðvenju þeirra, sem í blöð skrifa og geti ýmsar ástæður til þess legið, að menn vilji ekki leggja nafn sitt við skrif sín. Sem betur fer er það manndómsleysi þó fremur sjaldgæft, að veg- ið sé að ákveðnum mönnum úr skjóli nafnleysisins. Hitt má vera, að greinarhöf. segi það satt, að hann hafi ærn- ar ástæður til að halda sig að hurðarbaki og skal ekki við hann deilt um réttmæti þess sjálfsmats. Fyrri gein Sjálfstæðis- mannsins á Sauðárkróki (hér eftir S. S.) fjallaði einkum um tvennt: Ólaf Jóhannes- son og aðfinnslur hans við misnotkun ráðherra á sjón- varpinu, og Framsóknar- menn og samvinnufélögin. Flokksformennska Ólafs veld ur S. S. miklum áhyggjum og, að þvi er virðist, vegna Frams.manna. Ég reyndi að hugga hann í sumar, en það hefur ekki tekizt til fulls, því að ennþá vottar fyrir, að honum „falli tár um kinn“. Skylt er að þakka þessa umhyggju, en því mið- ur munu Framsóknarmenn yfirleitt svo illa þenkjandi, að þeir telji það Ólafi til tekna fremur en hitt, að íhaldið akneytist út í hann. Hólið væri varasamara. Mikið er það gæfuleysi S. S., að vera ennþá að skrifa um sjónvarpið. Ólaf- ur bauð upp á umræður um ásakanir sínar í sjónvarp- inu sjálfu. Því var ekki sinnt. Hvers vegna? Skyldi S. S. geta ráðið þá gátu? Misnotkun ráðherranna á sjónvarpinu var svo gróf orðin, að hún duldist engum og sjálfir treystu þeir sér ekki til að verja hana í á- heyrn þorra landsmanna. Þó að til sé svo þjónustusamur andi úti á Sauðárkróki, að hann hnoðist við þessar stað reyndir, þá verða afleiðing- arnar aðeins fleiri fleiður á krúnuna. Annað gerist ekki. S. S. læzt vera mjög rauna- mæddur yfir þvi, að Sjálf- stæðismenn fái ekki, fyrir ofríki Framsókarm., að sýna í verki ást sína á samvinnu- félögunum, svo mjög, sem hugur þeirra standi þó til þess. ,,Kosning(ar?) fulltrúa á aðalfund K. S. hafa um langa hríð verið pólitískar af hálfu Framsóknarmanna" segir hann og telur mig fara með ósannindi, þegar ég and- æfi þessari staðhæfingu. Er til of mikils mælst, að hann finni þeim orðum sínum stað? Ég held, iað flestum finnist órökstuddar fullyrð- ingar hans um þessi mál heldur lítils virði. 1 meira en 20 ár hef ég tekið þátt í kjöri fulltrúa úr Akradeild á aðalfundi K. S. Sú kosning hefur aldrei verið póhtísk, eins og ég vænti að fulltrúa- skráin beri með sér. Deild- arstjórinn þar er Sjálfst.m., kosinn í þá stöðu fyrst og fremst fyrir tilstilh Fram- sóknarmanna. Á Sauðár- króki hefur kosningin verið pólitísk að því leyti, að flokk amir komu sér saman um að stilla upp sameiginlegum hsta og ég hygg, að sá hátt- ur hafi verið hafður á síðan. Telji Sjálfst.m. hlut sinn fyr- ir borð borinn við uppstill- ingu þess lista, því neyta þeir þá ekki réttar síns? Þar er heimilt hlutfallskjör og hefur verið svo nokkur undanfarin ár. Á meðan þeir notfæra sér það ekki er trú- legt, að kveinstafir S. S. yfir ómannúðlegri meðferð á flokksmönnum hans í sam- bandi við kosningar á kaup- F'ramhald á 7. síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.