Einherji


Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 8

Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 8
8 EINHERJI Þriðjudagur 12. maí 1970 axminster axminster axminster — NAFNEE), sem allir þekkja — Gólfteppin eru framleidd úr 100% íslenzkri ull — Býður yður upp á eitt mesta úrval lita og mynstra, sem völ er á. — RÖGGVA er nýjung, sem allir dást að. — KJÖR gera öllum mögulegt að eignast teppi. AXMINSTER GRENSÁSVEGI 8, REYKJAVÍK — SlMI 30676. EINIR H.F. AKUREYRI — SÍMI 11536. axminster annaðekki axminster Vélaverkstæði Bernharös Hannessonar I Suðurlandsbraut 12 — Reykjavík — Sími: 35810.... Barnaleiktæki fyrir allskonar leiksvæði barna, bæði við sambýlis- Ms, sumarbústaði, leikvelli o. fl. Iþróttatæki fyrir íþróttasali, leiksvæði og íþróttavelli. Leitið upplýsinga í síma: 35810. LYKILLINIV AÐ ÞESSU HIJSI að Brúarflöt 5 Garðahreppi gæti oröið yöar, ef heppnin er með. Söluverð hússins er um 3 milljónir króna, og er þaö eitt af fjöl- lörgum stórvinningum í Happdrætti DAS 1970—71. Aörir eru m.a. 100 bílar, ibúð í hverjum mánuöi, feröalög, og húsbúnaðar- vinningar. Hefur nokkur efni á því aö láta slika möguleika til stór- happs framhjá sér fara? Aðalfundur Mjólkursamlags Skagfirðinga var haldinn á Sauðárkróki 20. apríl s. 1. Á fundinum voru mættir um 80 fulltrúar frá 12 deildum samlagsins auk stjómar endurskoðenda og gesta. Árið 1969 var 35. starfsár samlagsins og var þess minnzt með nokkrum orðum í byrjun fimdarins. Innvegin mjólk á árinu var 6.615.324 kg og var það um 5,3% minna en á árinu 1968. Meðalfeiti % var 3.593. Innl. 331. hafði fækkað um 24. Sala á neyzlumjólk var um 1,5 millj. ltr. eða 16,38% af heildar mjólkinni og er þá meðtalin sala á um 195 þús. ltr. af ógerilsneyddri mjólk til Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík. Rjómasala varð alls um 104 þús. ltr þar af heima- sala 13. 280 Itr. Sala á skyri var um 56 tonn lallt á heima- markaði. Framleitt var 151,8 tonn af smjöri - 186,3 tonn af mjólkurosti og um 67 tonn af kaseini. Birgðir af mjólkurvörum s. 1. áramót voru um 80 tonn smjör 74 tonn mjólkur- ostur og um 6 tonn af kas- eini. Sala á mjólkurvörum dróst saman á árinu en aukning var á undanrennu- sölu í héraði og mjólkur og rjómasölu til Reykjavíkur. Verðhækkanir á mjólk og mjólkurvörum urðu um 20% á árinu. Með niðurgreiðslum og útflutningsbótum nam brúttó vörusala mjólkursamlagsins um 95,2 millj. kr. Aukning mjólkurvörubirgða um 1,4 milj. (kr. Reksturskostnaður varð um kr. 3,10 og er þá meðtalið sölukostnaður fyrn- ingar og tillög í verð- miðlunarsjóð. Endanlegt verð til fram- leiðenda við stöðvarvegg var kr. 10,83 pr. kg. meðal- feit mjóik Brúttó verð mið- að við innv. ltr. kr. 11,34. Fundurinn ræddi hin dökku viðhorf sem skapast hafa í afurða og sölumálum landbúnaðarins sem færu versnandi með hverju ári og fannst fátt um þá ráðstöfun framleiðsluráðs að láta sam- lögin á ný hefja heimsend- ingar til bænda á skyri og ostum. Eftirfarandi tillögur um þessi mál komu fram og voru samþykktar samhljóða: 1. „Deildarfundur K. S. í Lýtingsstaðadeild, haldinn 12/4 1970 mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Framleiðslu- ráðs að hef ja á ný heimsend ingar á mjólkurvörum. Skorar fundurinn á stjórn mjólkursamlagsins að fylgja þessum mótmælum fast eftir.” 2. „Aðalfundur M. S. hald- inn á Sauðárkróki 20. apríl 1970 felur samlagsstjóra og stjórn M. S. að kanna til hlítar hvort mjólkurfram- leiðendum ber, lögum sam- kvæmt að greiða söluskatt af þeim mjólkurvörum sem sem þeir fá heimsendar samkvæmt fyrirmælum fram framleiðsluráðs. í fundarlok sýndi Sigtrygg ur Björnsson kvikmynda- þætti um landbúnaðarvélar. títgerðarmenn Viljum komast í samband við útgerðarmenn, sem ætla að gera út á grálúðu í sumar. Fiskiðja Sauðárkróks h.f. Marteinn Friðriksson — Sími 5356

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.