Einherji


Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 10

Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 10
10 EINHERJI Þriðjudagur 12. maí 1970 NÚ RETTI TÍMINN TIL AÐ MALA Hver vill ekki hafa hús sitt fagurt og vistlegt? Fagurt h*eimili veitir yndi og unað bæði þeim, sem þar búa og gestum, sem að garði bera. Litaval er auðvelt ef þér notið Polytex plast- málningu, því þar er úr nógu að velja, og allir þekkja hinn djúpa og milda blæ. Polytex er sterk, endingargóð og auð- veld í notkun. PDLYTEX Útsölustaður: Kaupfélag Skagfirðinga Byggingavörudeild þolyte* PiAS1M'aWIN“ J ^HcnniM NOKKUR ORÐ Vegamál -eru alltaf annað veifið í dagsljósinu, bæði í ræðu og riti. Þá eru jafnan hraðbrautir hvað mest til umræðu og nú síðast tals- vert rætt um vegalagningu milli Norður- og Suðurlands á hálendinu. Ekki er vafi á því, að þessar framkvæmdir eiga rétt á sér, en kostnað- arhliðin er aðalþröskuldur- inn. En höfum við þá ekki um of litið á „stórfram- kvæmdir“, og látið hjá líða að -benda á „smáfram- kvæmdir", sem myndu verða hinum ýmsu héruðum og byggðakjörnum til mikillar hagræðingar. I Norðurlands- kjördæmi vestra er af nógu að taka, sem til vegabóta má telja og verður nú drep- ið á nokkur atriði. Það fer ekki hjá því, að umferðin um Blönduós hef- ur minnkað síðan vegar- kaflinn hjá Stóru-Giljá, að Svínvetningabraut, nefndur Reykjabraut, var opnaður til umferðar í haust. M. ö. o. staður, sem var í þjóðbraut áður og byggði afkomu sína að töluverðum -hluta á um- ferðinni, er skyndilega ekki lengur í alfaraleið. Þessi staðreynd verður svo að lík- indum innsigluð með nýrri vegageð vestan Svínavatns, að Blöndubrú við Löngu- UM VEGAMÁL mýri. Að vísu er vegur vest- an Svínávatns, -en hann þolir ekki þungaflutninga að neinu ráði og vegurinn mjög mjór að auki. Reykjabrautin og vegurinn vestan -Svínavatns er eflaust langsnjóminnsta leiðin sem völ er á, fyrir þá, sem að sunnan koma og ætla norður yfir Vatnsskarð, því að Langidalur og Svínvetn- ingabraut, austan Svínavatns er fljótt ófær í norðaustan- átt, sem er ríkjandi á þess- um slóðum. Áðurnefnda leið- in vestan Svínavatns verður alla tíð mjög snjólétt, nema þá -helzt eftir suðvestanátt, en slíkum veðrum má búast við aðeins í örfá skipti á vetri. Af þessu má sjá, að umferðarþunginn milli Rvík- ur og Akureyrar verður ein- mitt um þennan veg í fram- tíðinni. Sama leið verður að öl-lum líkindum farin að sumrinu, bæði iþungaflutn- ingar og ferðamannastraum- urinn. En er þá ekki mál að sporna við og beina t. d. ferðamannastraumnum og hluta vöruflutninganna nýja leið og jafnframt stytta leið- ir milli helztu byggðakjarna í kjördæminu. Blönduós yrði á ný kominn í -þjóðbraut og tjón vegna minni umferðar gegnum staðinn yrði mun minna. Leiðin, sem ég hef í huga, -er um Þverárfjall. Hún er fyrir hendi sem mjög slæm sumarleið og vantar tvær brýr til að gera -hana færa fyrir smábíla í rigningartíð, báðar stuttar. Þessi v-egur styttir leiðina milli Blöndu- óss og Sauðárkróks um 26 km og Sauðárkróks og Skaga strandar um 40 km. Vega- gerð á þessari leið er tiltölu- lega auðveld og líklega duga tvær brýr 6—10 km langar eða mjög stór ræsi, auk smærri ræsa. Það vita allir og skilja, iað vegimir eru líf- æð þjóðarinnar. Það er þvi augljóst hve mikla þýðingu umrædd stytting leiða hef- ur fyrir áðumefnda staði. I sambandi við ferða- mannastrauminn má benda á það, að leiðin um Þverár- fjall er skemmtileg tilbreytni fyrir þá, sem -vilja fara í gegnu-m Sauðárkrók til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, og jafnvel Akureyrar. Það styttir leiðina frá Blönduósi til Siglufjarðar og Ólafs- f jarðar að mun. Þá má benda á, að rafmagns- og símalin- ur, sem tengja Austur-Húna- vatnssýslu og Skagafjörð saman, liggja einmitt um Þverárfjall. Það er augljóst, að ef um viðhald eða bilanir á þessum línum er að ræða, er mikil nauðsyn á góðum vegi á þessum slóðum. í Framhald á 11. síðu H. f. Eimskipafélag Islands Aðalfundur Aðalfundur H. f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi féla-gsins í Reykja- vík, föstudaginn 22. maí 1970, kl. 13.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein sam- þykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum fé- lagsins, samkvæmt 15. grein samþykkt- anna (ef tillögur koma fram). 3. Önnur mál, löglega upp bo-rin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins, Reykjavík 19.—20. maí. Reykjavík, 13. marz 1970. STJÓRNIN BifreiðaskoOun í Skagaf jarðarsýslu -og Sauðárkróksk-aupstað fer fram að Ábæ á Sauðárkróki, sem faér segir: Mánudaginn 25. maí bifreið K 1—100 Þriðjudaginn 26. maí — K 101—200 Miðvikudaginn 27. maí — K 201—300 Fimmtudaginn 28. maí —- K 301—400 Föstudaginn 29. maí —- K 401—500 Mánudaginn 1. júní — K 501—600 Þriðjudaginn 2. júní — K 601—700 Miðvikudaginn 3. júní — K 701—800 Fi-mmitudaginn 4. júní — K 801—900 Fös-tudaginn 5. júní — K 901—1000 Eigendur og umráðmenn bifreiða skulu koma með þær til skoðunar framangreinda daga í þeirri röð er þar greinir. Sk-al þá jafnframt sýna bifreiða- skoðunarmönnum ökuskírteini og kvittanir fyrir greiðslu lögboðinna gjalda. Það varðar ábyrgð að lögum, -ef vanrækt er að koma með bifreiðar til skoðunar án gildra forfalla, og má búast við, að slíkar bifreiðir verði -teknar úr umferð án fyrirvara og hlutaðeigendur látnir sæta sektum. S-krifstofa Skaga-fjarðarsýslu og Sauðárkróks, 29. apríl 1970. Sýslumaðnrinn í Skagaf jarðarsýslu Bæjarfógetinn á Sauðárkróki Lögtaksúrskurður Lögtök til tryggingar ógreiddum fasteigna- skatti, vatnsskatti, lóðargjöldum og holræsagjöld- um til bæjarsjóðs Siglufjarðar fyrir árið 1970, auk dráttarvaxta og kostnaðar við lögtökin og eftirfarandi uppboð, ef til kemur, mega fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar um úrskurð þennan, á kostnað gjaldenda, en á ábyrgð bæjarsjóðs Siglufjarðar. Siglufirði, 18. apríl 1970. Bæjarfógetinn í Siglufirði: ELlAS I. ELÍASSON

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.