Einherji


Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 11

Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 11
Þriðjudagnr 12. maí 1970 EINHERJI 11 Borðið Lindusælgæti Súkkulaðiverksmiðjan Linda h.f. Akureyri Tryggjum áframhaldandi sókn í framfaramálum Sauðárkróks Framha'ld af 12. síðu unnið að gatna- og holræsa- gerð og undirbúningi gatna undir slitlag. Að skipulagsmálunum hef- ur verið unnið öll þessi ár og er þar um stórmál að ræða og fjárfrekt, enda verð ur nú í vor tekið að byggja í nýskipulögðu hverfi innan Sauðár. Að íþróttamannvirkjunum hefur verið imnið og er þar þó margt ógert ennþá. Þannig mætti telja áfram. Hvert er þá viðhorf bæj- arbúa í dag? f stuttu máh má segja, að snúið hafi verið af braut vonleysis og deyfðar og á braut framfara og bjart- sýni.. Ekki orkar tvímælis, að athafnalíf og framfarir á vegum bæjarfélagsins hafa aldrei verið slíkar á jafn- stuttum tíma. Þessar fram- kvæmdir hafa verið gerðar af meiri yfirsýn og miðaðar við framtíðarþarfir í æ rík- ari mæii en nokkru sinni fyrr. Á sama veg hefur und- irbúningur þessara fram- kvæmda verið. Harðir and- stæðingar meirihluta bæjar- stjórnar hafa viðurkennt þetta og sagt sem svo: „Það verður aldrei annað um ykk- ur sagt, en að þið hafið gert mikið þessi ár“. Vegna þess, sem hér á undan er sagt, hefur fólkið í bænum fundið til meira ör- yggis um framtíðina en áð- ur. Þetta hefur hvatt til meiri átaka og framtaks, svo sem mörg dæmi sanna. Þetta sýnir m. a. hin stór- lega aukna fólksfjölgun í bænum, sem er langt yfir meðaltah á landinu, og hinn stöðugi innflutningur fólks til bæjarins. Þessa hlið máls- ins er full ástæða fyrir bæj- arbúa, og raunar einnig hér- aðsbúa, að hugleiða. Staðfesting þessa sama eru hinar gífurlega miklu íbúðarhúsabyggingar síðustu árin, sem sennilega eru til- tölulega meiri en á nokkrum öðrum s'tað á landinu. Enn er sami hugurinn hjá fólki og ekkert lát á. Þannig er búið að úthluta um 30 hús- byggjendum lóðum i hinu nýskipulagða hverfi í Suður- hlíðum. Þetta segir með mörgu öðru sína sögu. Fólkið hefur öðlazt aukna trú á framtíð byggðarinnar og á möguleika staðarins. Stefnan er, að skapa okkar unga fólki, sem leggur stund á sérnám, aðstöðu og starfs- vettvang í sinni heimabyggð. Framundan er margt, sem undirbúningur er ýmist haf- inn að eða langt á veg kom- inn. Efling útgerðar og iðn- aðar er undirstaða alls at- hafnalífs og framfara í bæn- um. Framhald hafnargerðar og landvarnagarða, bygging verknámsaðstöðu við gagn- fræðaskólann, bygging íbúða fyrir aldrað fólk, bygging dagheimilis, endurnýjun og nýbygging hitaveitu, fulln- aðaraðgerð þeirra íþrótta- mannvirkja, sem nú eru í byggingu, margskonar fram- kvæmdir vegna hinna nýju byggðahverfa og þess iðn- aðar, sem upp er að rísa, nýjar leiðir í raforkumál- um, uppbygging fullkomins flugvallar og margt og margt fleira. Framsóknarmenn vænta þess, og fara fram á það við kjósendur í bænum, að þeir veiti þeim stuðning í kosn- ingunum 31. maí, til þess að vinna að þessum málum á- fram og hafa um þau fulla forystu. Þeir telja, að með því móti tverði framfaramálum bezt borgið, bæjarbúum og byggð til hagsældar. NOKKUR ORÐ UM VEGAMÁL Framhald af 10. síðu framhaldi þess, að góður vegur komi yfir Þverárfjall, má telja víst að aðalum- ferðaþunginn frá Siglufirði og Ólafsfirði til Reykjavík- ur mydi verða um þessa leið, a. m. k. að sumarlagi. Reynd- ar má telja furðulegt í ljósi þess að Strákagöng voru byggð með tilheyrandi góð- um vegi um Skagafjörð, að ekki skyldi kappkostað að leggja nýjan veg um Lág- 'heiði til Ólafsfjarðar, sem tengdist Siglufjarðarvegi. Vitað var að Múlavegur yrði lokaður mestan hluta vetr- ar og eins og komið hefur fram nýlega lífshættulegur þeim er sjá um snjómokstur á honum. Lágheiði er einn þeirra fjallvega, sem lokast í fyrstu snjóum. Þeir, sem um heiðina fara, undrast ekki. Vegurinn er gamall og niðurgrafinn á köflum, en aftur á móti ef vegagerð á borð við það, sem nútíminn gerir kröfur til, værir fyrir hendi, yrði þessi leið mun greiðfærari og hættuminni en Múlavegur. Á s. 1. vori var Sigluf jarð- arvegur auglýstur lokaður vegna aurbleytu. Ástæðan var sú, að vegarkaflinn milli Haganesvíkur og Brúnastaða var illur yfirferðar. Beggja vegna þessa kafla voru veg- ir greiðfærir. Það má aug- ljóst vera, að þegar lagt hefur verið í dýrar vega- framkvæmdir, má ekki láta það henda, að smá vegar- spottar komi í veg fyrir notkun þeirra. Af þessu leið- ir svo óheyrilega dýr við- haldskostnaður, þar sem fólk gerir kröfur til, að smá vegarkaflar séu opnaðir og þá oft við erfið skilyrði. Ekki er vafi á því, að ýms- ir vegaspottar loka oft löng- um leiðum, bæði vegna snjóa eða aurbleytu. Oft á tíðum þarf ekki nema smá lagfær- ingar á veginum svo við- komandi vegarspottar séu til ,,friðs“ allt árið. Ef fjár- veitingavaldið legði meira fé til endurbygginga á þessum vegaspottum, myndi álitleg fjárhæð sparast í viðhaldi og sú upphæð kæmi til með að vera drjúgur hluti stofn- kostnaðar endurbygging- anna. Með allt framanskráð í huga ætti ekki að vera svo slæmt að fjárfesta í nýjum vegum og vegabótum, með- an krónan smækkar stöðugt, a. m. k. ef um innlent f jár- magn er að ræða. Ekki skal Blindraiðjan Björk BLÖNDUÓSI Höfum jafnan fyrirliggjandi bólstruð húsgögn í talsverðu úrvali, svo sem: Sófasett, svefnsófa, svefnbekki og stóla. Verðið er mjög hagstætt. Seljum ennfremur húsgögn frá Stáliðjumii li. f., Pira veggliúsgögn og Febolit gólfteppi. Skiptum um áklæði á eldri húsgögnmn og eigum jafnan gott úrval álilæða, erlendra og innlendra. BLINDRAIÐJAN BJÖRK Hzínabraut 26 — Blönduósi — Sími 4180 það efað, að margir hafa hugleitt þessi mál, en ekki hefur sést neitt um þau ný- verið á prenti. Það er von- andi að þessi grein vekji bæði framkvæmdavaldið og aðra til umhugsunar og að- gerða, til hagsbóta fyrir íbúa umræddra héraða. Gestur í Garði Kveðja til Siglufjarðar Framhald af 9. síðu yfir því að hafa fengið tæki- færi til að fara hingað, ég kann vel við mig hér og mér líður ágætlega, allir eru mér góðir. Með beztu kveðju til ykk- ar allra. Vigdís Sverrisdóttir

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.