Einherji


Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 12

Einherji - 12.05.1970, Blaðsíða 12
12 EINHERJI Þriðjudagnr 12. maí 1970 Frambodslisti Framsóknarflokksins á Sauðárkróki 6. Sveinn Friðvinsson 7. Sæmundur Hermannsson 8. Dóra Magnúsdóttir 9. Magnús Sigurjónsson 10. Ingimar Antonsson Tryggjum áframhaldandi sókn í framfaramálum Sauöárkróks Pjögur ár eru nú liðin síð- an framsóknarmenn tóku við forystuhlutverki í bæjarmál- um Sauðárkróks. Á átta ára tímabili, sem þá var á undan gengið, höfðu sjálfstæðismenn haft breinan meirihluta í bæjar- stjórn Sauðárkróks og gátu því einbeitt sér að þeim málum, sem þeir töldu sér- stök hagsmunamál bæjarfé- lagsins og bæjarbúa. Ekki skal hér rifjaður upp né rakinn gangur mála á þessu tímabili. Á hitt skal þó minnt, að flest hafði far- ið úrskeiðis, atvinnumál í kalda koli, vantrú ríkjandi á sjávarútvegi, framkvæmd- ir mjög litlar á vegum bæj- arins, tekjur fólks í algeru lágmarki, fólksfjölgun í bæn- um sáralítil og almenn deyfð um framfaramál og fram- tíðarmöguleika. Algerlega skorti nauðsyn- legan undirbúning framtíð- arverkefna og framkvæmda. Skipulagsmál bæjarins full- komlega vanrækt. Fjárhags- grundvöllur mjög veikur og í algjöru lágmarki og láns- traust bæjarins út á við eft- !ir því. Á þessum tímamótum leit- uðu framsóknarmenn stuðn- ings bæjarbúa í kosningum til bæjarstjórnar, til þess að þeir mættu taka að sér for- ystu í bæjarmálum, til hags- bóta fyrir bæjarbúa í at- vinnulegu og menningarlegu tilliti. Kjósendur urðu við þessu, og veittu framsóknarmönn- um umbeðinn stuðning og forystuaðstöðu í bænum. Þegar nú enn á ný er gengið til bæjarstjómar- kosninga er því eðlilegt, að litið sé til baka um farinn veg, bæði til fyrri tíma og einnig 'til hinna síðustu f jög- urra ára, og af þeirri yfir- sýn mörkuð stefna til fram- jtíðar. Af þessu má vissu- I lega fá mi'kilsverðan lær- dóm. Við Framsóknarmenn ósk- um beinlínis eftir því, að bæjarbúar geri þetta á hlut- lægan hátt og erum þá viss- j ir um, að matið verður okk- ur tvímælalaust í hag. Ekki er hugmyndin að gera yíirlit yfir þá mála- flokka, sem hér er um að jræða, heldur er gert ráð jfyrir að bæjarbúar hafi með þessu fylgzt og kunni að meta þá. Hinu er ekki að leyna, að oft vilja staðreynd- ir brenglast í meðförum manna á milli og telja sum- ir sér hag að, og er þá um að gera að kjósendur geti kynnt sér málin til hlítar og mótað skoðanir sínar þar af. Rétt þykir þó að benda á nokkur veigamikil atriði í þessu sambandi. Atvinnumálin skulu þá fyrst nefnd. Stofnim Útgerð- arfélags Skagfirðinga og kaup á m. s. Drangey hafa reynzt til stórmikilla hags- bóta og heilla fyrir alla að- ila. Útgerð skipsins hefur reynzt sjómönnum, verka- fólki í landi og frystihúsim- um happadrjúg í hvívetna. Útgerð skipsins hefur vakið á ný trú manna á útgerð frá Sauðárkróki. Þjónustuiðnaðurinn og ann- ar iðnaður í bænrnn hefur vaxið og aukizt að þrótti vegna hinna nýju umsvifa og nýjar iðngreinar tekið hér bólfestu fyrir aðgerðir bæjarstjórnar. Þessar iðn- greinar, sokkabuxnaverk- smiðjan, sem þegar veitir stórum hópi kvenna atvinnu og sútunarverksmiðjan, sem verið er að byggja upp sem öflugt og stórt fyrirtæki, lofa góðu í atvinnumálum í framtíðinni. Um iðnaðar- og önnur at- vinnumál mætti margt fleira segja, og benda á nýja þætti, sem þegar eru í undirbún- ingi og veita stóraukna möguleika til atvinnu í bæn- um. 1 hafnarmálum hafa verið unnir merkir áfangar. Dælt var sandi úr höfninni og hann jafnframt notaður til landmyndunar. Þetta sýnir nýja stenfnu í þeim málum. Aðgerðir til varnar stöðugu landbroti hafa séð dagsins ljós á eftirminnilegan hátt. i Framkvæmdir, sem í munni sumra hafa fengið nafnið „Gullströnd“. Verulegur hluti aðalæðar hitaveitunnar 1 bænum var endurnýjaður, þó að þar sé enn þörf stórra átaka. Gagn- fræðaskóli byggður á stutt- um tíma og hann tekinn í notkun, unnið við bókhlöðu og hún tekin í notkun, byggð ur læknisbústaður, verulega Framhald á 11. síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.