Einherji


Einherji - 26.05.1970, Blaðsíða 1

Einherji - 26.05.1970, Blaðsíða 1
Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins á Sauðárkróki er í Fram- Kosningaskrifstofa B-listans í Siglufirði er í Aðalgötu 14. sóknarhúsinu — Sími 5374 lilaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. Sími 7 13 33 Fjölbreytni og stórefling atvinnolílsins er þaö sem koma skal, pá mun framtíð Siglo fjarðar, þessa forna stórveldis, hvar- vetna blasa við. Bogi Sigurbjömsson Þ. 31. maí næstkomandi munu Siglfirðingar, sem og aðrir landsmenn, ganga að kjörborðinu og með því taka þátt í mörkun þeirrar stefnu sem þeir telja æskilegasta til eflingar og framþróunar sínu byggðarlagi. Ekki hvað sízt hér í Siglu- firði er rík áherzla að hug- leiða, að sú bæjarmálafor- usta, sem koma mun til með að ráða málefnum Siglfirð- inga næstu f jögur árin, kem- ur til með að hafa veruleg áhrif á hver verður raun- veruleg staða Siglufjarðar í framtíðinni, þ. e. hvort hér verði aðeins um smá útgerð- arbæ að ræða, eða blómlegt bæjarfélag með fjölbreyttu atvinnulífi. Á undanförnum árum hef- ur mér sífellt orðið ljósara og ljósara, hversu háska- legri stefnu er fylgt í stjórn landsmálanna á Islandi í dag þar sem öllu er stefnt, bæði beint og óbeint, til Stór- Reykjavíkursvæðisins, og oft hef ég hugsað um það hvað valdi því, að fulltrúar okk- ar, fólksins, sem byggjum dreifbýlið til sjávar og sveita, virðast litlu geta þar um ráðið. ÍÉg get nefnt hér sem dæmi það einkennilega fyrir- bæri, að Reykjavík ein hef- ur fengið aðild að bygging- aráætlun ríkisins, sem voru þó samningar, sem ekki voru aðeins gerðir við Reykvík- inga, heldur var hér um samninga við heildarsamtök að ræða og tvímælalaust um engin forréttindi Reykvík- inga. Hefðu Siglfirðingar borið gæfu til að öðlast þann rétt, sem þeim bar, og þeim veitt- ur sá réttur, hefðu húsnæðis- mál Siglfirðinga, svo og ým- islegt annað, verið á annan veg, en nú er. I fyrsta skipti, sem aug- lýst var efltir umsóknum varðandi íbúðarbyggingar innan ramma þessara laga, bárust hvorki meira né minna en 22 umsóknir um íbúðarbyggingar, og hversu jákvæð áhrif mundi slík upp- bygging ekki hafa haft fyrir bæjarfélagið. En þetta þótti valdhöfunum ótækt og mál- ið svæfit. En svæfing ýmissa mjög mikilvægra framfara- mála fyrir Siglufjörð virðist hafa verið ofarlega á baugi hjá ráðamönnum þjóðarinn- ar, hvað sem því veldur. Ótal dæmi gæti ég tekið varðandi þessi mál, en ég mun láta það bíða betri tíma. Það, sem við Siglfirðing- ar nú verðum að gera, sem og önnur byggðarlög, sem svipað er ástatt fyrir, er að mynda sterka bæjarmálafor- ystu, sem fylgi málefnum okkar fast eftir og á þann hátt hrinda af stað öflugri framfarasókn, í stað þeirrar kyrrstöðu, sem ríkt hefur. Ég ætla ekki á nokkurn hátt að draga úr þeim erfið- leikum, sem bæjarfélagið hefur átt við að stríða að undanfömu, en orsakir þeirra má meðal annars rekja til þeirrar stöðnunar og fólksfækkunar, sem hér hefur orðið. En ég vil leggja ríka áherzlu á, að sé rétt á málunum haldið, og það ein- miifct nú, er hér ekki um neina þá örðugleikia að ræða, sem ekki er hægt að yfir- stíga, aðeins ef okkur tekst að endurskipuleggja og stór- bæta atvinnuhætti bæjarfé- lagsins. Á öðram stað í þessu blaði birtum við frambjóð- endur B-listans hér í Siglu- firði ofckar stefnuskrá í at- vinnumálum, sem ég bið háttvirta kjósendur að kynna sér. Nái hún fram að ganga, mun fólksfækkun undanfarinna ára snúið í fólksfjölgun á komandi ár- um, og takmarkið er, að á ; næstu 10 árum þróist Siglu- Ifjörður í að minnsta kosti 2.800 mannia blómlegt bæj- arfélag. Siglfirðingar, ungir sem gamhr, verum ætíð viss um að Siglufjörður er okkar framtíðarstaður, og snúum vörn í sókn. Hleypið verulegu nýju blóði í bæjiarmálaforustu Siglufjarðar, með því að kjósa þrjá nýja bæjarfull- trúa af B-listanum í bæjar- stjóm Siglufjarðar til mót- unar nýrrar og framsækinn- ar bæjarmálaforystu. Ný hús fyr/r nýtt fólk Bjarki Árnason Þegar litið er til baka yfir fjögur síðustu árin og farið að hugleiða hvað hér hefur verið gert og hvað ekki, af því sem efst var á stefnu- skrá flokkanna fyrir síðustu bæjarstjóraarkosningar, kem ur í ljós, að þar er æði margt, sem stendur höllum fæti. Nokkuð af því, sem ekki hefur náð fram að ganga, eru atriði sem að einhverju leyti má kenna um fjárhags- erfiðleikum bæjarfélagsins. En svo eru aftur önnur mál, sem ekki hefðu kostað gíf- urleg fjárútlát fyrir bæinn. Þar hefur aðeins vantað ár- vekni og þrautseigju við að halda málum vakandi og krefja opinbera aðila um fullnægjandi úrlausnir. I þeim flokki eru, meðal margs annars, nýbyggingar íbúðarhúsa. Það er í hæsta máta óeðlilegur afturkippur í bæ með á þriðja þúsund 1 íbúa, að ekki skuli hafizt handa um eina einustu íbúð- arhúsbyggingu í þrjú ár, og að ekki skuli einu sinni hafa tekizt að ljúka þeim húsum, sem þá var byrjað á. Af þessu hefur svo leitt gífurlegt atvinnuleysi hjá byggingariðnaðarmönnum, svo að fjöldi ágætra fag- manna hefur ýmist orðið að snúa sér að öðrum störfum, eða leita sér atvinnu utan bæjar, jafnvel í sæluríkinu Svíþjóð. Nokkrir af þessum mönnum hafa flutt á Suður- nesin með fjölskyldur sínar, og er þess varla að vænta, að þeir komi hingað aftur. Hér er fjöldi óbyggðra lóða við göitur, sem eiga að heita fullgerðar, svo að á- stæðulaust er að leggja í verulegan kostnað við gatna- gerð í því sambandi. Þess í stað væri ekki fráleitt að lagfæra þær lóðir, sem byggja ætti á, svo að að- gengilegt væri að hefjast þar handa. Snemma á þessu kjörtíma- bili var uppi mikil ráðagerð um byggingu á heilu hverfi íbúðarhúsa. Kannað var hvort nokkur hefði áhuga á þeirri byggingaráætlun og yfir tuttugu einstaklingar gáfu sig fram og vildu byggja sér íbúð. Síðan biðu þeir eftir að framkvæmdir hæfust, tilbún- ir að leggja fram sína krafta En það liðu vikur, mánuðir og ár, og enginn hefur enn séð eina skóflustungu tekna í sambandi við þessar ráða- gerðir. Nú er margfc af þessu unga fólki, sem hér vildi búa, farið í burtu og Eggert, Jón Þ. og Geir, búnir að hjálpa sumu af því til að komast yfir fbúðir í Breið- holti eða Árbæjarhverfi. Hversvegna var ekki al- veg eins hægt að hjálpa því að eignast íbúðir hér? Það er einmitt núna verið að byrja á 2.200 íbúa h'verfi við Reykjavík. Passar alveg fyrir alla Siglfirðinga. Og það stæði sjálfsagt ekki á því, að það yrði skot- ið upp hverfi yfir okkur alla Siglfirðinga, á Suðurnesjun- um, ef við bara óskuðum eftir þvi. En við óskum bara alls ekki eftir því, af því að við erum Siglfirðingar og viljum vera það. Við óskum aðeins eftir því að fá hér sambærilega fyrirgreiðslu og aðrir staðir njóta, frá hinu opinbera, i húsnæðismálum, svo og öðr- um velferðarmálum okkar. Bjarki Árnason Listi Framsóknarflokksins er B-listi

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.