Einherji


Einherji - 26.05.1970, Blaðsíða 6

Einherji - 26.05.1970, Blaðsíða 6
6 EINHERJI Þriðjudagur 26. maí 1970. SUMARIÐ 1969. Framhald af 5. síðu strax vel í mig. Miklar og reisulegar byggingar vöktu fyrst athygli mína. Einkurn virtust mér byggingar íbúð- arhúsa furðulega miklar í ekki mannfleiri kaupstað. Og þama var nýr gagn- fræðaskóli, bókhlaða og sundlaug. Og var ekki nýr íþróttavöllur í fæðingu skammt frá sundlauginni. Og það var verið að landa fiski út við höfnina. Hér var sýnilega hugsað og fram- kvæmt af meiri djörfung en hið almenna stjórnarfar gaf tilefni til. Og þeir sem hér höfðu einhverja íhlutun um gang mála, virtust skilja þarfir ungs fólks í nútíma þjóðfélagi og haga sér eftir því með framkvæmdir. En öll sú uppbygging, er hér bar fyrir gestsaugu, var auðvitað ekki möguleg nema - fólkið hefði næga atvinnu og góðar tekjur. Dagvinna heimilisföður mundi hrökkva skammt fyrir lifibrauði og opinberam gjöldum, eins og ég vissi að margir urðu að komast af með í borginni, sem hann Geir Hallgríms- son stjómar. Ég komst líka að því, að fjöldi af húsmæðr um höfðu hafit mikla vinnu í Fiskiðjunni þetta ár. Sokka buxnaverksmiðjan veitti líka mörgum konum atvinnu, svo eitthvað sé nefnt. Og karl- menn höfðu held ég flestir sína 10 tíma í almennri vinnu. Þá gat ekki dulizt fyrir neinum með opin augu sá hinn stóri þáttur, er Kaupfélag Skagfirðinga á í atvinnulífi og velsæld þessa bæjar, Það voru ekki margir á ferli um götumar, utan fólk að koma úr vinnu og fara í hana aftur. Búðarrápið, sem víða er eftirlætisiðja kvenfótksins, virtist ekki vera iðkuð hér umfram dag- legar þarfir við matarinn- kaup. En það vom engar vangaveltur yfir buddunni, heldur beðið um vörana og hún síðan borguð. Allir að flýta sér. Ekkert dosk eða hik. Hér virtust flestir eiga sér einhverja Stefnu og markmið, og vera í kapp- hlaupi við tímiann. Samt heyrði ég engan mann tala hér um erlent fjármagn á hreyfingu. Held- ur ekki, að til stæði, að selja útlendingum ódýna orku eða þægindi með einhverju 1 heiti, eða fara í minnihluta ‘ félagsskap við þá um at- J vinnurekstur. Hvemig vék þessu við? En bærinn virt- ist nokkum veginn sjálfum sér nógur. Og það sem mér fannst ekki síður um vert: 1 bænum virtist ríkja nokk- uð almenn trú, að halda mætti uppi viðunanlegu mannlífi, án áfalla, atvinnu- leysis og skorts. G. H. HELLU-ofnin er nú framleiddur í tveim þykktum 55 mm og 82 mrn og þrýstireyndur með 8 kg/cm2 IIELLU-ofninn fullnægir öllum skilyrðum til að tengjast beint við kerfi Hitaveitu Reykjavíkur Hagstæðir greiðsluskibnálar Stuttnr afgreiðslutími Skarðsmótið 1970 Svig stúlkna: Skarðsmótið, hið 14. í röð- inni, var háð um Hvíta- sunnuhelgina. iSnjór var meira en nógur og veður ágætt. Keppendur vora 54 frá ýmsum stöðum: Húsa- vík, Akureyri, Ólafsfirði, Siglufirði, ísafirði og Reykja vík. Keppt var í svigi og stór- svigi, karla, kvenna og ungl- inga. Stórsvig karla: sek. 1. Hafsteinn Sigurðsson í. 79,1 2. Árni Óðinsson Ak. 79,7 3. Hákon Ólafsson Sig1! 79,8 Keppendur 30. Stórsvig kvenna: sek. 1. Sigríður Júlíusdóttir Sigl. 93,2 Stórsvig unglinga: sek. 1. Sigmundur Annasson Isf 65,1 2. Hörður Geirsson Siglf 67,5 3. Björn Sverrisson Siglf 70,4 Keppendur 6. Stórsvig drengja 13—14 ára sek. 1. Arnór Magnússon ísf. 48,9 2. Valur Jóntansson ísf. 49,0 3. Rögnv. Gottskálksson Sigl 49,8 Keppendur 6. sek. 1. Guðrún Pálsdóttir Siglf 108,8 2. María Jóhannsdóttir Siglf 124,1 AJpatvíkeppni: 1. Hákon Ólafsson Siglufirði 2. Reynir Brynjólfsson, Akureyri 3. Magnús Ingólfsson, Akureyri Andlát xB Stórsvig stúlkna: sek. 1. Stclla Matthíasdóttir Sigl 57,8 2. Guðrún Pálsdóttir Sigl 59,0 3. María Jóhannsdóttir Sigl 69,5 Svig karla: sek. 1. Hákon Ólafsson Sigl 96,3 2. Reynir Brynjólfsson Ak 96,7 3. Guðm. Frímannsson Ak 99,0 Svig unglinga: Þann 26. apríl s. 1. lézt á Sjúkrahúsi Siglufjarðar Magnús Ásmundsson. IJtför hans fór fram 2. maí. Birgir Runólfsson, bifreiða- stjóri lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík 5. maí s. 1. Hinn 11. maí lézt á sjúkra- húsi í Reykjavík Garðar Ragnar Þórðarson, 16 ára piltur héðan frá Siglufirði. Lézt hann af afleiðingum slyss. Steindór Hannesson, bak- arameistari, lézt í Reykjvík 14. maí s. 1. Steindór starf- aði hér sem bakari um mörg ár, fyrst hjá Hertervigs- bakaríi og síðar hjá Kaup- félagi Siglfirðinga Jarðsungin var frá Siglu- fjarðarkirkju 23. maí María Jensdóttir, húsmóðir, Hvbr. 64. Kentár- rafneymar Fáanlegir um land allt. Á Sauðárkróki: Bílaverkstæðið ÁKI Á Blönduósi: Vélaverkstæðið VlSIR Sendum gegn póstkröfu um land allt. Fljót afgreiðsla. Nú er tíminn til að skipta um rafgeymi. RAFGEYMIR h.f. — Hafnarfirði Sími 51275. sek. 1. Sigmundur Annasson Isf 99,0 2. Guðm. Ragnarsson Sigl 101,0 3. Hörður Geirsson Siglf 102,5 Svig drengja 13—14 ára: sek. 1. Ingi Hauksson Siglf 77,9 2. Rögnv. Gottskálksson Siglf 78,8 3. Valur Jónatansson Isf. 81,3 Samsöngur Kvennakór Siglufjarðar hélt konsert á uppstigning- ardag. Á söngskránni vora lög innlendra og erlendra höf- unda og flutti kórinn þau vel, svo ánægja var á að hlýða. Einsöngvarar vora þær Anna Magnúsdóttir, Anna Snorradóttir, Ester Bergmann og Silke Óskars- son, sem er söngstjóri og þjálfari kórsins. Söngskemmtunin var end- urtekin á föstudagskvöld. Á sunnudaginn fór kórinn til Ölafsfjarðar og söng þar við ,mjög góðar undirtektir. AUGLYSING um Siglufirði, 31. maí 1970. Kjörfundur til að kjósa 9 aðalmenn og jafnmarga varamenn í bæjarstjóm Siglufjarðarkaupstaðar, til næstu fjögurra ára, hefst 1 Gagnfræðaskóla Siglu- fjarðar, sunnudaginn 31. maí n. k., kl. 10 árdegis, og skal kjörfundi lokið eigi síðar en kl. 23 sama dag. Kjörstjóm getur krafizt þess, að kjósandi sýni nafnskírteini við kjörborðið. Talnig atkvæða hefst nokkra efitir að kjörfundi lýkur. Siglufirði, 16. maí 1970. KJÖRSTJÓRNIN Stuðningsfolk B-listans í Siglufirði Hafið samband við skrifstofuna í Aðalgötu 14, og veitið allar upplýsingar, einkum varðandi þá, sem þurfa að kjósa fyrir kjördag. Á kosningadaginn verða kaffiveitingar í Al- þýðuhúsinu frá kl. 15. Drekkið kaffi í Alþýðuhúsinu. B-listinn

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.