Einherji


Einherji - 26.05.1970, Blaðsíða 8

Einherji - 26.05.1970, Blaðsíða 8
8 EINHERJI Þriðjudagur 26. maí 1970. Frá Samkór Samkór Sauðárkróks var stofnaður í desember 1969. Stjórnandi hans frá upphafi hefur verið Jón Björnsson á Hafsteinsstöðum, en und- irleik hefur annazt Haukur Guðlaugsson frá Akranesi. Núverandi formaður er Gunnar Haraldsson og aðrir í stjórn Dóra Magnúsdóttir, Guðbrandur iFrímannsson, Páll Sigurðsson og Sólborg V aldimarsdótitir. Kórinn hefur nú undan- farandi verið að afla sér styrktarfélaga á Sauðár- króki og eru iþeir nú 115 talsins. Á þessu árabili hef- ur kórinn haldið alls 17 söngskemmtanir innan hér- I aðs og utan, þ. á m. á Akur- |eyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglu firði, Hofsósi, Miðgarði og Sauðárkróki, og sungið auk þess við ýmis tækifæri önn- ur. Nú er nýlokið 4 sam- söngvum kórsins á Sauðár- króki, í Miðgarði, Hvamms- tanga og Skagaströnd. Fyr- irhuguð er söngferð í Þing- eyjarsýslu seinna á þessu vori. Kórinn biður blaðið að færa forráðamönnum félags- heimihsins á Hvammstanga og öðrum þar alúðarþakkir fyrir frábærar móittökur 10. marz s. 1. f Birgir Runólfsson Fæddur 2. janúar 1917. — Dáinn 5. maí 1970. Birgir Runólfsson . Ég vil með örfáum orðum leyfa mér að kveðja þennan sérstæða samferðamann og fyrrum húsbónda minn. — Flestum ókunnugum kom bann fyrir sjónir sem nokk- uð misbrestasamur oft á tíðum vegna vínnautnar. En þau sumur, sem ég vann hjá honum og raunar nokkru áður, eða þegar ég var i lögreglunni, kynntist ég hon- um betur. Varð mér þá ljóst, hve hlýr og elskuiegur hann gat verið. Ég kveið fyrir að fást við hann er hann var með víni, en það fór á ann- an veg. Mér vintist hann þá gæflyndið sjálft. Eitt sinn bað hann okkur um að loka sig ekki inni um stund, og kvaðst skyldi vera kyrr á þeim stað, sem hann til tók og við það stóð hann. En í sambandi við þetta litla atvik varð ég áheyrandi að hinum mestu harmatölum, sem ég nokkum tíma hefi heyrt. Næstum allt sem hann sagði, talaði hann til konu sinnar, þótt hann vissi full- vel, að hún heyrði ekki til hans, og bað þá bæði hana og góðan guð að fyrirgefa sér bresti sína. Eitt sinn bauð hann mér að sitja í hjá sér heim frá Reykjavík, sem ég auðvitað þáði. I þeirri ferð varð ég undrandi á því, hvílík feikn hann kunni af vísum og kvæðum og hversu víða hann gat vitnað í Laxness. Hann gat hafit yfir heil kvæði eftir ýmsa höfunda, m. a. eftir Sigfús Elíasson guðspeking. Ég hefi aldrei kynnzt nein- um manni sem ég veit til, að hafi lesið ljóð Sigfúsar, hvað þá heldur lært þau. Hvað sem annars má um Birgi sáluga segja, var hann mér höfðingi í raun, og ég á honum margt gott upp að unna, sem ég vil hér með þakka honum fyrir. Þegar ég heyrði lát hans, komu mér í hug gömul vísu- orð sem mælt voru eftir tannan stórbrotinn mann, Gísla lögmann Hákonarson á Hlíðarenda: Hver mun upp rísa stykkjastór stórmennið í burtu fór. Birgir var sannarlega stór í sniðum, andlega og líkam- lega og töluverður fram- kvæmdamaður. Hann stund- aði vöruflutninga um margra ára skeið og vann oft nótt með degi sem hamhleypa. Mörgum var hann búinn að gera greiða, enda ótvílráður. Ættir átti hann að rekja til Húnvetninga. Faðir hans var Runólfur Björnsson á Komsá í Vatnsdal, en móðir hans hét Alma. Þau þekkti ég ekki. Böm hans vom sjö, sex synir og ein dóbtir. Kona hans, Margrét Pálsdóttir frá Ölduhrygg í Svarfaðardal, lifir mann sinn. Ég votta þeim öllum samúð mína. Siglufirði, 17. maí 1970. Guðbrandur Magnússon Kvenfélag Sjúkra- húss S'igluf jarðar þakkar bæjarbúum frá- tbæran stuðning við málefni félagsins, í sambandi við sölu . fermingarskeyta fyrir ferm- inguna 17. maí s. 1. Skeyti seldust fyrir kr. 145.000,00, sem er hærri upphæð en nokkra sinni áður. Kvenfélag Sjúkrahússins óskar bæjar- búum gleðilegs sumars og farsældar í framtíðinni. Framboðsfnndur í Siglufirði Ákveðið hefur verið, að framboðsfundur verði að kvöldi 28. maí. Fundurinn er opinn og út- Þakkarávarp HJARTANLIXxA þökkum við öllum {æim mörgu, sem sýndu okkur samúð og vináttu við sviplegt fráfall sonar okkar, GARÐARS RAGNARS Sérstaklega þökkum við Sigurði Sigurðssyni, héraðslækni, læknum og starfsfólki á handlækn- ingadeild Landsspítalans, Slysavarnadeildinni á Siglufirði og Hilmari Steinólfssyni. Guð blessi ykkur öll. Guðný Garðarsdóttir Stefnir Guðlaugsson Eyrargötu 22, Siglufirði Hver er tilgangurinn? I nýútkomnu blaði Alþýðuflokksmanna í Siglu- firði birtist greinarkorn með ofanritaðri fyrirsögn. Það einkennilegasta við þessa fyrirsögn er það, að hún gæti vel átt við greinarhöfundinn sjálfan, en reyndar er það nú ekki greinin sjálf, sem er sér- staklega forvitnileg, heldur vildu margir vilja fá að vita nánar, hver sú valdamikla klíka sjálfstæðis- manna hér í Siglufirði er, sem um er rætt. Á kjör-- tímabilinu virðist ekki hafa borið mikið á þessari áhrifa- og valdamiklu klíku, sem temji hug ráð- herra að eigin vild. Ráðherrar viðkomandi flokks hafa vægast sagt lítið tillit tekið til sinna manna hér í Siglufirði, svo hér virðist hafa kviknað ljós á alleinkennilegri pem í myrkrinu. En eftir á að hyggja, geita ekki Siglfirðingar ein- mitt nú sýnt þessum ágætu stjórnarherrum, að mælirinn er þegar fullur. varpað verður frá honum. ! Röð flokkanna er þessi: Hver flokkur hefur 45 i Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu- mínútur til umráða, þrjár | bandalag, Framsóknarflokk- umferðir: 20, 15 og 10 mín. ur, Alþýðuflokkur.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.