Einherji


Einherji - 07.10.1970, Blaðsíða 1

Einherji - 07.10.1970, Blaðsíða 1
DÚAL og NORDMENDE stereotæki. National segulbandstæki margar gerðir. Radíó- og Sjónvarpsþjónustan, Sauðárkróki. Blað Framsóknarmanna í Nórðurlandskjördœmi vestra. 6. tölublað Miðvikudagur 7. okt. 1970 39. árg. Myndavélar — Sýningarvélar Filmur — Flassperur Myndarammar Ljósmyndastofa St. Pedersen Sauðárkróki Framtioöslisti Framsúknarflokksins í ÓLAFTJR BJÖRN MAGNÚS SXEFÁN SIGURÐUR Framboðslistinn er þannig skipaður: 1. Ólafur Jóhannesson, alþingismaður 2. Björn Pálsson, alþingismaður 3. Magnús Gíslason, bóndi, Frostastöðum 4. Stefán Guðmundsson, byggm., Sauðárkróki 5. Sigurður J. Líndal, bóndi, Lækjamóti 6. Bogi Sigurbjörnsson, skattendursk., Siglufirði 7. Guðmundur Jónasson, bóndi, Ási 8. Ólafur H. Kristjánsson, skólastj., Reykium 9. Helga Kristjánsdóttir frú, Silfrastöðum 10. Bjarni M. Þorsteinsson, verkstj., Siglufirði Kjördæmisþing Framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra var haldið í fé- lagsheimilinu á Hvamms- tanga sunnudaginn 6. sept. s. 1. Auk kjörinna fulltrúa sátu þingið alþingismennirn- ir Ólafur Jóhannesson og Björn Pálsson, formaður Sambands imgra Framsókn- armanna Már Pétursson, Ath Freyr Guðmtmdsson er- indreki og nokkrir gestir aðrir. Þingforseti var kjör- inn Gústaf Halldórsson, Hvammstanga, en þingritar- ar Þorsteinn Jónasson, Odds- stöðum og Gísli Magnússon, Frostastöðum. Formaður kjördæmissam- bandsstjórnar, Guttormur Óskarsson, setti þingið og minntist í upphafi ræðu sinn- ar Skúla Guðmundssonar, al- þingismanns. Risu fundar- menn úr sætum í virðingar- skyni við minningu hins látna þingmanns. Gjaldkeri sam- bandsins, Brynjólfur Svein- bergsson, gerði grein fyrir reikningum þess, en Guð- rnundur Jónasson skýrði frá fjárhag og reksti Einherja til síðustu áramóta. Lög Sambandsins ,sem verið höfðu í endurskoðun milli þinga, voru samþykkt. Aðal viðfangsefni þingsins að þessu sinni, var að ganga frá framboðslista Framsókn- arflokksins í kjördæminu við næstu alþingiskosningar, en eins og kunnugt er fór á s. 1. ári fram ahnennt prófkjör um skipun hstans. Var þátt- taka í því mjög góð. A þing- inu s. 1. ár var kosin „fram- boðsnefnd“, er gera skyldi tillögu um stkip'un listans að afloknu prófkjöri og leggja hann síðan fram til af- greiðslu á þinginu nú. Var tillaga framboðsnefndarinnar um listaskipunina samþykkt óbreytt. Þá fóru fram kosningar í miðstjórn, kjördæmissam bandsstjórn og blaðstjórn, en vegna rúmleysis verður að bíða birting á nöfnum þeirra, sem kosnir voru. Undir dagskrárliðnum Önn- ur mál, kom fram tillaga frá Marteini Friðrikssyni um að Frams.flokkurinn beitti sér fyrir því, að upp væru tekin einmenningskjördæmi og var hún samþykkt. Sleit svo Guttormur Ósk- arsson þinginu, þakkaði þing fuhtrúum góð störf og Vest- ur-Húnvetningum frábærar ar viðtökur. SIGLUFJORÐUR Afli losaður á land: September 1969 661 tonn September 1970 723 tonn I september hafa gæftir verið góðar og afli á línu betri en áður um árabil á þessum tíma. 8 bátar stimda línuveiðar og er afli þeirra í september þessi: Tjaldur (58 t) Dagur (201) Veiðif. Lestir 14 65 20 115 Veiðif. Lescir Hahdór G. (101) 14 22 Grímur (101) 16 38 Aldan 7 15 Viggó 6 9,5 Draupnir 4 9,2 Hafborg (opinn b.) 7 5,2 Dúfan, snurvoð 8 Milli 20 og 30 handfæra- bátar hafa lagt á land í mán- uðinum. Þá hefur Dagný SI 70 lagt á land 180 tonn og Siglfirðingur 136 tonn. Siglfirzkur skuttogari Skuttogarinn Dagný SI 70 kom til Siglufjarðar seint í ágúst. Er hann keyptur frá Þýzkalandi, um 500 lestir að stærð og tiltölulega nýtt skip. Er byggingarlag hans og ,,innrétting“ nokkuð ann- að en við eigum að venjast, en Þjóðverjar eiga nú all- marga skuttogara af þessari gerð, en flesta stærri. Togskip h. f. er eigandi Dagnýar og er hún gerð út frá Siglufirði. Skipstjóri á Dagnýu er Kristján Rögn- valdsson. Dagný hefur þegar lagt á land í Siglufirði um 180 tonn og er nú í sinni 3ju veiðiferð. Siglfirðingar hafa orðið fyrstir Islendinga til að eign- ast skutbyggð togskip. Fyrir nokkrum árum létu þeir byggja togskipið Siglfirðing, sem er skutbyggður og hef- ur reynzt hið ágætasta skip til togveiða Norðanlands. Þá hefur útgerðarfélagið Þormóður rammi í Siglufirði nýlega samið um smíði á 500 lesta skuttogara. Verður hann smíðaður hjá Stálvík h. f. í Arnarvogi og á að vera tilbúinn innan 15 mán. Togarinn Hafliði er nú í klössun á Akureyri og mun af þeim sökum verða frá veiðum í 2—3 mánuði. isiili

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.