Einherji


Einherji - 07.10.1970, Blaðsíða 4

Einherji - 07.10.1970, Blaðsíða 4
4 EINHERJI Miðvikudagnr 7. október 1970 Stödva þarí fólksflóttann á höfudborgarsvœdid — Hvenær hófst verzlun á Hvanunstanga? — Það mun hafa verið um aldamótin, sem R. P. Rís hóf verzlun á Hvammstanga. í Viðskiptasamvinnu Húnvetn- inga segir enn fremur, að Jón G. Möller, Jón L. Hann- esson og G. Gíslason C. Hay hafi stundað verzlun á Hvammstanga. Þann 28. desember 1908 er stofnað á Stóa-Ósi Slátrunarfélag Vest ur-Húnvetninga og á sama stað, 15. febr. 1909 er Verzl- unarfélag 'V.-Húnvetninga stofnað, en það varð síðar skammstafað K.V.H. er nafn- inu var breytt í Kaupfélag Vestur-Húnavatnssýslu. — Hvað eru margir íbúar í kauptúninu? — Þann 1. desember s. 1. voru þeir 343. — Hvað viltu segja um atvimiulíf á staðnum? —■ Hvammstangi er fyrst og fremst þéttbýliskjarni í landbúnaðhéraði og mótast atvinnulífið af verzlun, iðn- aði og þjónustustörfum við landbúnaðinn. Hér er slátrað á hverju hausti um 40 þús. fjár. Þá er hér starfrækt mjólkursamlag, trésmíðaverk stæði og bifreiðaverkstæði. Þá er hér starfandi sjúkra- hús, sem jafnframt er að hluta elhheimili. Starfa við það tveir læknar, héraðs- læknir og aðstoðarlæknir og hefur ekki verið neinum erf- iðleikum bundið að fá hing- að læikna, eftir að húsnæðis- mál þeirra voru tryggð. I fyrravetur var gerður út héðan bátur á rækjuveið- ar og aflinn unninn hjá verzl un Sigurðar Pálmasonar. — Vinnslan gekk vel og skap- aði atvinnu fyrir um 20 manns. Það er stutt héðan á gjöful rækjumið. I byrjun ágústmánaðar var keyptur hingað 20 tonna bátur frá Siglufirði. Eigandi bátsins er Theódór Guðjónsson. Bát- urinn verður gerður út á rækjuveiðar, en þann tíma, sem rækja veiðist ekki, mun hann fara á önnur mið. Þó yrði hann gerður út á skel- fisk á Húnaflóa, væri um hann að ræða, og aflinn þá að sjálfsögðu lagður hér upp. — Það kom ný og mikil grózka í atvinnulífið með rækjuvinnslunni, og eru all- ar líkur fyrir því, að fenginn verði annar bátur hingað og gerður út á rækjuveiðar og yrðu þá skapaðir atvinnu- möguleikar fyrir ca. 40 manns. Hingað vantar iðnaðar- menn: svo sem trésmiði, raf- virkja og fleiri iðnaðar- og athafnamenn. — Hverjar eru helztu framkvæmdir kauptúnsins? — Hér er nýbyggt félags- heimili og er enn unnið að frágangi þess. Eignarhlulur BRYNJÓLFUR SVEINBERGSSON, oddviti á Hvamms- tanga, svarar nokkrum spumingum er Einlierji lagði fyrir hann I sumar, um ástand og horfur í atvinnumálum á Hvammstanga o. fl. hreppsins er 45%. 1 júnímán- uði s. 1. var borað hér eftir heitu vatni. Holan er 100 m djúp. Upplýsingar um árang- ur borimarinnar liggja þó enn ekki fyrir. Ákvarðanir um frekari boranir verða teknar, þegar þær liggja fyr- ir. I sumar er verið að byggja yfir sjúkra- og slökkvibif- reiðar með tilheyrandi tækj- um. Ennfremur á að vera þar aðstaða fyrir beltisbif- reið. Þetta er gert í félagi við sýsluna. Sparisjóður Vestur-Húna- vatnssýslu er að byggja nýtt hús fyrir starfsemi sína. Þá eru þrjú íbúðarhús í smíðum. Unnið er að framkvæmdum við höfnina, í framhaldi af þeim endurbótum, sem byrj- að var á haustið 1969, en bryggjan var þá orðin mjög illa farin. Nú miðar fram- kvæmdum vel áleiðis og verða gerðar nýjar áætlanir um endanlegan frágang á bryggjunni, þannig að höin- in geti þjónað hlutverki sínu. Ennfremur er unnið að ný- lögnmn fyrir skólp og vatn og viðhaldi á eldri lögnum, vegaviðhaldi o. fl. — Fylgja ekki há útsvör í kjölfar þessara fram- kvæmda? — Við álagningu fyrir ár- ið 1970 var jafnað niður 2,5 milljónum kr. og notuðum við bara 80% af útsvarsstig- anum og veittmn auk þess 10% afslátt af útsvörum til þeirra gjaldenda, sem greiða útsvör sín á fjórum gjald- dögum, sem hreppsnefnd á- kveður og eru það flestir, sem greiða gjöld sín þannig, til hægðarauka fyrir sveitar- félagið og sjálfa sig. — Hvað um félagslíf og aðstöðu til þess? — Með tilkomu félags- heimilis gjörbreyttist aðstaða til félagslífs. Starfsemi kven- félags og ungmennafélags hefur eflzt mjög, síðan hús- ið var tekið í notkun. Sem dæmi um góða aðsókn rná nefna, að imgmennafélagið hélt nokkur skeinmtikvöld s. 1. vetur og sóttu þessar skemmtanir 80—100 manns hverju sinni. Kvenfélagið og ungmennafélagið æfðu í fé- lagi og settu á svið sjónleik, sem sýndur var hér og víðar við ágætar undirtektir. — Eitthvað um skólamál? — Af skólamálum er það helzt að frétta, að síðastlið- inn vetur lauk fyrsti nem- endahópurinn skyldunámi. En haustið 1968 var settur á stofn unglingaskóh og starfaði þá fyrsti bekkur um veturinn og s. 1. vetur 1. og 2. bekkur, og var þá jafn- framt rekin hér heimavist í félagsheimihnu fyrir börn utan Hvammstanga. Síðast- liðinn vetur voru í skólanum rúmir 80 nemendur. I vetur mun starfa hér 3. bekkur.' Skólastjóri er Sveinn Kjart- ansson. Unnið er að frekari athugun varðandi skólahald- ið og ekki ólíklegt, að hér verði á komandi árum starf- andi gagnfræðaskóli. — Hvað viltu segja urn framtíð Hvammstanga? — Hvammstangi er vel settur, í góðu landbúnaðar- héraði og mun halda fram að sinna þjónustustörfum. Ef góð afkoma er í sveitun- um, þá er einnig góð afkoma í kaupstöðunum, svo nátengt er þetta hvort öðru. Kaup- tún í bændahéraði eins og V.-Húnavatnss. er, þyrfti að geta boðið upp á fjölbreytt- ara atvinnulíf, þannig að sá starfskraftur, sem landbún- aðurinn hefur ekki þörf fyr- ir, geti horfið til Hvamms- tanga í atvinnuleit. Það er mikil blóðtaka fyrir fámenn byggðalög, að þurfa að horfa upp á, að dugmesti starfs- krafturinn, unghngarnir, verði að flýja hérað sitt til að afla sér tekna og mennt- unar, til undirbúnings fyrir lífsstarfið. Efliun landsbyggð ina þannig, að sem minnst þurfi að koma til þess. - Gamla fólkinu verður einnig að skapa aðstöðu til að geta verið sem mest útaf fyrir sig og sjá því fyrir starfi við hæfi. Fólksflóttann á höfuð- borgarsvæðið verður að stöðva. G. H. FjórðungssaiÉand Norðlendinga Fjórðungssamband Norð- lendinga (FSN) — samband sýslu- og sveitarfélaga á Norðurlandi — hélt hið ar- lega fjórðungsþing sitt á Blönduósi dagana 27. og 28. ágúst. Á þinginu fengu mörg norðlenzk sveitarfélög beina aðild að samtökunum, sem áður höfðu óbeina aðild gegn- um sýslufélögin. Var það í samræmi við lagabreytingar, er gerðar voru á síðasta þingi. Á þinginu voru mörg mál rædd. Mikið fjaliað um at- vinnumál og einkum þau sér- stæðu vandamál, sem steðja að landbúnaði á Norðurlandi nú sökum grasleysis og ösku falls. Sambandið fylgist með framkvæmd Norðurlandsáæll unar í atvinnumálum og voru gerðar ályktanir í sambandi við þau mál. Þingið ræddi samgöngumál Norðlendinga, og voru lögð fram frumdrög að samgöngu áætlun fyrir Norðurland, sem gerð voru af sérstakri mihiþinganefnd sambandsins. Er þar einkum fjallað um samgöngur milli byggða Norðurlands, sem þingið taldi grundvaharatriði í al- mennri uppbyggingu lands- hlutans. Á þinginu flutti Magnús E. Guðjónsson, framkv.stjóri Sambands ísl. sveitarfélaga, erindi. Fjórðungssamband Norð- lendinga hefur skrifstofu fyrir starfsemi sína að Gler- árgötu 24a, Ákureyri. Fram- kvæmdastjóri þess er Lárus Jónsson ,viðskiptafræðingur. Formaður Fjórðungssam- bandsins næsta ár var kjör- inn Jón ísberg, sýslumaður, Blönduósi, formaður ,og auk hans voru kosnir í Fjórðungs ráð Óskar Levý, Marteinn Friðriksson, Jóhann Salberg Guðmundsson, Stefn Frið- bjarnarson, Bjarni Einars- son, Ásgrímur Hartmanns- son, Björn Friðfinnsson og Jóhann Skaftason. Næsta Fjórðungsþing Norð- lendinga verður haldið í Ól- afsfirði á næsta ári. MJLLILANDAFLUGH) 25 ARA Framhald af 8. síðu hafnar. Það var ekki fyrr en 25. gúst, sem flugbáturinn gat haldið áfram ferðiimi. Lagt var upp frá Largs Bay kl. 11:20. Flogið yfir Helgo- land og suður yfir Kielar- skurðinn, flogið lágt yfir Kiel og þaðan til Kaupmanna hafnar og lent þar kl. 15:40. Áhöfn flugbátsins hafði sent skeyti til íslenzka sendiráðs- ins í Kaupmannahöfn og til- kynnt komu sína. Eitthvað gengu skeytasendingar seint á þessum tíma, því þegar TF-ISP lenti, var skeytið ekki ennþá komið til sendi- ráðsins. Brezkir hermenn komu út að flugbátnum og buðust þeir til að láta starfs- menn sendiráðsins vita um komu hans. Stuttu síðar komu svo Tryggvi Svein- björnsson sendiráðsritari, og Anna Stefánsson, sem einnig starfaði í sendiráðinu, til móts við farþega og áhöfn TF-ISP. Tveim dögum síðar, hinn 27. ágúst, var ákveðið að fljúga til Reykjavíkur. Allmargir Islendingar biðu fars í Kaupmannahöfn, og 15 farþegar tóku sér far með „Pétri gamla“ til íslands þennan dag. Lagt var af stað frá Kaupmannahöfn kl. 7:40 og lent í Reykjavík kl. 21:20. Þar með var fyrsti farþegahópurinn í milhlanda flugi kominn heim til Islands og jafnframt fyrsta flugið milli Islands og Norðurlanda orðið að veruleika. Brezka setuliðið réði yfir lendingar- stað flugbátsins í Skerjafirði svo þeir, sem ætluðu að taka á móti farþegunum, komust ekki þangað. Hins vegar fór vegabréfaskoðun og tollaf- greiðsla fram á Lögreglu- stöðinni í Pósthússtræti, og þar safnaðist margt fólk saman, þegar fréttist að millilandafarþegarnir væru væntanlegir. Þriðja mihilandaflugferðin sem TF-ISP f ór sumarið 1945 var í september, og voru þá fluttir 11 farþegar til út- landa. I þetta sinn varð flug- báturinn fyrir allverulegum töfum í Kaupmannahöfn. Á- stæðan var undiralda á Eyr- arsundi, sem torveldaði flug- tak. Heim kom svo flugbát- urinn „Pétur gamli“ tinn 20. september. Þá var flogið beint frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur á 9 klst og 45 mínútum. Sumarið 1945 voru far- þegar Flugfélagsins milh landa 56. Um áramótin 1945 til 1946 samdi Flugfélag Is- lands við skozkt flugfélag um leigu á tveim Liberator flugvélum til reglubundins millilandaflugs, sem hófst vorið 1946. Þetta fyrirkomu- lag hélzt í 2 ár, unz Flugfé- lag íslands eignaðist Sky- masterflugvéhna „Gullfaxa“ tveim árum síðar. Nú, 25 árum eftir fyrsta millilandaflug landsmanna, fljúga þotur oft á dag milli Islands og nágrannalandanna og þá vegalengd, sem „Pétur gamli“ flaug á 6 tímum og 4 mínútum árið 1945, flýgur þota Flugfélagsins „Gullfaxi' nú á röskum 1% tíma. En kannski segir tímamismunur inn ekki mestu söguna, held- ur sá reginmunur d þægind- um, sem farþegar þá og nú verða aðnjótandi. Og þótt þeir, sem unnu að undirbún- ingi og framkvæmd fyrsta millilandaflugsins, hafi verið bjartsýnir og dreymt stóra drarnna, er vafasamt að nokkurn hafi órað fyrir hinni skjótu þróun í flugsamgöng- mn mihi Islands og annarra landa, sem átt hefur sér stað á þeim aldarfjórðungi, sem liðinn er, síðan hið sögu- fræga flug Katalína-flugbáts- ins „Péturs gamla“ var farið. Reykjavík, 11. júlí 1970. Sv. S.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.