Einherji


Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 1

Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 1
DÚAL og NORDMENDE stereotæki. National segulbandstæki margar gerðir. Kadíó- og Sjónvarpsþjónustan, Sauðárkróki. Blaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. 7. tölublað. Mánudagur 30. nóv. 1970. 39. árg. Myndavélar — Sýningarvélar Filmur — Flassperur Myndarammar Ljósmyndastofa St. Pedersen Sauðárkróki Nýtt íþróttasvæði á Sanðárkróki Myndin er af hinu nýja íþróttasvæði á Sauðrkróki. Á s. 1. sumri var unnið að verulegum framkvæmdum á svæðinu, það alit þakið og stallar hlaðnir fyrir áhorf- endur. Auk þess geta þús- jundir áhorfenda notið alls jþess, sem þar fer fram, úr brekkunum ofan við svæðið. Til hægri á myndinni er simdlaugin, en gamli malar- völlurinn er til vinstri. Hér á að halda landsmót Ungmennafélags Islands dag- ana 10. og 11. júlí á næsta ári. Hafnarnes Sl 77 Um s. 1. mánaðamót var keypt til Siglufjarðar 250 lesta togskip, er hlaut nafn- ið Hafnarnes S I 77. Er hér um að ræða 10—12 ára gam- alt skip, áður Sigurð Bjarna- son frá Akureyri. Kaupand- inn er útgerðarfélagið Höfn h. f. og er kaupverðið um 21,5 millj. kr. 14 manna áhöfn er á Hafn- amesinu, allt Siglfirðingar. Skipstjóri er Arngrímur Jóns son, 1. stýrimaður Ólafur Rögnvaldsson og 1. vélstjóri Ásgrímur Sigurðsson. Skip- ið fór þegar á togveiðar. Hafnarnes mun leggja afla sinn hér á land. hjá hrað- Mjög alvarlegar horfur eru nú í samgöngumálum ; Siglfirðinga, þar sem fyrir- i hugað er að snjómokstur af Sigluf jarðarvegi skuli aðeins framkvæmdur einu sinni í viku. Þar sem Drangur mun að öllum líkindum ekki verða í förum milli Akureyrar og Siglufjarðar í vetur, svo og flugvöllurinn að sjálfsögðu lokaður, er landleiðin einu samgöngurnar sem Siglfirð- ingar hafa, og því algjörlega háðir þessari samgönguleið. Það virðist því augljóst, að þeir háu ráðamenn, sem með þessi mál fara, geri sér litla grein fyrir þeim afleið- frystihúsinu Isafold. Einherji óskar Siglfirðing- irm til hamingju með þessa góðu viðbót við siglfirzka út- gerð., sem enn þarf að auk- ast. Frystihúsið Isafold hefur tekið á móti um 1000 lestum af fiski fram til 1. nóv. á þessu ári. Þrjá fyrstu mán- uðina, jan.—febr., var svo til engin vinnsla. Þá hafði frystihúsið ekkert togskip. I sumar var hráefni á köfl- um ekki nóg, en í haust hef- ur það verið sæmilegt vegna línuveiðanna. — Hjá ísafold vinna nú um 60 manns. ingum, sem slík þjónusia, ; sem hér um ræðir, hefur á byggðarlagið. Samkvæmt upplýsingum sérleyfishafa mun hann eng- ar skyldur hafa við Siglu- fjörð yfir veturinn, eftir 31. október, en Flugfélag Is- lands og Póstur og sími munu vera búin að semja um ferðir við sérleyfishafann í beinu sambandi við flugið á Sauðárkrók, þ. e. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Það kemur því Siglfirðing- um æði kynlega fyrir s jónir, að ekki skuli vera mokað tvisvar í viku, þurfi þess með, eins og gert er á flest- um aðalleiðum öðrum, þótt Afli lagður á lantí í Siglufirði Tíu fyrstu mánuði þessa árs nam afli, lagður á land í Siglufirði, 5680 lestum, en í fyrra 7354 lestum. I okt. komu á land 382 lestir, en í okt. í fyrra var aflinn 617 lestir. Þarna munar mestu að togarinn Hafliði er í við- gerð (3 mánuði) og landar engum afia, og togskipin sigla bæði með afla í mán- uðinum. Togskip lögðu aðeins á land. 101 lest, Dagný 60 1. og Siglfirðingur 41 lest. 12 línu- bátar (flestir 7—11 t) lögðu I á land 250 lestir. þar af íTjaldur 68 lestir og Dagur 62 lestir, en báðir töfðust þeir frá veiðum, annar vegna bruna, en hinn af vélabilun. 4 færabátar lögðu á land 24 lestir og 1 bátur (snurv.) 7 lestir. Afli á línu var mjög sæmilegur, þegar á sjó gaf. ekki sé um að ræða jafn ein- hliða samgöngur og til Sigiu- fjarðar að vetri til. Oft á tíðum er hér aðeins um smámokstur að ræða, t. d. í svonefndum Skriðum. Siglfirðingar krefjast úr- bóta í þessum málum, þann- ig að tvisvar í viku verði leiðin rudd, t. d. á mánudög- um og föstudögum. SAMGONGUMÁL siglfirðinga I SJÖVINNUSKÚU Á SIGLUFIRÐi ! Tveir af þingm. Framsókn- ' arflokksins í Norðurl.kjörd. vestra, þeir Jón Kjartansson og Ólafur Jóhannesson, hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar þess efnis, ?ð ríkisstjórnin vinni að því í samráði við bæjarstjórn Siglufjarðar, að koma á fót sjóvinnuskóla eða námskeið- um í Siglufirði. I greinargerð er bent á, að sjómennska sé ein meginstoð íslenzks atvinnulífs og nauð- syn þess að þeir, sem við hana fást, kunni vel til verka. Það er því mikilvægt, að þeir eigi kost á starfs- menntun og verkþjálfun. Það fer vel á því að slík- um skóla eða námskeiðum væri valinn staður í Sigiu- firði. Nýr skóli vígður: HUNAVELLIR Þann 7. nóv. s. 1. var hinn nýi heimavistarskóli þeirra Austur-Húnvetninga, Húna- vellir, formlega vígður. Skól- inn tók til starfa fyrir ári síðan, og fyrirhugaðri bygg- ingu er hvergi nærri lokið enn. Eftir er sá hlutinn, þar sem fram eiga að fara íþrótt- ir og sund, svo og mötuneyti. Þá er eftir að byggja íbúðir starfsfólks, annarra en kenn- ara. Nemendur í skólanum nú eru 114, á aldrinum 9—14 ára. 76 nemendur eru í skól- anum í einu, það er 38 ungl- ingar 13 og 14 ára í tveim deildum, eru allan tímann, eða 7 mánuði. Fara aðeins heim um helgar. Hin börnin, 9, 10, 11 og 12 ára, eru til jSkiptis, þannig að aðra vik- |una eru 9 og 10 ára börn, | en hina 11 og 12 ára, en þau (eru alls 8 mánuði samtals. Við skólann kenna 4 fastir kennarar, með skólastjóra, sem er Sturla Kristjánsson. Auk þess eru 2 stundakenn- arar. Matráðskona er Björk Kristófersdóttir, og með 'henni starfa 4 stúlkur. Sex hreppar Austur-Húnavatns- sýslu standa að skólanum. ! Skólabyggingin mun þegar hafa kostað um 38 millj. kr. Ríkið greiðir 75% bygging- ! arkostnaðar, en viðkomandi i hreppsfélög um 25%. Skól- inn stendur um 20 km frá Blönduósi. Barnafræðsla og skyldunám 24 skólar í Norðurlandskjördæmi vestra. — Fækkað um 9 á fimm árum. Á þessu skólaári munu vera 24 barnaskólar í Norð- urlandskjörd. vestra. Sumir þeirra ná yfir allt skyldunám ið. Fyrir 5 árum voru þeir 33. Við þessa skóla starfa 55 fastráðnir kennarar og 24 stundakennarar og er stunda kennslan víða aðallega í söng handavinnu og leikfimi. I þessum skólum munu kennslu stundir á viku vera nálægt 2000. Af þessum skólum eru 2 starfandi í kaupstöðum, Sauðárkróki og Siglufirði, 12 í hreppum Skagafjarðar, 5 í Austur-Húnav.s. og 5 í Vestur-Húnavatnssýslu. I 11 hreppsfélögum er enn kennt með undanþágu frá 15 ára fræðsluskyldunni. I 8 skólum eru heimavist- ir og í 5 skólmn er nemend- um ekið í skólann. , 5 farskólar eru enn í kjör- dæminu. Erfiðlega hefur gengið að , sameina tvö eða fleiri hrepps félög um einn skóla, enda sumsstaðar ýmsum vand- kvæðum bundið. Annars staðar hefur þetta breytzt verulega síðustu ár, t. d. i Austur-Húnavatnssýslu, þar sem hinn nýi skóli að Húna- völlum nær yfir 6 hreppa. Og verið er að byggja skóla að Laugabakka í Vestur- Húnav.sýslu, sem 4 hreppar munu standa að. I Skagafirðinum heíur breytingin orðið mun hægari, sem sést á því, að þar starfa enn 12 skólar í 14 hreppum sýslunnar. BANASLYS Þann 27. nóv. s. 1. beið Jón Gunnar Þórðarson, símaverk- stjóri, Hverfisgötu 34, Siglu- firði, bana, er símabíllinn fauk út :af veginum frá Sauðanesvita upp á Siglu- fjarðarveg. Bíllinn kastaðist niður 200 metra skriðu nið- ur í fjöru. Var Jón Gunnar látinn er að var komið. Ann- Jar bíll var á eftir og stönz- uðu báðir bílarnir errokhviða reið yfir og svipti bílnum fram af. — Jón Gunnar var (35 ára. Lætur hann eftir sig konu og 3 börn.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.