Einherji


Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 2

Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 2
EINHERJI Mánudagnr 30. nóvember 1970. AUGLÍSIR Ný reglugerð - Nýjar stærðarregiur Hinn 2. október s. 1. tók gUdi ný reglugerð um lánveitingar hús- næðismálostjórnar. Fjallar hún um lánveitingar til ebistakl- inga tU byggingar nýrra íbúða, meiri háttar viðbygginga eða tU kaupa á nýjum íbúðum; um lán tU framkvæmdaaðUa í bygg ingariðnaðinum vegna íbúðarbygginga; um lán tU bygginga leiguíbúða í kaupstöðum og kauptúnum; um lán tU einstaklinga vegna kaupa á eldri íbúðum; um lán tU sveitarfélaga vegna út- rýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Telur stofnunin Jjörf á að vekja nú, öðru fremur, athygU á eftirfarandi atriðum hinnar nýju reglugerðar: I. Breytingar hafa orðið á l>eim ákvæðum, er gUda um íbúð- arstærðir iibuia ýmsu f jölskyldustærða. Eru þau nú á þenn an veg: „Við úrskurð um lánshæfni umsókna skal húsnæðismála- stjórn fylgja eftirfai'andi reglum, varðandi stærð nýbygg- biga, miðað við innanmál húsveggja: a) Fyrir einstalclbiga hámarksstærð 50 m2. b) Fyrir 2ja—3ja manna fjölskyldu, hámarksstærð 100 m2 í fjölbýlishúsum, en 110 m2 í einbýlishúsum. c) Fyrir 4—5 manna íjölskyldu, hámarksstærð 120 m- í f jölbýlishúsiun, en 125 m- í einbýlishúsum. d) Fyrir 6—8 manna fjölskyldu, hámarksstærð 135 m2. e) Ef 9 manns eða fleiri eru í heimiU má bæta við hæfi- legum fermetrafjölda fyrir hvem fjölskyldumann úr því, með þeirri taltmörkun hámarksstærðar, að elcki verði lánað út á stærri íbúðir en 150 m2. Um c- og d-Uði skal þess sérstaklega gætt, að herbergja- fjöldi só í sem mestu samræmi við fjölskyldustærð. Við mat fjölskyldustærðar skal einungis miðað við þá, sem skráðir eru tU heimilis hjá hlutaðeigandi umsækjanda, samkvæmt vottorði sveitarstjómar. H. Lánsréttur sérhverrar nýrrar íbúðar, sem sótt er um lán tU, ákvarðast af dagsetningu úttektar á ræsl (skolplögn) í grunni. Anast byggingarfuUtrúi hvers byggðarlags l>á út- tekt. GUdir þessi ákvörðun frá og með 2. olct. s. 1. og frá og með sama tíma feUur úr gildi sú viðmiðun er áður réði lánsrétti (úttekt á undirstöðum I grunni) (sjá g-Uð 7. gr.. rig.). HI. Eindagi fyrlr skU á lánsumsóknum vegna nýrra íbúða verður hér eftir 1. febrúar ár hvert, en eigi 16. marz, eins og verið hefur tU læssa. Tekur hinn nýi eindagi Jægar gUdi, en verður nánar auglýstur síðar. Húsnæðismálastofnunln hvetur alla þá, er þessi mái snerta með einliverjum hættl, tU þess að afla sér hinnar nýju reglugerðar um lánveitingar húsnæðismálastjómar. Er unnt að fá hana í stofnuninni sjáifri og eins verður hún póstsend þeim, er á henni þurfa að halda og l>ess óska. Reykjavík, 16. október 1970. HOSNffllSMÍLASTOFNilN RÍKISINS LAUGAVEGI 77, SÍMI 22453 1. Samvinnutryggingar bjóða yður' innbús- tryggingu fyrir lægsta iðgjald hér á landi. 200 þúsund kr'óna brunatrygging kostar aðeins 300 krónur á ári í 1. flokks steinhúsi í Reykjavík. Samvinnutryggingar hafa lagt rika áherzlu á að hafa jafnan á boðstólum hagkvæmar og nauðsynlegar tryggingar fyrir íslenzk heimili og bjóðum nú m.a. eftirfarandi tryggingar með hagkvæmustu kjörum: INNBÚSTRYGGING m VERÐTRYGGÐ LÍFTRYGGING er hagkvæm og ódýr líftrygging. Trygg- ingaupphæðin og iðgjaldið hækkar árlega eftir vísitölu framfærslukostnaðar. Iðgjaldið er mjög lágt t.d. greiðir 25 ára gamali maður aðeins kr. 1.000,00 á ári fyrir líftryggingu að upphæð kr. 248.000,00. SLYSATRYGGING Slysatrygging er frjáls trygging, sem gildir bæði i vinnu, frítíma og ferðalögum. Bætur þær, sem hægt er að fá eru dánarbætur, örorkubætur og dagpeningagreiðslur. Slysatrygg- ing er jafn nauðsynleg við öll störf. ÞEGAR TJÓN VERÐUR Allt kapp er lagt á fljótt og sanngjarnt uppgjör tjóna. Við höfum færa eftirlits- menn í flestum greinum, sem leiðbeina um við- gerðir og endurbætur. Þér getið því treyst Sam- vinnutryggingum fyrir öllum yðar tryggingum. 2. HEIMILISTRYGGING Í henni er innbúsbrunatrygging, skemmd- ir á innbúi af völdum vatns, innbrota, sótfalls o.fl. Húsmóðirin og börnin eru slysa- tryggð gegn varanlegri örorku og ábyrgðartrygg- ing fyrir alla fjölskylduna er innifalin. 3. HÚSEIGENDATRYGGING Húseigendatrygging er fyrir einbýlishús, fjölbýlishús eða einstakar ibúðir, þ.e. vatnstjónstrygging, glertrygging, foktrygging, brottflutnings- og húsaleigutrygging, innbrots- trygging, sótfallstrygging og ábyrgðartrygging. 5. 6. SAMVirVNUTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 Húseigendatryggingin innileinr eftirfarandi tryggingar: VATNSSKAÐATRYGGINGU GLERTRYGGINGU FOKTRYGGINGU INNBROTSTRYGGINGU BROJTFLUTNINGS- og HÚSEIGENDATRYGGINGU SÓTFALLSTRYGGINGU ÁBYRGÐARTRYGGINGU HÚSEIGENDA I húseigendatryggingunni eru sameinaðir í eina trygg- ingu fasteignatryggingar, sem hægt hefur verið að kaupa sérstaklega undanfarm ár. Með þessari sameiningu hefur tekizt að lækka iðgjöld verulega. ATH.: 90% af iðgjaldi er frádráttarhæft við skatta- framtal. Kynnið yður hin hagkvæmu tryggingakjör I MBOÐSMENN UM LAND ALLT

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.