Einherji


Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 3

Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 3
Mánudagur 30. nóvember 1970. EINHEKJI 3 t JÖN GUNNLAUGSSON Fípddur 13. febrúar 1899. — Dáinn 19. okt. 1970. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Þessi orð úr Hávamálum komu mér í ihug, er ég heyrði andlát vinar míns, Jóns Gunnlaugssonar, Mjóa- felli. Hann varð fyrir slysi við vinnu sína og lézt af af- leiðingum þess. Jón var á sjötugasta og öðru aldursári, fæddur 13. febr. 1899. á Mjóafelli í Fljót um, sonur hjónanna Gunn- lauis Jónssonar og Sigriðar Guðvarðardóttur, er þar bjuggu.— Jón Gunnlaugsson var meðalmaður á hæð, vel T,axinn. Hann var sérlega þrekinn um herðar og þykk- ur undir hönd, enda karl- menni að burðum og kapp- samur. Þegar ég flutti í Fljótin vorið 1938, bjó Jón á Mjóafelli með móður sinni, sem þá var ekkja og syslur sinni, Guðrúnu. Á þessum árum var enginn akvegur um Fljótin, bændurnir urðu því að flytja nauðsynjar til heimila sinna á hestum, eða leggja byrðamar á eigin herðar. Ýmsar vörur voru sóttar til Ólafsfjarðar, eink- um fiskmeti. Á milli Fljóta og Ólafsfjarðar er Lágheiði, yfir hana var þá enginn veg- ur og fá kennileiti. Þessar ferðir vom bæði áhættusam- ar og erfiðar. Þessa leið og fleiri fór Jón bæði fyrir sig og aðra. Oft vora nokkrir menn saman í lest með hesta í taumi, sem bám klyfjar eða drógu æki. Alltaf var Jón fyrstur í lestinni, þvi bæði var h'ann óvenju ratvís í hríðum og dimmviðri, og afar kjark- og þrekmikill. Hann hafði auk þess góða og trausta hesta. Fg nefni aðeins ferðir yfir heiðina, en sama gilti um öll önnur ferðalög um fjöll og byggð- ir, alltaf hafði Jón foryst- una og aldrei heyrði ég að hann hefði villzt af réttri leið. Jón Gunnlaugsson var [greindur maður, að mestu sjálfmenntaður. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum í Holtshreppi, var meðal ann- ars oddviti og sýslunefndar- maður um árabil. Hann var sérlega greiðugur, góðviljað- ur og hjálpsamur með af- brigðum, en hirti lítt um að safna veraldarauði fyrir sjálfan sig. Hann vildi alltaf vera veitandi, og vegna frá- bærs dugnaðar gat hann allt- af miðlað öðrum, en þurfti aldrei að þiggja neitt. Jón kvongvaðist ekki og átti engin börn, en hann ól upp systurson sinn og auk þess voru hjá honum ungl- ingar um lengri eða skemmri tíma, sumir ár eftir ár. Svo að lokum: Far þú í friði, — hafðu þökk fyrir allt og allt. Öllum ástvinum Jóns vil ég færa mínar dýpstu samúðarkveðjur. Pétur Guðmundsson, Hraunum. UM DAGINN OG VEGINN Dilkar vænni en í fyrra. — Sauðfé og hrossum fækkar í héraðl. Hausttíð hagstæð. Hvammstanga, 14. nóv. Góð hausttíð kom sér vel á gormánuði. Það er fyrst nú siðustu daga, að brá til rosa með nokkurri snjókomu. — Sauðfjárslátrun hófst hjá K.V.H. 21. sept. og lauk 26. okt. Slátrað var 33800 kind- um. Er það um 2150 kindum færra en 1969. Fé var sæmi- legt til frálags og meðalfall- þungi dilka rúm 15 kg. Er það nokkru betra en í fyrra, enda voru þeir þá sérstak- lega rýrir. Einnig fór fram sauðfjárslátrun hjá Verzlun Sig. Pálmasonar, eins og áð- ur. Vafalaust fækka bændur á fóðrum, bæði sauðfé og hrossum, og engin lömb eru sett á vetur iað þessu sinni. Er það bæði vegna öskufalls- ins og skorts á heyjum. — Hey urðu lítil, en nýting sæmileg. Engin vinna er úr sjávarafla hér nú, en vinnsla á rækju hefst vonandi innan tíðar, ef eitthvað veiðist. — Annars er hér allt meinhægt og stóráfallalaust. G. S. Afli tregur. Reynt við hörpu- disk. Skipasmíðar hefjast. Sauðfé og hrossmn fækkar. Skagaströnd, 14. nóv. Hausttíð var góð, en í gær og fyrradag setti niður all- mikinn snjó. I dag er veður aftur batnandi. Helga Björg hefur hafið veiðar með línu, en afli er tregur. Arnar stundar togveiðar, en hefur stundum siglt með aflann. Atvinna hefur því ekki ver- ið næg í landi. Tveir bátar stunda rækju- veiðar, en afli misjafn og rækjan smá. — Leitað var hörpudisksmiða hér í flóan- um og fannst allmikið magn, en fiskurinn reyndist dauður eða skelin tóm. Norður af Höfðakaupstað reyndist skel- fiskurinn bezt, og er nú einn bátur að undirbúa veiðar. — Skipasmíðar era að hefjast hér. Er það smíðaverkstæði Guðm. Lárussonar, er stend- ur fyrir þeim framkvæmd- um. Munu þær fara fram í hluta af húsum S. R. Er þeg- ar lagður kjölur að fyrsta bátnum, sem þama verður smíðaður. Er það 18—20 sss a x ; !• Li-sW.-í: ; w ■ lesta bátur. — Um 100 nem- endur eru í skólanum á aldr- inum 7—15 ára. Er það allt skyldunámið og 3ji bekkur. Er það svipaður fjöldi og s. 1. skólaár. — Sauðfé fækk- ar og hrossum líka. Stafar það af lélegri sprettu og litl- um heyfeng bænda. Heimtur á skepnum urðu sæmilega góðar. J. P. Sauðfjárslátrun hjá Kaup- félagi Skagfirðinga lauk 23. október. Alls var slátrað á vegum þess 46.881 kind. Á slátur- húsinu á iSauðárkróki var lógað 39.368 og reyndist meðalvigt dilka 14.125. — Þyngsta dilkinn, sem kom í húsið, átti Leifur Þórarins- son í Keldudal. Vóg hann 33,5 kg og er þyngsti dilks- kroppur, sem komið hefur í sláturhús K. S. Þá var dilk- ur frá Stefáni Gissurarsyni Valadal 29 kg og Geirmundi Valtýssyni á Geirmundar- stöðum, sem var 28 kg. Hæstu meðalvigt mun Bald- ur Sigurðsson í Vesturhlíð hafa haft, 18 kg á 130 dilka, og bændurnir á Hóli í Sæ- mundarhlíð, Bjarni og Grét- ar Jónssynir, 17,6 kg og alla dilka í fyrsta flokk, alls á þriðja hundrað. Á sláturhúsi K. S. á Hofsósi var slátrað 6073 fjár og reyndist meðal- vigt dilka þar 13,954 kg. Á Siglufirði sá K. S. nú um slátrun fjárins í fyrsta sinn. Var slátrað þar 1440 fjár. Meðalvigt var þar 15.845 kg. Að lokinn fjárslátrun hófst svo stórgripaslátrun, og var slátrað hjá K. S. 670 stórgripum. Hjá Slátursamlagi Skag- firðinga var slátrað 5688 fjár. Meðalvigt reyndist 13,48 kg án nýrnamörs. — Þyngstu dilkana áttu Þór- anna Jónsdóttir Reykjarhóli og Ólafur Gunnarsson Mikla- bæ 29,6 kg. Stórgripaslátrun stendur nú yfir hjá Sveini Jóhanns- syni á Varmalæk. Aflabrögð léleg. Heyfengur langt fyrir neðan meðallag. Kalskemmdir miklar, eink- um í útsveitum. Hofsósi, 16. nóv. f dag seldi Halldór Sigurðs son í Bretlandi 30 lestir fyr- ir tæpa eina millj. kr. S. 1. sumar voru aflabrögð sæmi- leg og þá um leið vinna í frystihúsinu. Síðan tók sláturtíð við, en að henni lokinni hefur vinna verið sáralítil. Mikil aflatregða og svo hefur Halldór siglt nú síðast. Einn bátur, Berghild- ur, 22 t., var ihér með snur- voð, en afli mjög tregur. Er nú byrjað með línu, en sama aflaleysið. Frystihúsið hér var búið að greiða í vinnu- iaun um miðjan sept. um 4 millj. kr. — Unnið var í höfninni við að gera tré- bryggju innan á garðinn. — Hausttíð til landsins hefur verið góð, fram til síðustu daga. Snjólítið er enn, en víða áfreði og illt til jarðar. Heyfengur var hér í nær- sveitum mun minni en oft- ast áður. Frá % °g niður í helming af meðalheyskap. Kalskemmdir voru mjög miklar, einkum norðan Hofs- óss með sjónum, allt út í Fljót, en í Óslandshlíð og inn til dala mun betra. P. J. Lógað var 52 þús. fjár og 1150 nautgripum og hross- um. Atvhuia næg. Hausttíð góð. Blönduósi, 17. nóv. Sauðfjárslátrun hófst 10. sept. og lauk 22. okt. Slátrað var um 52 þús. fjár. Meðal kroppþungi dilka var 14,3 kg. Er það svipað og í fyrra. Nautgripa- og hrossaslátr- un er nýlokið. Lógað var 400 nautgripum og 750 hrossum. Er það meira en í fyrra. Við sauðfjársltrunina störfuðu 120 til 130 manns. Mjólkur- magn, innlagt, hefur verið um 4% meira en í fyrra, en mun nú í nóv. svipað og áð- ur. Líklegt er að bændur fækki eitthvað á fóðrum, bæði af sauðfé, hrossum og kúm. Verið er að byggja við barnaskólann. Atvinna hefur verið goð, og vegavinna var hér mikil. Hausttíð hefur verið hag- stæð og snjór lítill, þar til síðustu daga. Á. J. 150 nemendur í Reykjaskóla. Skólastjóraíbúð í smíðum.— Bændur fækka á fóðrum. Reykjaskóla Hrútafirði, 14. nóv. Skólinn tók til starfa í byrjun okt..Þá hófstkennsla í 3. og 4. bekk. 11. okt. hófst svo kennsla í 1. og 2. bekk og þar með starfsemi skól- ans að fullu. Nemendur eru í vetur 150, og er það meira en fullsetinn skóli. Við skól- ann starfa nú 6 fastráðnir kennarar, auk skólastjóra, og 2 stundakennarar. Skólastjóraíbúð er í bygg- ingu og verður væntanlega tilbúin seinna í vetur. Lóð skólans var allmikið lagfærð á s. 1. sumri. Steypt gang- stétt við skólann og komið upp götulýsingu. Allt til mik illa bóta. Heilsufar er gott í skólanum það sem af er. Skepnuhöld reyndust furðu góð hér í sveit, en sauðfé og hrossum fækkar, og líklega kúm líka, vegna ónógs hey- fengs s. 1. sumar. Tíðarfar hefur verið gott og snjólaust að kalla til síðustu daga. Ó. Þ. Vísnapátlur Erla skáldkona kvað: Málið slétta, ljúft og létt laust við bletti, hjóm og galla Staka, réttum stuðlum sett, stundum glettin, hrífur alla. Þráin til heimahaganna er ríkur þáttur í kveðskap flestra skálda. Gísli frá Ei- ríksstöðum orkti þegar hann eitt sinn kom í Svartárdal: Útlaganna öfug spor ekki eru mæld né talin. Sálar mínnar sól og vor sæki ég enn í dalinn. Vorþrá og vorkoma er öll- um hugstæð. Sigurjón Guð- mundsson á Fossum kveður: Leysir geira, laut og eyri ljúfur þeyr að morgni dags. Raddir heyri, fleiri og fleiri, fjölgar meir til sólarlags. Framhald á 7. síðu VALPRENT H.F. Glerárqötu 24 — Akurei/ri Sími (9fí)12R44 — Pósthólf 290 VIÐSKIPTAVINIR ! VIÐ HÖPUM PLUTT PRENTSMIÐJU I NÝ HÚSAKYNNI AÐ GLERÁRGÖTU 24 GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LlTA INN

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.