Einherji


Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 4

Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 4
4 EINHERJI Mánudagur 30. nóvember 1970. Eg fann aftur minn grœna hatt Rætt við SIGTJRÐ B. MAGNÚSSON á Sauðárkróki. 1ÉG SÁ HANN koma á drátt- arvélinni sunnan götuna og stöðva bana við húsið sitt hérna i bænum. í>að stóð eitt og dálítið sérstakt út af fyr- ir sig í sinni kyrrð og lét ekki truflast af umhverfi sínu. Það voru heypokar bundn- ir aftan á dráttarvélina. Hann var að koma frá fjár- geymslu. Þetta mun hafa skeð um hádegisbil einhvern tíma á útmánuðum í fyrra vetur. Sólin skein fagurlega á útitekið andht hans. Mér virtist það karlmanniegt og barnslegt í senn. „Kanntu kvæðið hans Skúla,“ kaliaöi harm á móti mér á meðan ég var á leiðinni til hans. Kg áttaði mig ekki strax. „Kvæð ið hans Skúla Guðmundsson- ar“. „Nei“, sagði ég. Þá fór hann með allt kvæðið án þess að reka í vörðurnar. Á eftir vissi ég, að honum mundi þykja vænt um landið sitt. Mér varð litið á hendur hans, vinnulegar og fallega lagaðar og þannig var einn- ig vöxtur hans. Þessi maður hafði áreiðanlega „flogist á berhentur“ við örðugleika sína, með kvíðan innibyrgð- an, án þess að kvika frá settu marki. — Og maður- inn, Sigurður B. Magnús- ússon, ásamt nokkrum öðr- um ónefndum. varð mér á þessari stundu persónugerf- ingur þeirrar seiglu, sem haldið hafði þjóðinni lifandi gegnum hörmungar sínar. Hjá mér kviknaði löngun til að komast í sálufélag við þennan mann. Það varð ekki fyrr en mörgum mánuðum seinna, að ég gat tekið haim tali. 1 — Hvar ertu fæddur, Sig- urður? — Ég er fæddur á Njáls- stöðum í Austur-Húnavatns- sýslu. Foreldrar mínir, Guð- rún Einarsdóttir og Magnús Steingrímsson, bjuggu þar. — Hvað er þér minnis- stæðast frá uppvaxtarárun- um? — Mér eru minnisstæðar ýmsar vistir, sem ég var í. Og vildi ég þá fyrst nefna þegar ég fór fyrst í burtu frá foreldrum mínum til sumardvalar á áttunda ári. En það var til hjónanna Al- berts Björnssonar og konu hans Hólmfríðar, að Neðsta- bæ. Næst lá svo leiðin að Kirkjubæ til Halldóru Ein- arsdóttur og Jóns Jónsson- ar. Halldóra var gáfukona, skáldmælt og gerði oft að gamni sínu við mig. Og eitt sinn kastaði hún fram þess- um vísum: Þetta er hann Siggi sýr, sem að hérna rekur kýr. Hefur orm í auga skýr, er hann kaupamaður dýr. Oft er hann í snúning snar snotur líka og býsna rar, því hann elskar allar þar ungu dalameyjarnar. Þótt þessir staðir séu nefndir hér, er auðvitað margs fleira að minnast frá þessum árum, m. a. veru minnar í Vallanesi hjá þeim sérstæða persónuleika Valdi- mar Guðmundssyni. En þang að fór ég ellefu ára gamall. Þar lenti ég í því ævintýri að fara í göngur fram á f jöll og ganga til Stafnsrétt- ar. Þar lá ég í tjöldum með gangnamönnum við söng og annan gleðskap, svo sem títt er í slíkum ferðum. Valdimar var mér góður og hafði á mér nokkurt dá- læti. Þá var maður léttur á sér og fjörmikill. Lýsti bann mér á þá leið, þegar honum líkaði bezt við mig, að engu væri líkara en ég væri af því Vallhyltinga- bergibrotinn, eins og hann orðaði það. En sjálfur var hann með afbrigðum léttur í hreyfingum, eins og kunn- ugir þekkja. Um haustið fylgdi hann mér heim, vestur í Hallárdal, þar sem foreldrar mínir bjuggu þá. Er mér minnis- stætt hvað hratt hann fór yfir. Hljóp hann þó aðeins af baki til að láta hestana blása mæðinni. En hestar Valdimars voru landsþekktir gæðingar. Um jólaleytið fókk ég sendingu frá Valdimar. Var það kerti og spil og eitt- hvert góðgæti. í bögglinum var bréf, sem gladdi mig mikið. Þar lét hann þess get- ið að gjöfin væri ekki stór, en henni fylgdi vinarþelsvott- ur, sem væri kannske eklti alveg einskis virði. Svo skeði það ári seinna, skömmu fyrir haustgöngur, að Va’dimar kemur með týgjaðan hest og vill fá mig ti1 að fara með sér og vera um óákveðinn tíma. En ég hafði þá verið ráðinn til ann- ars manns og gat með engu móti riftað því. Næst verður það svo upp úr fermingu, að ég fer að Eyjakoti til Sigurjóns Jó- hannssonar og Jóhönnu Jó- hannsdóttur. Hjá þeim hjon- irm varð ég viðloða í sex ár, alla veturna, sumrin og vor- in, að miklu leyti. Sá ég þar um búið, eftir því sem geta og þroski óx. Þá f jölgaði bú- peningi að mun. Fór ég þá einnig að eignast skepnur og átti um fimmtíu fjár, þegar þessum tíma lauk. 2 Mig hafði lengi langað til að leita mér upplýsinga og þekkingar umfram það, sem krafizt var til fermingar. Brá ég nú til þess ráðs, þrátt fyrir gróðahyggju, sem mér var nokkuð í blóð borin, að farga skepnum mínum að mestu leyti og sækja um skólavist við al- þýðuskólann á Laugum, sem þá var tiltölulega ný stofn- un og hafði orð á sér fyrir það, að ungt fólk sækti þangað þroska og nokkurn frama. Varð það úr, að ég fór í skólann haustið 1932. Ætla ég ekki að reyna að lýsa þeim mikla mun, að koma úr fámenni og af- skekkt, á þetta fjölmenna skóla- og menningarsetur, þar sem bæði var alþýðu- og húsmæðraskóli. Hús hituð upp með hverahita. — Eitthvað fleira frá Laugum? —• Ur íþróttalífinu stend- ur það mér lifandi fyrir hug- skotssjónum, þegar ég sá Harald frá Einarsstöðum fara heljarstökk áfram og aftur fyrir sig. Hann var einnig mikill sundgarpur. Þá strax vaknaði hjá mér löng- un til að ná svipuðum ár- angri. Það má kennske segja að mér yrði nokkuð ágengt í því. Fleira verður mér minnisstætt, menn og atburð- ir. Nefni ég þar til Þorgeir Sveinbjarnarson, skáld, sem þá var íþróttakennari við skólann og síðar forstjóri Sundhallar Reykjavíkur. Síðast en ebki sízt vil ég svo nefna hin ágætu skóla- stjóra-hjón, Arnór Sigur- jónsson og Helgu Sigurðar- dóttur, sem hafði á hendi skólastjórn í forföllum manns síns. Hún sleit skól- anum seinni veturinn minn með frábærri skilnaðarræðu. Þessi ræða fór í gegnum mig og verður mér æfinlega ó- gleymanleg. Hún kom tárun- um út á hrifnæmum ungl- ingnum. Með tárin í augum var ég, þegar hún bað okk- ur að syngja lagið Vormenn íslands. „Sjálfsagt muntu síðar finna/ svalann blása á móti þér.“ En hvers vegna tár? Jú, ræðan var góð. En þetta var skilnaðarstund. Þarna hafði maður lifað og leikið sér og notið alls hins bezta og þar með leiðsögn þessara hjóna. Maður hafði aldrei átt betri daga. Þá hvarflaði hugurinn að því, að kannske hefði maður getað gert betur í námi og starfi, lagt meira fram. En nú voru þessir dagar liðnir og kæmu ekki aftur. Hvað mundi taka við, hvað var framundan? Ekkert svar. Eftir þetta snerust málin þannig, að ég varð eftir á Laugum, þegar fjöldinn fór, í nokkrum flokki, sem æfði íþróttir undir stjórn Þor- geirs. Að þeim æfingum loknum fóru þessir piltar í sýningarför suður og vestur um land, með viðkomu í all- mörgum stöðum. Þ. á m. sýndum við í K. R.-húsinu og á íþróttavellinum í Reykja vík, og enduðum okkar för með sýningu á Blönduósi 17. júní. 3 Svo var haldið út í baráttu lífsins og vissulega hefur svalinn blásið á móti á köfl- um. „En mótlætið mannvitið skapar“. Eg veit ekki hvort þú átt að setja þetta. Snill- ingurinn Einar Ben. sagði það. Mig minnir að það sé úr Grettisbæli. En næstu ár vann ég við ýmiskonar störf, m. a. hafnargerð á Skaga- strönd, byggingu rafveitu á Blönduósi og fór á tvær ver- tíðir sunnanlands. Eitt sum- ar var ég kaupamaður á Þingeyrum í Þingi. Þá var þar margt ungt fólk og mikil rausn og myndarskapur í öll- um viðurgjörningi. Þarna batt ég allan engjaheyskap- inn, venjulega 130 hesta á dag. En engjaheyskapurinn mun hafa verið á öðru þús- undinu. En þarna var ég hjá hinum merku hjónum, Jóni S. Pálmasyni og frú Huldu Stefánsdóttur. — Hvenær fórstu svo að eiga með þig sjálfur? — Það var á Björnólfs- stöðum vorið 1936. Þá gekk ég í hjónaband og setti sam- an bú. Og vorið eftir, þegar leið að sauðburði, var ég svo óheppinn, að mæðiveikin kom upp í mínu fé, og var þá að byrja að brjóta sér leið austan Blöndu. Það varð til þess, að féð var af mér tekið fyrir mjög lítið verð, rétt og slétt eignamat, 32 kr. ána. Þetta vor flutti ég að Hafurstöðum á Skagaströnd. IReyndi ég þá eftir föngum að fjölga fénu aftur, þratt | fyrir litla getu og marghátt- aða erfiðleika, þar sem mæði- veikin kom þar einnig upp í hinum nýja fjárstofni min- um. Og mátti þar með segja, að mæðiveikin hafi tekið sér fullnaðarvöld um sinn, aust- an við Blöndu. Vera mín á Hafursstöðum varð í heild 6 ár. Það voru baráttuár. Við hjónin þræl- uðum bæði baki brotnu. Eg hljóp í vinnu, hvar sem hana var að fá og taldi happ að fá hana, þótt að næturlagi væri. En það er eins og þar stendur: „Atvikin haga á ýmsan veg/ efndum á sumra vonum.“ Nú gerðist það, að ég varð að selja þessa jörð, sem við hjónin höfðum þó lagt svo hart að okkur til að eignast og töldum eins kon- ar paradís á jörðu . Seija jörðina og flytja í kaupstað. Sauðárkrókur varð fyrir val- inu. — Hvernig var svo að yf- irgefa jörðina og gerast sveitamaður í kaupstað? — Innsta þráin kvaddi sinn draum við vegamót.“ Þegar ég var kominn til Sauðárkróks, þá fannst mér í raunveruleikanum ég eiga hvergi heíma. Maður, sem átt hefur mikið gróið land, en verður svo að flytja i miðjum gróanda vorsins, á langt í land að finna sig heima á mölinni. Mér er það í fersku minni, að nóttina áður en ég gekk frá sölu á jörðinni, þá dreymir mig að græni hatturinn minn er að fjúka. Mér fannst líf mitt liggja við að ná honum. Ég gerði tilraun til þess í draumn um, lagði mig allan fram og vaknaði ekki fyrr en úti á hlaði, þar sem ég hafði farið út um opinn glugga. — Áttir þú nokkurn græn- an hatt? — Nei, ekki í þeim skiln- ingi. — Svo þú hefur þá kom- izt yfir jarðarskika, hérna megin fjallsins? — Eg keypti hálft Veðra- mót í Skarðshreppi, mjog fljótlega. Enda virtist hug- urinn þá um sinn bundinn við að bæta sér upp tapið á græna hattinum og kaupa landspildur og jarðir, ef þær voru til sölu í námunda við Veðramót, með það fyrir augum að reka þar búskap, sem reyndist þó allerilsamt með tilliti til þess, að dvelja þó allar nætur á Sauðár- króki. En lögheimili hefur verið þar, síðan ég kom hing- að norður yfir. — Hvað áttir þú flest fé á fjalli, Sigurður? — Eg geri ráð fyrir að það hafi verið sem næst þús- und f jár, eins og Vigfús Guð rnundsson, þegar hann var hjarðmaður í Klettafjöllum N.-Ameríku. 4 — Telur þú, að mikill ver- aldlegur auður geri menn sæla? — Nei, það álít ég ekki, Framhald á 6. síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.