Einherji


Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 7

Einherji - 30.11.1970, Blaðsíða 7
Mánudagur 30. nóvember 1970. EINHERJI 7 VÍSNAÞÁTTUR Framhald af 3. síðu Á haustkvöldi, á heiðum uppi, kveður Sigurjón: Látiun vaka vor í sálum við þinn flöskuháls. Heyrist enn í heiðarskálum hljómur stefjamáls. Veturinn ber að dyrum. Þormóður Pálsson frá Njáls- stöðum segir í sinni alkunnu vísu: Hrannir æða, fannir fjúka. Foldar næðir bleika kinn. Fjöllin klæðir mjöllin mjúka. Myrkrið flæðir til mín inn. I fásinni vetrarins, eftir undangengna ótíð, orkti Sig- urður Þorfinnsson á Skeggs- stöðum: Á ferðinni um dalinn sést engin sál. I sannleik er fátt til að hressa. Ekkert er skrafað um Pétur né Pál, og presturinn hættur að messa. Þá brá til betri veðráttu, og lifnaði yfir mannskapn- um, og Sigurður kvað: Kórarnir syngja sín kröftugu ljóð við klerkinn og söfnuðinn valinn. Sólin fer hækkandi á himinsins slóð, og Hjörleifur kominn í dalinn. Margir líta til liðins tíma. Þorsteinn Magnússon, frá Gilhaga, kvað um roskinn hónda: 1 fari þessa ferðamanns fann ég gömlu árin. Fornleg voru fötin hans, en fallega hirtur klárinn. Afstaðan til lífsins og til- verunnar er óþrotlegt yrkis- efni. 1 fjórum hendingum segir prófessor Sigurður Nordal djúpstæðan sannleik: Yfir flúðir auðnu og meins elfur lífsins streymir. Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettima dreymir. Að lokum skulum við hafa í huga vamaðarorð Guð- mundar skálds Böðvarsson- ar. Þau em sígild, en höfða þó einkum til samtíðarinn- ar: Grimmur heimur hlær og lokkar heiðar feimin álf, — en hver mun geyma arfinn okkar ef við gleymum sjálf? P. Sig. Jólahlað .,Einherja“ kemur út um miðjan des. Auglýsingar og annað eíni þarf að berast blaðinu fyrstu daga í desember. w Hafið áhrif á upphæð útsvars yðar 1971. AÐEJNS þau útsvör, álögð 1970, sem verða að fullu greidd fyrir áramót n. k., fást dregin frá á- lagningarskyldum tekjum viðkomenda á næsta ári. Skilvísi kemur því fram í verulega lægra útsvari, en vanskil í hærra útsvari yðar á næsta ári. Það er því beggja hagur, bæjarsjóðs og yðar, að þér séuð skuldlaus við kaupstaðinn um áramót. Með því móti hafið þér áhrif á upphæð væntanlegs út- svars yðar til lækkunar. GERIÐ ÞVÍ SKIL á útsvari yðar sem allra fyrst. Siglufirði, 10. nóvember 1970. Bæjarstjórinn í Siglufirði I \ J Ný markaskrá Samkvæmt lögum verður gefin út markaskrá fyrir Eyjafjarðarsýslu, Akureyri, Ólafsfjörð og Siglufjörð árið 1971. Handrit af skránni þarf að vera fullbúið fyrir miðjan desember n. k. Hólmsteinn Þórarinsson annast söfnun marka í Siglufjarðarkaupstað og gerð Siglufjarðarkafla markaskrárinnar. Gjald fyrir hvert mark er kr. 150,00 og fyrir brennimark kr. 100,00, sem greiða ber til Hólmsteins nú þegar. Markeigendur þurfa að tilkynna mörk sín, ný og gömul, til Hólmsteins, fyrir 10. desember n. k. Þetta tilkynnist hér með viðkomendum. Siglufirði, 10. nóvember 1970. Bæjarstjórinn í Siglufirði Áskorun til skattgreiðenda Lögtök eru byrjuð fyrir ógreiddum sköttum árs- ins 1970, svo og sköttum eldri ára. Er hér með skorað á alla skattgreiðendur í Siglu- firði að greiða skatta sína nú þegar til skrifstofu embættisins, svo komizt verði hjá aukakostnaði og óþægindum þeim, sem af lögtaki leiðir. Skrifstofu Siglufjarðar, 19. nóvember 1970. ELlAS I. ELÍASSON Kaupmenn — Kaupfélög Vinnuvettlingar, 2 tegundir Gólfklútar, 3 tegundir Borðklútar Bónklútar Diskaþurrkumar margeftirspurðu komnar aftur. Hvergi meira úrval. Dúkaverksmiðjan h.f. AKUREYRI — SlMI (96)11508 TILKYNNING um framlagningu fasteignamats Hinn 22. október 1970 var lagt fram fasteigna- mat samkvæmt lögum nr. 28, 29. apríl 1963, um fasteignamat og fasteignaskráningu og reglugerð nr. 301 10 desember 1969, um fasteignamat og fast- eignaskráningu. Fasteignamatið liggur frammi í einn mánuð, og er kærufrestur til fasteignamatsnefnda fimm vikur frá framlagningardegi talið. Eyðublöð fyrir kærur er unnt að fá á þeim stöðum, þar sem fasteigna- matið liggur frammi. Fi*amlagningarstaðir í Norðurlandskjördæmi vestra eru þessir: Siglufjörður: Skrifstofa byggingarfulltrúa Aðalgötu 34. Sauðárkrókur: Bæjarþingsalurinn. I V.-Húnavatnssýslu: Staðarhreppur, þóroddsstaðir. Fremri Torfustaðahreppur, Barkarstaðir. Ytri-Torfustaðahreppur: Staðarbakki. Hvammst.hreppur: Verzl. Sig. Pálmasonar. Kirkjuhvammshreppur: Skrifstofa Kaup- félags V.-Húnvetninga, Hvammstanga. Þverárhreppur: Ösar. Þorkelshólshreppur: Víðidalstunga. I A.-Húnavatnssýslu: Áshreppnr: Haukagil. Sveinsstaðahreppur: Sveinsstaðir. Torfalækjarhreppur: Kagaðarhóll. Blönduóshreppur: Skrifstofa sveitarstjóra. Svínavatnshreppur: Höllustaðir. Bólstaðarhlíðarhreppur: Húnaver. Engihlíðarhreppur: Holtastaðir. Vindhælishreppur: Syðri-ey. Höfðahreppur: Skagavegur 7 (hjá Ingvari Jónssyni, hreppstjóra). Skagahreppnr: Örlygsstaðir. I Skagafjarðarsýslu: Skefilsstaðahreppur: Keta. Skarðshreppur: Skarð. Staðarhreppur: Reynisstaður. Seyluhreppur: Vellir. Lýtingsstaðahreppur: Varmilækur. Akrahreppur: Stóru-Akrar. Rípurhreppur: Ríp. Viðvíkurhreppur: Brimnes. Hólahreppur: Sleitustaðir. Hofshreppur: Bær. Hofsóshreppur: Austurgata 3, Hofsósi. (Hjá Garðari Jónssyni, hreppstjóra). Fellshreppur: Glæsibær. Haganeshreppur: Yzti-Mór. Holtshreppur: Bergland. I^<l lkÆ^> j \ «íí,-<J Stjúrn verkamannabústaða í Siglnfiröi auglýsir: Stjórnin hefur ákveðið að kanna þörf á byggingn íbúðarhúsnæðis í Siglufjarðarkaupstað, með tilliti til væntanlegra íbúðarbygginga á vegum Húsnæðis- málstofnunar ríkisins.— Gert er ráð fyrir að byggð verði raðhús eða einbýlishús, ef næg þátttaka fæst tií hér í bæmun. — Lán opinberra sjóða og aðila nemur allt að 80% byggingarkostnaðar. Umsóknum sé skilað á skrifstofu bæjarstjórans í Siglufirði fyrir 15. desember n. k. Nánari upplýsingar gefa: Jóhann G. Möller og Gunnar Rafn Sigurbjömsson. Siglufirði, 24. nóvember 1970. Stjórn verkamannabústaða í Siglufirði

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.