Einherji


Einherji - 30.11.1970, Qupperneq 8

Einherji - 30.11.1970, Qupperneq 8
8 EINHERJI Mánudagur 30. nóvember 1970. Sútunarverksmiðja hefur starfrækslu á Sauðárkroki Viðtal við Þráinn Þorvaldsson ÞRÁINN ÞORVALDSSON FYRIR SKÖMMU tók til starfa á Sauðárkróki sútun- arverksmiðja fyrirtækisins l/oðskinn h. f. Fréttamaður blaðsins hitti að máli fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, Þráinn Þorvaldsson. — Hvenær tók verksmiðj- an til starfa? —• Verksmiðjan hóf starf- rækslu 8. október s. 1. •— Er vinnslan hafin með fuilum afköstum? — Nei, við förum hægt af stað, en aukum afköstin jafnt og þétt upp í það há- inark, sem við ætlum okkur að ná á þessu starfsári. Það verða rúmar 100.000 gærur. Ætlun okkar er :að ná fullum afköstum á öðru starfsári verksmiðjunnar. Það verða allt að 200.000 gærur. — Má búast við einhverj- um erfiðleikum í sambaudi við öflun hráefnis? — 1 raun og veru er það ekki. 1 fyrra var slátrað 830.000 f jár. Eitthvað minna hefur verið slátrað í ár. Inn- lendu verksmiðjurnar nota í ár um 600.000 gærur. Sút- unarverksmiðja SÍS vinnur úr um 350.000 gærum. Loð- skinn um 100.000 í ár, síðan 200.000, Sútunarverksmiðja SS 100.000 og Sútun á Akra- nesi 50.000. Þannig að magn- ið á að vera nóg. En frómt frá sagt, þá virðast sumir ís- lenzkir skinnasalar vilja skammta islenzkum verk- smiðjum gærur og selja á- fram óunnar gærur úr landi. Þannig að þær innlendu verk- smiðjur, sem ekki hafa slát- urhús á bak við sig, fá ekki allar sínar gærur fyrirhafn- arlaust. Það liggur í augum uppi, að það er skaði fyrir þjóðfélagið, að flytja gærur út óunnar, þegar þess er gætt, að í framleiðslu eykst verðmæti gæranna allt að 240%. — Ilvað verður framleitt? — Framleiðslan beinist einkum að því að framleiða svonefndar loðgærur, bæði litaðar og ólitaðar, en jafn- framt hefjum við undirbún- ing að framleiðslu á pelsa- | skinnum. Einnig munum við sauma ýmislegt úr skinnum hér í verksmiðjimni, í smá- um stíl í upphafi. — Hvað vinnur margt fólk í verksmiðjunni? — Nú vinnur hér 21 starfs maður og fer starfsfólkinu smámsaman fjölgandi. — Á hvaða markaði selj- ið þið helzt? — iNæstum öll okkar framleiðsla er seld til út- ’anda og þá eingöngu til Ev- rópu og Ameríku. 1 okkar eigin sölumennsku höfum við lagt áherzlu á Evrópu- markaðinn, því að í Banda- ríkjunum höfrnn við umboðs- mann. Einnig er Evrópu- markaðurinn tryggari mark- aður. Okkur hefur sótzt róð- urinn vel innan EFTA-land- anna. Meginihluti þess magns sem við ihöfum selt fyrir- fram nú næstu mánuðina, fer til EFTA-landanna. — Hvernig er það hráefni, sem þið hafið fengið? — Mesta magnið af gær- um til verksmiðjunnar kem- ur héðan úr Skagafirði. Þetta eru ágætar gærur, samt nokkuð smáar. En við eigum í erfiðleikum með gulu gærurnar og illhærurn, sem imikið er af. Við vænt- um mikils af þeim sauðfjár- ræktartilraunum, sem Stefán Aðalsteinsson vinnur að. í vetur munum við taka til vinnslu gærur af tilrauna- búunum og í samráði við Stefán gera sérstaka athug- un á því, hvemig þær nýtast í vinnslu. En ég veit, að það sem þarf að verða í framtíð- inni, er fyrst og fremst mat á gærunum, þar sem hver bóndi fær afrakstur erfiðis síns. — Nú hefur verið sagt, að íslenzku verksmiðjunum séu seldar gærurnar á lægra verði, en þær eru seldar til útlanda? — Það er bæði rétt og rangt. Verðið, sem grund- vallað er á, er útflutnings- verðið. En það verð er gæru- verðið, flutningskostnaður til útlanda og vátrygging samanlagt (CIF-verð). Frá þessu verði er flutnings- kostnaður og vátryggingar- kostnaður dreginn og einnig annar kostnaður, sem spar- ast, t. d. bindingarkostnaður. Það verð, sem þá fæst út, er innlent hrágæruverð. — Ert. þú bjartsýnn .á framtíðina? — Já, ég er það. Þessi at- vinnuvegur á mikla framtíð fyrir sér. Að vísu er útlitið ekki eins gott og það var fyrir ári síðan. Nú hafa inn- lendu sútunarverksmið juin- ar orðið að taka á sig yfir 20% kauphækkun og 6% hrágæruhækkun, hækkun á sútunarefnum erlendis frá og hækkun á flutningsgjöld- um. Þessu hefur ekki verið hægt að mæta með hækkun á verði útseldrar vöru. Það VERKSMIÐJUHÚS er í hámarki. Þess vegna verður að reyna að mæta hækkununum með aukinni hagræðingu og ýmsum sparnaði. Hvernig það tekst, verður tíminn að leiða í ljós. — Nokkuð að lokum? — Ekki annað en það, að ég vona að sá skilningur eigi eftir að ríkja, að betra sé að fullvinna gærur hér heima, en að flytja þær salt- aðar úr landi. G. H. h. f. Hótel Esja Á miðju sumri opnaði nýtt hótel að Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík, HÓTEL ESJA, 5 af 9 hæðum hótelsins hafa verið teknar í notkun, en unnið er að því að fullgera hinar fjórar hæðirnar og áætlað er, að því verði lokið í apríl 1971. Gestamóttaka, Búnaðar- bankinn, blaða- og minja- gripasala eru á fyrstu hæð- inni. Hótelherbergin eru a 6., 7. og 8. hæð, 60 herbergi með steypibaði, 9 stærri með baði og ein tveggja her- bergja íbúð. (70 viðbótar- herbergi á 3., 4. og 5. hæð). Á 9. hæðinni er veitinga- salur og bar, opinn fyrir gesti ihótelsins, jafnt sem aðra utanaðkomandi gesti. Salurinn er opinn frá kl. 7 til 23:30 og geta gestir not- ið þar úrvals fjölbreyttra rétta og fagurs útsýnis yfir Reykjavík, Faxaflóa og f jall- garð þann, sem umlykur höfuðborgina. Á annarri hæð er unnið að því að fullgera tvo fund- arsali, annan 40 manna, hinn 150—180 manna, sem einnig má skipta í minni sali. Þessu verki mun verða lokið um áramótin 1970—1971. Mikil aðsókn hefur verið rð hotelinu i sumar og hafa flestir gestanna verið frá Bandaríkjunum og Norður- landabúar. Verður hótelið opið áfram í vetur oð starf- rækt með sama hætti og fyrr. Byggingaverktaki er Skelja fell h. f., en af öðrum ís- lenzkum fyrirtækjum, er stoðu að innréttingu á hótel- inu, má nefna: Kaupfélag Árnesinga, Húsgagnavinnu- stofu Ingvars og Gylfa, Gamla kompaníið, Vefarinn, Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar og Húsgagna- verzlun Helga Einarssonar. (Fréttatilkynning).

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.