Einherji


Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 1

Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 1
EINHER JI flytur lesendum sínrnn ósk um gleðUeg jól og gæfuríkt ár. Hittmnst heil á nýja árinu. Blaö Framsóknarmanna í Norðurlandskjördœmi vestra. Myndavélar — Sýningarvélar Filmur — Flassperur Myndarammar Ljósmyndastofa St. Pedersen Sauðárkróki 39. árg. ingu á frásöguna um „barnið í jöt- ^ „Jólanna hljóma blessuð boð og berast gömlum og ungum. Og söngurinn engla í sólarroð nú svífur á barnatungum. Ljómar hver grein á lífsins meið með ljós, er dásamleg skína. Hvert bam, er í guði gleðst á leið skal gleðinni aldrei týna.“ B. S. Ingemann. — Guðm. Guðmundsson þýddi. Jól — dýrmætasta perlan í festi dag- anna — mesta hátíð allra þeirra, sem komizt hafa í snertingu við kristin- dóminn. Friður jólanna nemur hurtu ys og I>ys næstu daga á undan, sem jólaundir- búningnum fylgir á heimilunum. Lokk- andi og ginnandi auglýsingarnar, sem fjölmiðlamir hafa flutt til yztu stranda og fremstu dala, hljóðna og hverfa inn í djúpa þögn gleymskunnar. Fjölmiðlarnir flytja nú jólasöngva, helgimál og vinlilýjar jólakveðjur. Börnin gleðjast við gjafir og gleði- mál. Þeir fullorðnu renna huganum til lið- inna stunda, þegar þeir áttu sín bemskujól. Hugsunum margra þeirra er líkt farið og skáldsins, sem sagði: „Man ég fyrst, er sviptur allri sút, sat ég bam með rauðan vasaklút.“ Já, þegar við, hin fullorðnu, lifum í bernskuminninguniun um jóiin „heima“, og sjáum saklausa gleði barn- anna ljóma á andlitum þeirra og leiftra í augum þeirra, kemur fram úr djúpi hugans þessi bón til bamsins: „Lát mig horfa á litlu kertin þín, Ijósin gömlu sé ég þama mín. Ég er aftur jólaborðið við, ég á enn minn gamla sálarfrið“. Mörgum er tamt, bæði í ræðu og riti, að nefna jólin „hátíð barnanna“. Þar með vilja þeir slá því föstu, að jólin séu sérstaklega hátíð þeirra, sem að aldri til eru böm. Sannarlega er þessu ekki þann veg farið. Jólin em engu síður hátíð þeirra fullorðnu. Athugum t. d. það, að á jólum leita hugsanir þeirra til bernskunnar. Slíkar hugsanir geta orkað svo sterklega á þá, að þeir lifi í anda bemskujól: verði aftur böm, sem í sakleysi æskunnar leika að 1 jólagjöfunum sínum, eða hlusta í hrifn- unni“, fjárhirðana á Betlehemsvöllum, lofsöng og fagnaðarboðskap englanna. — Þannig verða hinir fullorðnu aftur böm. „Barnanna hátíð vér höldum í dag, hér þótt vér eldumst og mæðumst. Annað sinn verðum því ungir í dag, aftur að nýju vér fæðumst.“ Þótt misjafnlega mörg ár skilji okk- ur frá bemskunni, er sem við heyrum hljóma í sál okkar, líkt og þegar við voram böm, orð engilsins: „Verið ó- hræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðn- um; því að yður er í dag frelsari fædd- ur, sem er Kristur Drottimi í borg Davíðs“. Sannarlega eru bemskuminningamar um jólin „heima“ hugljúfar. En þeirra vegna megum við ekki gleyma því, að því miður eram við ekki lengur börn. Ár, atvik og athafnir hafa hraðfleygt okkur burt frá bemskunni. Þess vegna hljótum við að verða að íhuga afstöðu okkar til jólaboðskaparins frá sjónar- miði hins fullorðna. Á hann erindi til okkar? Þurfum við að vera hrædd við nokkuð? Þörfnumst við þess, að okkur sé fluttur boðskapur um frels- ara? 20. öldin hefur sannarlega lilotið mikið af virðingarheitmn, þar sem sjá má, að hún sé „mesta framfara- og vísindaöld. En eins og nokkurskonar „undir-fyrirsagnir“ hefur hún verið kölluð: vélaöld, „atom“-öld, geimferða- öld, og á sennflega eftir að fá mörg slík heiti. Nú, svo eru friðar- og mann- réttindi rædd á alþjóðaþingum, lög og fyrirmæli látin út ganga yfir löndin. Vissulega hafa margir þannig gert sitt v til þess að skapa frið meðal mannanna. J Þrátt fyrir þetta allt býr ótti meðal i þjóðanna, e. t. v. meiri ótti við tortím- ingu en nokkra sinni fyrr. Það er ekki vanþörf á því, að rödd frá æðra heimi flytji fagnaðarboðskap jólanna og full- vissi mennina um, að yfir þeim er vak- að og þeim sé bent á, að þeirra sé að velja og hafna. — Boðskapurinn, sem fluttur er á jólumun, er eklti aðeins fyrir börn, heldur engu síður fyrir hina fullorðnu. i „Jóla“-auglýsingamar, umstangið á heimilunum og gjafirnar, em raunveru- Framhald á nœstn síðu MESSUR UM HÁTlÐIRNAR Siglufjarðarkirk ja: Aðfangadagur kl. 18,00: Aftansöngur og kertaljósamessa. Jóladagur kl. 14.00: Hátíða- og skímarmessa Snnnudagur 27. desember kl. 11.00: Bamamessa Gamlaársdagur kl. 18.00: Aftansöngur. Nýársdagur kl. 14.00: Hátíðamessa. Fólki, sem vill fá börn sín skírð um hátíðamar, er sér- staklega bent á skímarmessuna á jóladag. (IIJiDIIvEíiA HÁTÍÐ Sóknarprestur. --------o------- Sauðárkróksprestakall: Aðfangadagur: Sauðárkrókskirkja: Áftansöngur kl. 6 e. h. Jóladagur: Sauðárkrókskirkja: Messað kl. 2 e. li. Rípurkirkja: Messað kl. 4 e. h. Annar jóladagur: Sauðárkrókskirkja: Skírnarmessa kl. 11 f. h. Á sjúkrahúsinu: Kl. 5 e. h. Gamlaársdagur: Sauðárkrókskirkja: Aftansöngur kl. 6 e. h. Nýársdagur: Rípurkirkja: Messað kl. 2 e. h. GLEÐILEGA IIÁIÍD Sóknarprestur. Girðing til varnar snjófióði Eins og sagan greinir er Sigiufjörður einn þeirra byggðu staða, þar sem snjó- flóð hafa alloft fallið og stundum valdið miklu tjóni og mannsköðum. Stærstu flóðin, og þau sem valdið hafa manndauða, hafa fallið austan fjarðarins eða utan Strákafjalls að vestan. Þó hafa smærri flóð fallið úr fjöllunum ofan kaupstaðar- ins að vestan, við yztu og syðstu húsin. Fyrir tveimur ámm féll snjóflóð á húsið nr. 76 við Suðurgötu og lá við stórslysi, en nokkrar skemmdir urðu á húsi og innanstokksmunum. Síðan hefur allmikið verið rætt um ráðstafanir :til að varna því að slíkt geti endurtekið sig, en ekki orðið úr framkvæmd um fyrr en nú, að hafizt hef- ur verið handa um að koma upp varnargirðingu allhátt uppi í fjallshlíðinni. Slysa- varnadeild karla hefur séð um framkv. verksins undir verkstjórn Þorst. Jóhannes- sonar bæjarverkfræðings. — Framhald á síðustu bls.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.