Einherji


Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 2

Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 2
JÓLABLAÐ 1970 EINHERJI Jolatiugfeiðing Framhald af 1. síðu lega ekki jólin, þó að slíkt sé tengt þeim. Grundvöllurinn að öllu jólahaldi er fagnaðarboðskapur þeirra. I norsku tímariti las ég nýlega frá- sögn sjómanns, þar sem hann segir frá jólahaldi á skipi sínu. Hann lýsir veizlu- haldi um borð, jólagjöfum og kveðjum að heiman. Að því loknu voru aUir á skipinu, sem ekki höfðu óhjákvæmileg- um verkum að gegna, kallaðir saman í borðsal yfirmannanna. Þar var kveikt á litlu jólatré. Svo var sunginn jóla- sálmur. Þar næst las skipstjórinn jóla- guðspjallið. Bödd hans, sem annars var hrjúf, varð næstum mild og ljúf, segir sjómaðurinn. Og hann heldur á- fram: „Hugur minn reikaði heim. Ég heyrði jólaklukkumar kalla. Ég heyrði sönginn hljóma í kirkjunni minni heima Ég fann ylinn streyma um mig. Nú fann ég, að það vora jól. Á eftir sung- um við sálm um fæðingu frelsarans. Ég fann tárin renna niður kinnar mín- ar. Ég varð þess líka var, að guðspjalis- orðin og sálmamir höfðu haft lík áhrif á skipsfélaga mína. Þjarkið og þrasið, kersknin og illyrðin vora horfin á þeirri stundu, og heilagur friður gisti þennan hóp farmannanna á hafinu.“ Já, það var fagnaðarboðskapurinn og látlausu orðin, sem opnuðu fyrir jólunum í hjörtu sjómannanna. Þannig opnar hann hjörtu miUjónanna á þessum jól- um. Jólin eiga erindi til allra. Þau segja við einstaklinga og þjóðir: „Þér mennimir þurfið að hjálpast að, vinna saman í bróðurhug og kær- leika. Þér þurfið að fyrirgefa í stað þess að dæma. Þér þurfið að hugga í stað þess að særa. Þér þurfið að gleðja í stað þess að hryggja, reisa við í stað þess að fella meðbróður yðar. Þér þurfið að leggja hugsanir yðar, orð og athafnir, já, líf yðar í guðs sterku hönd. Þér þurfið að gera yður Ijóst, að jólin eiga upphaf sitt hjá guði. Sjá! Öll gleðin, friðurinn og fögnuður- inn, sem jólin færa yður, era gjafir frá guði, sem gaf yður barnið í jöt- unni — Betlehemstjörnuna — frelsar- ann Jesúm Krist.“ GLEBn.EG JÓL! ^ A Wt i i-fn m> itT^ ^ Sendum öllum landsmönnum beztu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin EgiU Stefánsson Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin Dívanavinnust. Sigluf j. Jóhann Stefánsson Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin Nýja-Bíó Gleðileg jól! Farsœlt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin Föndurbúðin Bæjarstjórn Sauðárkróks Sýslunefndir Húnavatnssýslna Gleðileg jól og farsælt komandi ár ★ Rafveita Sigluf jarðar Ríkisútvarpið árnar öllum landsmönnum heilla og farsældar á komandi ári. i 'C- RÍKISÚTVARPIÐ Gleðileg jól. Farsælt komandi ár. 1 IndreE-'i Mjólkursamsalan, Siglufirði óskar öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og gæfuríks nýárs og þakkar viðskiptin á árinu sem er að líða. Óskum Siglfirðingum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs Þökk fyrir viðskiptin á árinu OLIUVERZLUN ISLANDS r Sigluf jarðarumboð: HINBIK ANDBÉSSON Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökk fyrir viðskiptin. Olíuíélagið Skeljungur h.f. Siglufjarðarumboð: EYÞÓE HALLSSON

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.