Einherji


Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 7

Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 7
EINHERJI JÓLABLAÐ 1970 Ötgefandi: Kjördœmissamband Framsóknarmanna í Norðurl.kjördœmi vestra Rltstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhann Þorvaidsson. Blaðamaður: Guðmundur Halldórsson. Skrifstofa og afgreiðsla: Suðurgata 3, Sauðárkróki. — Sími 5374. Fósthólf 32. Ársgjald kr. 150,00. Siglufjarðarprentsmiðja h. f. Hannes Pétursson: Áð I einum þverdal ISLENZKT GKENI-JÓLATKÉ Jólatréð er ein sú hugþekkasta mynd, sem geymist í hugnm flestra, og mesta tilhlökkunarefni íslenzkra barna. Á hverju ári flytjum við inn frá Noregi og Danmörku grenitré — jólatré. Innan tíðar eigum við að geta haft á boðstólum nóg af íslenzku greni í jólatré. Indriði G. Þorsteinsson: Gullteigarnir okkar „Hefur þú verið hjá Vaia- gilsá?“ spyrja þeir mann stundum syngjandi. Já, kom- ið hef ég þar margsinnis, en aldrei í bullandi vorleysinga- flóði, þegar gilið spýtir út úr sér kolmórauðum vetrin- um. Og ég fór þar fram hjá áðan. Ekkert urg né skark var þar núna, því sumarvatn er 1 ánni. Það er Dónatusar- dagur hins afríska. Ég sé vel yfir dalinn héð- an úr heiðarsporðinum. Skriður og aftur skriður: gamlar hlíðar sem tóku sig upp og vildu sjá sig um í heiminum, en komust ekki lengra en þetta. Siunar eru meira að segja jarðaðar imd- ir þunnum sverði og sjá ekkert, en heyra í kindum og hestum á rápi, á beit. Hér út frá veginum og skammt imdan eru gamlar tættur vallgrónar. Þar heitir Krókárgerði. Ég fer aldrei svo þessar slóðir að ég renni ekki augunum þangað út um ur, sem maður getur ekki gert sér grein fyrir. Forvitn- in að sjá hvað er á bak við fjallið. Heilsubót fyrir mann sem búinn er að vinna mikið inni í ryki við kyrrstöðu. Og svo er þetta virkilega líkamsrækt. Og það er alllaf heillandi umhugsmiarefni á ferðalögum, landmótun og önnur jarðfræðileg viðfangs- efni, auk athugana á gróðri og dýralífi. — Eitthvað að lokum? — Þá er það nú fyrst og fremst að telja þá, sem hafa verið aðalmennirnir í þessu f yrirtæki: Sigurþór Hjör- leifsson ráðun., Friðrik Jóns- son vélvirkja og Ingólf Sveinsson. Síðan þakka ég í nafni okkar allra, þeim mörgu, sem veitt hafa þessu fyrirtæki brautargengi og eytt þannig frítíma sínum við erfiðisvinnu, í staðinn fyrir að hvíla sig. Og ekki sízt að þakka samvinnu og fyrirgreiðslu við Gísla Felix- son yfirverkstjóra og þeim, sem ég komst í snertingu við á íVegamálaskrifstofunni. —- Hittumst heil á Sprengisandi næsta sumar. G. H. bílgluggann. En ekki heldur meira. Mig langar að stíga þar fæti, en hvenær verður það? Ég 'hef komizt til stranda Miðjarðarhafsins, en aldrei að Krókárgerði hérna úti í hlíðinni. Ég gæti það ef til vill núna, ef ég semdi við bílstjórann miim að bíða ró- legur á meðan ég skryppi, en ég kann ekki við það. Og hvað er svo sem að sjá í Krókárgerði! Þúfnakolla, ein- tóma grasigróna þúfnakolla. En mig langar þangað samt sem áður, af sérvizku, því auðvitað skiptir mig engu þetta eyðikot, lagt undir af- rétt fyrir herrans mörgum árum. Og ég veit ekkert um Krókárgerði nema að þar er kulsamt, segir í gamalli vísu, og þar bjó fyrir eldreykjar- sumarið fátækur maður sem Ormur hét og varð gamall. Hann átti „fína sauði“ segir í vdsunni, en ekki nógu lengi, því hann dó úr ófeiti. Oddur prestur á Miklabæ jarðsöng hann og var sjálfur horfinn ári síðar, enginn veit hvert, kannski upp á háfjallabrún í veg fyrir dauðann. Þetta gerðist um nótt. Menn sögðu að hann tæki stundum, þegar sízt varði, undir sig sprett og stykki þá upp um allar hlíðar. Regndropamir falla á stein- ana við vegkantinn og á krækiberin í lautinni hérna fyrir utan. Ég kemst ekki að Krókárgerði í þetta sinn nema í huganum. Eftir þeirri leið er stutt þangað, hvað þá til vísnanna sem til eru um þúfnakragann þar útfrá og ljóðhagur maður vildi að teknar yrðu upp í lestrar- bækur skólanna, svo æskan sæi hvað gamli tíminn hefði verið. Og frá vísunum er mjög stutt til konunnar sem orti þær og unni æskubyggð sinni af hjartans auðmýkt, lét sig dreyma úr sjávar- þorpinu hingað í þennan gráa dal, glitaðan lóusöng. Og nú man ég hana: Hún er að sýsla eitthvað í herberginu þar sem hún býr og fer að öllu gætilega; lágvaxin kona og grönn, og af andlitinu stafar góðsemi og stillingu. Ég er strákangi, varla meira en fimm ára, og finnst hún einlægt vera að segja við mig einhver blíð- mæli. Röddin er veik, her- bergið lítið. Glugginn snýr í vestur og birtan er sams konar og orð hennar, mál- rómur og fas. Meðalaglös. Rúm og borð og stóll. Gamh karliim situr á sængurstokkn- um. Hann er alltaf að flétta reipi. Af honum svipar karl- mennsku, þótt hann sé orð- inn hjassalegur. Hann er kampagleiður og öll persón- an flækt í tóbaksklúta og hrosshár. Ég kem þeim tveimur ekiki heim og saman. Álfkona og itröllkarl í sama herbergi. Eru þau gift? Eða hefur hann rænt henni og undirokað? Hún er fínleg og ber með sér iasleika sem er tiginborinn og ofar mínum skilningi, hann aftur á móti sveljandalegan búmannsbrag. Meðalaglös og reipi. Ég tek því eins og það er. Og árin liðu. Hún bjó áfram í huga mínum eins og ég kynntist henni í þessu vesturherbergi, álfkona, jafn vel eftir að gamli karhnn hætti að flétta reipin og hvarf ofan í jörðina. Ég sá henni stundum bregða fyrir úti, en kynntist henni lítið. Og hennar varð aldrei vart í fjölmenni. En hún var þarna suður í götunni, og stökur sem frá henni bárust, sumar gamlar, sumar nýjar, hlutu lofsyrði. Hagyrðingar litu inn til hennar og styttu henni stundir eða sendu henni vísur, einnig vísuhelm- inga og báðu hana að botna. Smám saman ibreyttist hún í mennska manneskju. Þó hvíldi yfir henni sú birta sem umlék hana fyrst: síðdegis- skin, komið inn um vestur- glugga — hnígandi dags- birta, kyrrð. Þótt ég sæi hana síðast í sjúkrahúsi, eða öllu heldur: vissi af henni þar bak við austurglugga, fannst mér hún eftir sem áð- ur eiga heima í hlýlegri vist- arveru þar sem síðdegið bhk- aði á rúðunum, kærleiksrik birta, já, þroskuð birta, því er ekki eins og dagsbirtan þroskist, verði dýpri og fyilri eftir því sem á daginn líður ? Skærleiki hennar dvín. en í staðinn öðlast hún mildan og gullinn ljóma. Dropamir halda áfram að falla á steinana og bifreið er að koma yfir Norðurár- brú. Áður þurfti að krækja upp með ánni til þess að komast á gömlu brúna, upp undir Hálfdánartungur, ann- að eyðibýlið til. Það voru framfarir að fá nýja brú og á nýjum stað. En brúin breytir ekki því, að alltaf langar mig út að Krórár- gerði. Hvað skyldi vera langt þangað héðan? Á að gizka tíu mínútna gangur hvora leið. En Krókáin er á milli og svo ætlar hann að fara að rigna, gáðu að því. Nei, svona fyrirætlanir. ... Kæri Guðmundur. Ég vona að þér líði vel hjá Skagfirðingum. Það var lika mál til komið að skáld kæmi austur yfir Vatnsskarð. Þeir strekktu vestur yfir menn eins og Bólu-Hjálmar og sátu hjá höfðingjum. Síðan hefur alltaf hallast svolítið á á Vatnsskarðinu þangað til nú, ef vel tekst til um þín býti. En ekki meira um það. Þú hefur orðað það við mig, að ég skrifaði eitthvað í blað þitt Einherja nú fyrir jóhn. En ég er ósköp bágur upp á kristilegt hugarfar. Ég hef fyrir löngu varpað því yfir á prestana, aht frá séra Hallgrími í Glaumbæ til núverandi sóknarprests hér, sem hefði átt að ná kosningu, og hef litið svo á, að þeir ættu að sjá um mina sálarheill á meðan ég sneri mér að öðru. En hitt er ann- að mál, að auðvelt er að skrifa Húnvetningi heim í Skagaf jörðinn. Ég ætla hins vegar að vona, að þú farir ekki að ganga einförum uppi á Nöfum. Ég gerði þetta einu sinni og þá var haft á orði á Króknum, að hann væri víst undarlegur þessi. Það var á þeim árum, þegar Skagfirðingar gáfu mér að éta. Kkki fer hjá því, að manni verði stundum hugsað norð- ur í Skagafjörð, einnig um jól, eins og í annan tíma. Faðir minn hugsaði alltaf þangað, ég held hverjum degi. Nú er þetta bara f jörð- ur og breiður dalur á milli tveggja fjallgarða. Fremstu bæir eru komnir í eyði og engum hefur tekizt að endur- reisa þá, þótt kannski brú upp á milljón dýfi sporði sínum í túnfót eyðibýlisins. En þótt býh fari í eyði, halda kennileitin nöfnum sínum. Mér varð eitt sinn stigið af baki í túnfæti Öldu- hryggs, þar sem langafi minn bjó, og faðir minn um tíma, og ótal frændur að ég held. Bendir þá fylgdarmað- ur minn upp á fjallsrana, sem virtist grár af mosa- þembum, og segir að þarna sé nú Gullteigurinn. Nú, fannst þarna gull, spyr ég. Ónei, segir hann. Sprettur þá gras þama, spyr ég. Varla að heitið geti, segir hann. Og hvað er þá gull við þennan teig. Það festi aldrei á honum snjó. Og þar með stakk hann mér á kaf í beit- arvísindi forfeðranna. Svona gældu menn við landið í orðum. Þeir kenndu það við gull og kannski þekktu þeir ekki annað gull. Víða er svo komið, að nöfn- in standa ein eftir handa þeim sem vilja muna þau. En tíðarandinn er að hress- Framhald á næstu síðu

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.