Einherji


Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 8

Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 8
JÖLABLAÐ 1970 EINHEKJI Gullteigarnir okkar Framliald úr opnu ast, og menn finna sér n>ja teiga. Þeir beita ekki lengur á þá að vísu, en þeir treysta þvi að þeir fenni ekki í kaf. Og þeir, sem foúa í fallegum ’néruðum, líta yfirleitt á þau sem einn samfelldan gullteig. En gullteigurinn er þó stærst ur og mestur í hjörtum þeirra, sem eru farnir. Og nóg um það. Mér skilst, að nú hafi menn hug á að virkja Reykja foss. Það munar svo sem ekki um einn kepp í slátur- tíðinni. Annars virtust horf- ur því, að tekizt hefðu sinna- skipti, o g bergvatnsárnar yrðu látnar í friði framveg- is. En þetta er sjálfsagt em- hver gömul áætlun, sem nú er hugmyndin að framfylgja. Og satt að segja er mönn- um vorkunn, þótt þeir sjái ekki mikið annað en Reykja- foss, þegar sannanlega vant- ar rafmagn á svæðið. Reykja foss er í einu sæmilega stóru bergvatnsánni í héraðinu, og því vatnsfalli héraðsins sem hægt er með góðu móti að fylla svo af laxi, að það standi á skömmum tíma jafn- fætis beztu og frægustu lax- veiðiárn landsins. Hvað snert- ir virkjun Reykjafoss og fyrirhugað laxeldi í Svartá ofan hans, þá er hér um tvær illsættanlegar fram- kvæmdir að ræða. Þá er spurningin, hvort fórna á að einhverju eða öllu leyti hart- nær þrjátíu kílómetrum af fegursta veiðivatni héraðs- ins, sem þegar er komið í rækt, auk þess að leggja undir vatn gott undirlendi, sem ekki er of mikið af í byggðinni sunnan fossins, svo ekki sé minnzt á þau áhrif, sem virkjunin kann að hafa á þann vísi af laxveiði, sem er á stuttu svæði fyrir neðan fossinn, þar sem áin hefur verið í ræktun að und- anförnu. En skammt frá virkjunarstaðnum eru einu umtalsverðu veiðistaðirnir í ánni nú. Þótt mjög sé rætt um virkjunina, hefur ekki heyrzt að laxræktarmenn, sem eiga iand að ánni fyrir neðan foss, og eru mjög á- hugasamir um velferð fiski- stofnsins þar, hafi andmælt því að sprengja þarf niður allt fossgil og viðhafa annað rask, ef til virkjunar kem- ur, með þeim árangri vænt- anlega, að þá fer að styttast nýtanlegt veiðisvæði fyrir löndum þeirra. Eða treysta þeir á það að virkjunarmenn hafi á einni nóttu „turner- ast“ og borgi nú fyrir spjöll á laxveiði, þannig að kom- andi kynslóðum sé að fullu bætt breytt náttúrugæði. Ég set þetta svona fram hinum varfærnu og áhugasömu laxaræktarmönnum til athug unar, sem hafa verið trúir yfir litlu (einum fimm kíló- metrum af veiðanlegu vatm). Ungt fólk hefur undanfar- in sumur farið upp á fjöll til að bera á mela og sanda og sá fræi til að auka gróður landsins. Mikil og óeigin- gjörn þátttaka sýnir, hve annt fólki er urn að græða og bæta það, sem ágangur og veður hafa tætt og rifið niður. Árangurinn af þessu ræktunarstarfi er þegar orð- inn ótvíræður, og mun í vax- andi mæli kalla á fólk til at- hafna. En þetta er aðeins einn liðurinn í því upp- byggingarstarfi, sem maður- inn verður að vinna til að hjálpa náttúrunni til sjálfs- bjargar. Hvar sem ræktun verður við komið, hvort sem það er nú gras eða lax eða eitthvað annað, sem halloka hefur farið í ríki náttúrunn- ar, verður þegar að hefjast handa. Þekkingin og tæknin sem við höfum yfir að ráða, kalla beinlínis á framkvæmd- ir í þessum efnum. Og slíkar framkvæmdir ættu að hafa forgangsrétt, eða að minnsta kasti jafnan rétt. Það er nú svo um hina hagnýtu hlið slíks ræktunar- starfs, að um hana getur orðið meiningarmunur. Ann- ars vegar stendur kannski framkvæmd, sem verður veg- in og metin í ákveðnum töl- um, en hins vegar er um að ræða verðmæti, sem standa ofar öllum slíkum reiknings- dæmum. Reiknistokkar verk- fræðinga eru aðeins reikni- stokkar. Mér dettur t. d. í hug að enn hefur slíkum reiknistokki ekki verið slegið á Glóðafeyki. Það verður sjálfsagt seint hægt. En ætli mönnum brygði ekki í brún ef einn daginn ætti að fara að moka úr honum upp á bíla. Annars vita Húnvetn- ingar þínir töluvert um reikningshlið ræktunarstarfs ins í náttúrunni. Mér skilst þeir fái samtals einar níu milljónir fyrir árnar sínar á ári Það er staðreynd að byggðasvæði í vexti þurfa aukið rafmagn. Engum dett- ur í hug að andmæla því eða neita. Það eru dauðir menn, sem ekki vilja virkja. Það er aðeins deilt um staði. Nú skulum við segja að vitað mál sé að undir miklu og góðu túni sé ágæt sandtaka. Á þá að eyðileggja túnið. Er ekki betra að leysa sand- tökumálið með því að leita betur og víðar. Er þá hvergi vatn nema í Svartá, fyrst svo mjög er einblínt á Reykjafoss til virkjunar. Ég spyr um stækkun Skeiðfoss- virkjunar? Ég spyr mn Jök- ulsá hjá Goðdölum? Eða þurfti ekki að athuga hana. Var hún ekki nógu tær fyrir hverflana. Nú skilst mér að með því að virkja Reykja- foss fáist 5-7 ára frestur. Þá verður allt komið í sama farið aftur með rafmagns- skortinn. Jökulsá veitti lengri frest. Stækkun Skeiðfoss- virkjunar mundi veita ámóta frest. Ég þori svo ekki að nefna fleiri lausnir eins og línu að, fyrir þeim heima- ríku. Nú en virkjun Svart- ár hækkar prósentuna eitt- hvað. Búið er að virkja ein sex prósent af fallvötnum | landsins. Það er bergvatn nema fyrir utan virkjunina við Búrfell. Þannig hefur farið um ræktanlega vatnið á meðan jökulsskólpið renn- ur til sjávar engurn til gagns. Nýlega sá ég í fréttum frá Alþingi, að bændur væru taldir hlyntir virkjun Reykja foss. Þá þekki ég illa bændur | ef þeirri ánni, sem best er fallin til laxaræktar i héraði á að þeirra. viti að fórna i virkjun. Auðvitað hefur ver- ið átt við, að þeir vildu að rafmagnsskorti yrði aflétt. Það hljóta allir góðir meim að vilja. Jæja, Guðmundur minn, þetta er orðið lengra en ég ætlaði og þar að auki nætur- skrif. Við skulum heita á alla góða menn Svartá til hjálpar. Svo vænti ég þess að rafmagnsmálin verði leyst hið fyrsta og skynsamlega. Við þá lausn ættu menn að vera minnugir þess að við erum ein þjóð í einu landi, og rafmagnið, sem enginn skilur enn til hlýtar, þekkir ekki til héraðastolts og er jafngott úr þessari leiðsl- unni og hinni. Með jólakveðju. Indriði G. Þorsteinsson Lœkkið útsvörín! PLASTSEKKIR í grind- um ryðja sorptunnum og pappírspokum livar- vetna úr vegi, vegna þess að PLASTSEKKIR gera sama gagn og eru ÓDÝRARI Sorphreinsun kostar sveitarfélög og útsvarsgreiðendur stórfé. Hvers vegna ekki að lækka þá uppliæð? PLASTPRENT h.f. GRENSASVEGI 7 — SlMAR 38760/61 Áhrif sígarcttureykinga á hjarað og blóðrásina. Royliingar liai'a aukizt stórlega á síðustu órum, einkum eftir 1940 og áhrifin eru pegar farin að sýna sig. Lungnakrabbamein er þegar farið að aukast ár frá ári og allt bendir til, af reynslu annarra þjóða, að þessi sjúkdómur eigi eftir að færast stórlega í aukana, ,>f unga fólkið heldur áfram að reykja eins og það gerir nú. Ef við eigum að forðast mann- hrun á næstu áratugum, verðum við að brjóta við blað og hætta að reykja. Ekkert annað getur forð- að okkur frá þeim örlögum, sem aðrar reykingaþjóðir hafa orðíð að mæta. LANDSBANKIISLANDS Austurstræti 11 — Reykjavík — Sími 17780 Útibú í Reykjavík: Austurbæjarútibú, Laugavegi 77, sími 21300 Árbæjafútibú, Rofabæ 7, sími 84400 Langholtsútibú, Langholtsvegi 43, sími 38090 Múlaútibú, Lágmúla 9, sími 83300 Vegamótaútibú, Laugavegi 15, sími 12285 Vesturbæjarútibú, Háskólabíó v/Hagatorg, sími 11624 Útibú úti á landi: AKRANESI AKUREYRI ESKIFIRfÐI GRINDAVÍK HUSAVlK HVOLSVELLI ÍSAFIRÐI SANDGERÐI SELFOSSI Afgreiðslur: EYRARBAKKI KEFLAVÍK RAUFARHÖFN STOKKSEYRI ÞORLÁKSHÖFN Aimast öll venjuleg bankaviðskipti innanlands og utan IÐN SKÓLINNj Siglufirði, tekur til starfa 5. jan. n. k. I vetur starfar 4. bekkur. Inntökupróf fara fram 2. og 4. janúar. Þeir, sem þurfa að ljúka prófum áður en skólinn hefst, verða að hafa samband við skólastjóra fyr- ir 28. des. n. k. Skólastjóri. TILKYNNING Ákveðið hefur verið að gefa fólki kost á að lýsa upp leiði í kirkjugarðinum um jólin. Þeir, sem hafa áhuga á þessu hafi samband við Jóhann Krist- jánsson, en hann gefur allar nánari upplýsingar. Nafn eigenda þarf að vera ljósastæðum. RAFVEITA SIGLUFJARÐAR SÓKNARNEFND SIGLUFJARÐAR

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.