Einherji


Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 10

Einherji - 15.12.1970, Blaðsíða 10
JÓLABLAÐ 1970 EINHERJI VlSNAÞÁTTUR Hopar snær af hæstu f jöllum hörputærar lindir slá. Vetur hlær að vonum öllum, vekur blærinn sumarþrá. Isar. Þokan dylur allan ís, ísinn hylur fjörðinn, vonlaust spilar vorsins dís, vantar yl á svörðinn. Út við sjó er voði vís, værð og ró á fjörum. Húnafiói hulinn ís, Harpa þó á förum. Kvöld. Sól á græðis gengur vit, gulli klæðist ögur. Ber frá glæðum bjartan lit brúðarslæða fögur. Guðrún María Benónýsdóttir Fífusundi Lausavísur 25. júlí 1970. Lægir strangan storm á ný stillir ganginn tregur. Moldin angar mild og hlý, mig að fangi dregur. Geislar fjörðinn gliti slá, gróin jörðin angar. Halda vörð með hýrri brá hnjúkar, skörð og drangar. Mannlíostir. Tápi með þín tókstu spor trúin léði framann. Æskugleði, von og vor völdum réði saman. 1 önn dagsins Sólarglit og Braga bál bezt fær hitað sinni. Gleymist strit ef hendig hál hjartans flytur minni. 1 grenjaleit. Heiðin sollin, grá og grett, greipuð polla teiknum. Veldur hrolh þoka þétt þar í skollaleiknum. Á greni. Skotin gjalla, brotna bein, bifast valla rófa. Er að falla ein og ein, upp til fjalla tófa. Vitnisburður. Þinn er háttur hlýr og beinn, hvergi máttar-þrotinn. Eðhsþáttur ekki neinn agnarsmátt er brotinn. Mismunur. Sumir falla í forina fyrir galla sína. Lifa alla ævina aðrir sallafína. Ellitök. Gengur lotinn garpurinn, greinabrotinn stynur. Afli þrotinn auminginn er sem rotinn hlynur. Leyst tunguhaft. Öls við teiti andinn frjáls upp sér fleytir hraður. Burtu þeytir böndum máls blankur sveitamaður. Vetur. Bylur hríð á bænum þrátt brögnum kvíða veldur. Þessi tíð nær engri átt, eg vil blíðu heldur. Þegar frýs og fellur snjór feigðar rísa völdin, þó mun vísan vængjastór vetrar lýsa kvöldin. Andvaka. Býður ótta, hvíld og kyrrð. Kúrir drófct í ranni. Vökimótt og staka stirð stela þrótti úr manni, Endurlausn. Þegar vorsins kallar kraftur kætist öndin veik og sljó. Verður hraust og ungleg aftur, eftir fcök við frost og snjó. Þá er ljúft um gróna grundu ganga léttum sporum frjáls. Skinið sólar mjúkri mundu magnar logann orku báls. Hörkufrost og válynd veður virðast langt að baki nú. Eagra vor sem græðir gleður, gefur aftur von og trú. Vor að völdum. Allt er kærum svipi sett, sundur snærinn drafnar. Kyssir blærinn laufið létt, h'fið grær og dafnar. Pálmi Jónsson Stökur. Lýsir jólakerti kært Hvar sem róla veginn, hef í skóla lífsins lært löngum sólarmegin. Höllin, bríkur, víkur, ver, völhn lýkur snærinn. Mjölhn rýkur, fýkur, fer, fjöllin strýkur blærinn. Þorri rymur, gustar gátt, glugga fimur málar rósum. Rastar himinheiðið blátt háfext brim af norðurljósum. Máni hlær við brúnaboga, bliki slær á hafsins djúp, úfinn sær við vík og voga, vafinn. bær í klakahjúp. Útigöngu-hörmung hræðir, hrossin löngum standa í höm, horfin föngum, napurt næðir, norpa svöng á heljarþröm. Oft eru vetrar erfið spor, eymast lúnir fætur, bráðum kemur blessað vor og bjartar sumarnætur. Lagið prýðir borð í bát, bandið treystir hnoð á ró. Eins má hafa á því gát, oft er lag með þriðja sjó. Leiðarstein í lófa fel, lífsins gæfuneista, gættu þess að velja vel vin, sem á að treysta. Gott er að valda meiri mýkt, milda kaldan vetur. Þeir sem gjalda líku líkt lifa sjaldan betur. Þó að fenni í fótspor senn, fáu nenni kvíða. Gott á enn við ýmsa menn, ylinn kenni víða. Eðvald HaUdórsson Búnaðarbanki íslands Sími 5300 — IITIBÚIiÐ Á SAUÐÁRKRÓKI — Sími 5300 Afgreiðslutími kl. 9,30—12 og 13—16, laugardaga kl. 9,30 —12. Annast öll innlend bankaviðskipti. Trygging fyrir innstæðufé er ábyrgð ríkissjóðs. Útibúið óskar öllum Skagfirðingum og Siglfirðingum heima og heiman árs og friðar. Búnadarbanki Islands ÚTIBÚIÐ Á SAUÐÁRKRÖKI HappdrættiHáskóla Islands Á árinu 1971 á þriðjungur þjóðarinnar kost á að hljóta vinning. Heildarfjárhæð vinninga verður 241.920.000 krónur — tvö hundruð fjörutíu og ein milljón níu hundruð og tuttugu þúsund krónur — eða tæpur fjórðungur úr milljarði. Vinningar skiptast þannig: Vinningar ársins (12 flokkar): 4 vinningar á 1.000.000 kr 4.000.000 kr. 44 — — 500.000 — . . . . 22.000.000 — 48 — — 100.000 — . .. . 4.800.000 — 7.012 — — 10.000 — . . . . 70.120.000 — 11.376 — — 5.000 — . . . . 56.880.000 — 41.420 — — 2.000 — . .. . 82.840.000 — Aukavinningar: 8 vinningar á 50.000 kr 400.000 — 88 — 10.000 — . . . . 880.000 — 60.000 241.920 — Hæsta vinningshhitfallið: Vinningur í Happdrætti Háskóla íslands nema 70% af samanlögðu andvirði seldra miða. Er það miklu hærra hlutfall en nokkurt happdrætti greiðir, og sennilega hæsta vinningshlutfall í heimi. — Atliugið: Eitt númer af hverjum fjórum hlýtur vinning. 7 krónur af hverjum 10 eru greiddar í vinninga — og berið saman við önnur happdrætti. Góðfúslega endurnýið sem fyrst. Hver hefur efni á að vera ekki með? Happdrætti Háskóla (slands Fiskiðja Sauðárkróks h.í. Stökur þessar tók Eðvald Halldórsson saman að beiðni Einherja. Þær eru allar eftir hagyrðinga í Vestur-Húna- vatnssýslu. Blaðið kann Eð- vald beztu þakkir fyrir. óskar viðskiptamönnum og starfsfólki GLEÐILEGRA JÓLA og FARSÆLS KOMANDI ÁRS og þakkar samstarfið á árinu.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.