Einherji


Einherji - 27.02.1979, Blaðsíða 1

Einherji - 27.02.1979, Blaðsíða 1
100 Siglfirðingar í nefndum bæjarins og bæjarstofnana Samkvæmt síðasta tölublaði Mjöinis frá 21. des. s.l. munu um 100 Siglfirðingar sitja í nefndum á vegum Siglufjarð- arkaupstaðar, þegar ný sam- .þykkt um stjóm bæjarmála hefur verið samþykkt. Á bæjarstórnarfundi 8. febr. s.l. upplýsti Vigfús Þór, að Gunnar Rafn Sigurbjömsson væri bæði faðir og móðir þess- ara hugmynda, sem því miður bera mikil einkenni útþennslu, og stórlega aukinna útgjalda fyrir bæjarfélagið. Einherji leitaði uppýsinga hjá bæjarritara, hver^ væru nefndarlaun fyrir setinn fund, samkvæmt núverandi greiðsl- um. Samkvæmt upplýsingum bæjarritara, eru nefndarlaunin misjöfn, eða frá tæpum 5 þús- und krónum upp í kr. 8.500.- Sumar þessara nefnda halda fundi vikulega, og stundum oftar, ef þörf þykir, aðrar sjaldnar eins og gengur. Ef gert er ráð fyrir að þannig hittist á, að allar nefndir héldu fund í sömu vikunni, mundi sú nefndavika kosta Siglufjarðar- kaupstað um kr. 600.000.- Að sjálfsögðu er vinna nefnda nauðsynleg, en bæði fjöldi nefnda og stærð hverrar nefndar, þarf þó ætíð að skoð- ast frá hagkvæmnis- og að- haldssjónarmiði, jafnframt, sem fyllsta lýðræðis sé gætt. Margt er það fleira í þessum drögum að nýrri bæjarmála- -samþykkt, sem stóreykur kostnað í rekstri Siglufjarðar- kaupstaðar, ef samþykkt verður óbreytt, sem ekki er vitað, þegar þetta er skrifað. Sem deémi má nefna, að gert er ráð fyrir að gera tæknifræð- ing bæjarins að hitaveitustjóra, og vatnsveitustjóra, en eins og allir Siglfirðingar vita, nema þá ef væri bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins í Siglufirði, hefur tæknifræðingur bæjarins mjög mikið að gera í sínu starfi, þó ekki sé verið að flytja hann í önnur störf samhliða, en heyrst hefur að ef til vill búi hér annað og meira á bak við, en það er að ráða annan tæknifræðing á tæknideildina í viðbót, þrátt fyrir það að meirihlutinn sé nýbúinn að ráða tækniteiknara í fullt starf á tæknistofuna, og þótti þá flestum nóg um. En hér er eitt með öðru í útþenslu og óstjóm bæjarmála í Siglufirði í dag. Bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins vildu reyna að ná fram breytingum á þessu vinnuplaggi Gunnars Rafns, og fluttu svohljóðandi tillögu á bæjarstjómarfundi 8. febr. s.l. „Bæjarstjóm Siglufjarðar samþykkir að fresta afgreiðslu „samþykktar um stjórn bæjar,-., anála»Sigiuffjárðkrkaupstaðar“ þár tíl fyrir liggja tillögur að nánari útfærstu samþykktar- innar, sem nú er verið að vinna að. Þá samþykkir bæjarstjórn að kosin skuli fjögurra manna nefnd skipuð fulltrúa úr hverj- um flokki, til að yfirfara og samræma framkomnar tillögur um stjóm bæjarmála, að vænt- anlegum hugmyndum að út- færslu samþykktarinnar.“ Þessi tillaga var felld með 6 j atkv. gegn 2, en Bjöm Jónasson! sat hjá. Síðan var samþykkt tillaga um frestun á afgreiðslu um 14 daga, eða til 22. febrúar. Hjá Kolbeini Friðbjamar- syni kom fram í umræðum um málið, á bæjarstjómarfundin- um, að þessi frestun skipti raunar ekki máli, þar sem meirihlutinn væri búinn að ákveða að samþykkja þessi drög að nýrri bæjarmálasam- þykkt, eins og þau lægju fyrir, og flokkaði umræður bjejar- fulftrúa Framsóknarflokksins undir snakk. " ’ Svona getur lýðræðisást einstakra manna brotist út í margskonar mynd, þegar um- ræður um svo stórt mál, eins og hér er á ferðinni, eru afgreiddar sem snakk. Þrátt fyrir yfirlýsingar kommanna, er þó veik von um, að þeim vitrari menn komi fram breytingu, sem miðar í átt til spamaðar og aðhaldssemi. Ekki er ofsögum sagt, að bæjarfulltrúar hafi nú vaxandi ótta um stefnuleysi og ringul- reið í stjóm bæjarmáld í Siglu- firði, en nýja sósialiska meiri- hlutanum, eins og oddvití hans kynnti hann í stefnuræðu í upphafi stjómartímabils, undir alræði komma, virðist margt betur gefið en stjómun og ákvarðanatekt. Svipmyndir af bæjarstjórnarfundi 8. febrúar. s.l. Við berum ekki tjón annars fyrirtækis Vegna eridurtekinna sknta dagblaða að undanfömu um galla í seldúm gaffalbitum til Sovétríkjanna á síðasta ári, leitaði bláðið frekari upplýs- inga af málinu hjá fram- kvæmdastjóra Siglósíld, Agli Thorarensen. í skrifum dagblaða undanfar- ið um galla í framleiðslu gaffal- bita hefur ekkert verið minnst á Siglósíld? Það er rétt, við höfum ekki fengið kvörtun vegna fram- leiðslu okkar. Við erum engu að síður mjög áhyggjufullir út af þessu máli því það snertir okk- ur verulega, þar sem Sovét- menn vilja ekki gera neina samninga fyrr en þeim hefur verið bættur sinn skaði. Ég tel að hefði þetta tjón ekkj prðið, þá væri fyrir löngu hafin fram- leiðsla hér. Okkar tjón og okkar starfsfólks er biðin og það verður með hverjum deginum tilfinnanlegra. Hvað er til fyrirstöðu að ganga frá tjónabótum strax? Tjónið er því miður stórt og því erfitt viðfangs, en unnið er að lausn þess. Við höfum boðist til þess að framleiða bætumar sinn. Samningaviðræður við þá nú í janúar mótuðust því mjög af I þessu ástandi og það er jafnvel sennilegt að það hafi áhrif á heildarsamninga gaffalbita á þessu ári. Hiusvegar var það I mat okkar seljenda, að áhugi væri fyrir áframhaldandi við- skiptum við okkur og á því leikur enginn vafi að gaffalbitar er Vinsæl vara í Sovétríkjunum. Egill Thorarensen til þess að flýta málinu því við eigum á lager gott hráefni og annað sem til framleiðslunnar þarf. Þú segir að Sovétmenn geri enga samninga viðykkur fyrr en tjónið hefur verið afgreitt, hvað líður þá samningaviðrœðum. Prodintorg, okkar við- semjendur í Sovétríkjunum, eru mjög áhyggjufullir vegna þessa máls, sem ekki er óeðlilegt, þeir hafa þegar greitt alla vömna en sitja svo uppi með hana, einnig kom fram hjá þeim í viðræðum nú í janúar, að þeir óttast tregðu markaðarins til kaupa fyrst um Nú verður Siglósíld og starfs- "' fólk fyrirtœkisins fyrir verulegu tjóni vegna mistaka annars fyr- irtœkis, hvernig taka ykkar sölusamtök á svona máli? Svona mál hefur ekki komið upp í sölusamtökum verk- smiðjanna áður, en það er auð- vitað 'rétt að það verður að fyr- irbyggja að eins mistök geti raskað starssemi annars. Þetta sérstaka vandamál má rekja til óvirks eftirlits með framleiðsl- unni og það er alveg Ijóst að í framíðinni verður að haga eft- irliti á annan veg. Það er einnig ljóst að Sigluósíld ber ekki tjón vegna annarra mistaka og mun auðvitað halda fram rétti sínum í því efni. Lækkun brunabótaiðgjalda fasteigna í Siglufirði ! Á fundi bæjarstjómar 11 janúar fluttu bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins svo- hljóðandi tillögu: „Bæjarstjóm Siglufjarðar samþykkir að segja upp bmnatryggingu fasteigna í Siglufirði." Fyrir liggur að önnur tryggingafélög hafa boðið lækkun iðgjalda allt að 40% frá núgildandi iðgjaldaskrá, og því eðlilegt að þessi mál verði tekin til endurskoðun- ar. Samþykkt var að bæjar- ráð kannaði málið fyrir ; næsta bæjarstjómarfund, en eins og fram kom í framsögu flutningsmanna tillögunnar, þarf að segja þessum trygg- ingum upp með 6 mánaða fyrirvara miðað við 15. okt. Á bæjarstjómarfundi 8. febr. lá fyrir fundargerð bæjarráðs, þar sem upplýst var, að framkvæmdastjóri félagsins hefði óskað eftir að fá að koma til Siglufjarðar og ræða þessi mál. í Það eitt er augljóst í þessu^ máli, að Siglfirðingar fara’ ekki að greiða iðgjöld langt j umfram það sem hægt er að' fá með samningum við önn- Framhald á bls. 5

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.