Einherji


Einherji - 27.02.1979, Blaðsíða 8

Einherji - 27.02.1979, Blaðsíða 8
8 EINHERJI Þriðjudagurinn 27. febr. Hvenær kemur Sorpeyðingarstöðin? N ú finnst mér að tími sé til kominn að fullkomin sorp- eyðingastöð verði reist fyrir bæinn okkar, og þó fyrr hefði verið Ekki skorti loforðin fyrir síðustu bæjarstjómarkosn- ingar og nú er bara að standa við þau loforð. f blaðinu „Neista“, 2. tölublaði ’78 segir svo i grein sem ber yfirskriftina „Þetta viljum við.“ Sorpeyðinga- stöð fyrir Siglufjörð. Við af- greiðslu á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs í vetur fluttu bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins, þeir Sigurjón Sæmundsson og Jóhann G. Möller, breytingatillögu um 15 miljónir kr. framlag (1 framlag) til byggingar sorp- brennslustöðvar fyrir Siglu- fjörð. Ennfr'emur fluttu þeir eftirfarandi tillögu: „Bæjar- stjóm Siglufjarðar sam- þykkir að hafist verði handa um byggingu sorpbrennslu- stöðvar fyrir Siglufjörð á komandi sumri“ (tilvitnun líkur). f blaðinu „Mjölni“, 7. tölublaði ’78, segir í „Bæjar- málastefnu Alþýðubanda- lagsins.“ Strax verði gerðar ráðstafanir til þess að koma sorpeyðingunni í viðunandi horf og ekkert til þess spar- að. Með þvi yrði í eitt skipti fyrir öll komið í veg fyrir þann sóðasvip, sem sorp- haugamir setja á bæinn og fjörðinn. í blaðinu „Siglfirðingi“ 4. tölublaði ’78, segir svo um „Umhverfismál“. Að sorp- hreinsun og eyðingu verði komið í viðunandi horf. í blaðinu „Einherja“ 3-4 tölublaði ’78 segir í „Ávarpi.“ Umhverfismál og hreinlætismál. Varanlegar úrbætur í sorpeyðingu, sem fullnægi umhverfi bæjarbúa og hreinlæti bæjarins. Þetta eru kosningalof- ÓIAFUK GfSlASOH S CO. HF. HEILDSAL A ALLI Vonandi hljómar þessi setning ekki á þínu skipi. - En ef, hver ábyrgist öryggi skipsáhafnarinnar? öryggisútbúnaðurinn?... Efl'aust.- ERT JfejQ ÖRUGGIJR UM BORÐ? batur gúmíbjörgunarbátarnir eru samþykktir af Siglingamálastofnuninni. gúmíbjörgunarbátarnir er framleiddir 6,8,10,12,15,20 og 25 manna. gúmíbjörgunarbátarnir eru fyrirliggjandi. Mjög hagstætt verð - GREIÐSLUKJÖR. Umboðsaðilar: & ÖUFUK GlSMtSON & CO. HJ. r'— SUNDABORG 22 - 104 REYKJAVlK - SlMI S4t00 • TELEX 2026 _i orðin, en þetta sem ég hef skrifað upp úr bœjarblöðun- um var birt í þeim daginn fyrir bœjarstjórnarkosning- arnar 27. maí. 1978. Jœja, háttvirtu bœjarfull- trúar, œtlið þið ekki að standa við þau loforð sem þið gáfuð kjósendum ykkar, ekki trúi ég öðru, en látið nú verkin tala. Með vinsemd Sveinn Þorsteinsson * ' Hvers vegna svara ekki bæjarráðs menn bréfum, eða sinna óskum um viðræður við S.M.S.? Það hefur aldrei þótt sér- lega góður siður hjá vinnu- veitanda að neita viðrœðum við starfsmenn sína, eða hundsa beiðnir þeirra um úr- bcetur i málum, sem snerta beint þá samninga, sem þeir vinna eftir. Nýja bœjarráðið og meiri- hlutinn í Siglufirði virðist þó hafa tileinkað sér þessi vinnubrögð, samkvœmt bréfi, sem borist hefur öllum bœj- arfulltrúum frá Starfs- mannafélagi Siglufjarðar- kaupstaðar, en bréfið, sem er dagsett 2. febr. s.l. hljóðar svo: Launakjaranefnd Sigluf jarðarkaupstaðar, Siglufirði. Fundur, haldinn í stjórn og kjaranefnd starfsmannafé- lags Siglufjarðarbæjar þann 1. febr. 1979, samþykkti eft- irfarandi ályktun: „Þar sem Siglufjarðar- kaupstaður hefir gerst frek- lega brotlegur við gerða kjarasamninga, varðandi launagreiðslur til fastra starsmanna sinna á árinu 1978, og það sama virðist eiga að endurtaka sig á þessu ári, þá er yður hér með til- kynnt um, að launþegar inn- an S.M.S geta ekki lengur unað slíku, og setja fram þá kröfu, að verði laun þeirra ekki greidd fyrir 10. þess mán., en samkv. 20. grein í réttindum og skyldum segir: „að föst laun skulu greidd fyrirfram 1. starfsdag hvers mánaðar“. Með tilvísun til þessa verða launakröfurnar ásamt vöxtum og kostnaði sendar umsvifalaust til inn- heimtu hjá lögfræðingi BSRB. á ábyrgð launagreið- anda.“ Einnig mun krafa um ógreidd orlofsfé til Póstgíró- stofu, sem ekki hefir verið greitt síðan í maí 1978 verða send í opinbera innheimtu. Þessar ráðstafanir eru ör- þryfa ráð af hálfu SMS, þar sem engum óskum né bréfum frá félaginu er svarað á neinn hátt af hálfu launakjara- nefndar eða bæjarráðs. SMS hefir einnig óskað eftir við- ræðum við ráðamenn bæjar- ins um nauðsynleg úrlausn- arefni, en því hefir heldur ekki verið sinnt. Með vinsemdar kveðjum Helgi Antonsson, form. Hulda Steinsdóttir, bréfritari Væri nú ekki rétt fyrir valdhafana að koma oran úr skýjunum, og að minn§ta kosti ræða málin, en satt best að segja virðast hlutimir al- mennt vera látnir reka á reiðanum, ekki fremur í þessu máli en öðrum, og iiýjar álögur samþykktar á bæinn umhugsunarlaust, frá degi til dags, burtséð frá greiðslugetu. Að dómi Einherja verður að koma til gjörbreytt og ábyrg fjármálastjórn, en eins og er stendur áttaviti fjár- málastjómar bæjarins á núlli. Tilkynning um heimild til lækkunar eða niðurfellingar fasteignaskatts. Fasteignaskattsgreiðendum í Siglufirði er hér með bent á heimild skv. 3. mgr. 5.gr. laga nr. 8/1972 tl niðurfellingar eða lækkunar fast- eignaskatts, sem efnalitlum elli- og örorkulíf- eyrisþegum er gert að greiða. Sama gildir um slíka lífeyrisþega, sem ekki hafa verulegar tekjur umfram elli- og örorkulíf- eyri. Siglufirði 20/2 1979 Bæjarstjórnn

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.