Einherji


Einherji - 22.12.1980, Blaðsíða 8

Einherji - 22.12.1980, Blaðsíða 8
8 EINHERJI Þriðjudagurinn 23. des. 1980 Minningarorð Þórarinn Hjálntarsson ...... tf Góður samferðamaður er kvaddur. Glaður og reifur gekk hann fram. þótt hann vissi sitt endadægur skammt undan. Hann vissi um sigð dauðans. sem yfir honum vofði og þann grimma sjúkdóm. sem varð hans bani. En hugrekkið. karlmennskan og glaðlyndið brást ekki. ..Drottinn leikinn setti á svið. sagan borgar gjaldið. Dáðlaust hlutverk daðra eg við. dauðinn fellir tjaldið." Þannig kvað Þórarinn sjálfur um hin óhjákvæmilegu leikslok. Sókrates líkti dauðanum við svefn. hinn sæta svefn. Og ef svo væri teldist hann mikill ávinn- ingur. Ef dauðinn væri brottför héðan á annan stað og betri, taldi hann það mikið hnoss. En slíkt væri hulið öllum nema guðunum. En hann taldi dauðarutvera óhjá- kvæmilegt ævintýri. Þegar heilsan er horfin og engin batavon er framundan. er dauðinn vissulega náðargjöf. Það er gott að getíftekið því, sem að höndum ber með hetjulund og kjarki. Þetta er sú leiðin, sem við öll eigum að fara. Þórarinn Hjálmarsson var fæddur að Húsabakka í Aðaldal. Foreldrar hans voru hjónin Kristrún Snorradóttir frá Geita- felli í Aðaldal og Hjálmar Kristjánsson frá Hömrum í Reykjadal. Ættmenn og áar Þór- arins voru flestir hreinræktaðir Þingeyingar. svo langt aftur sem vitað er. Mikil hagmælska og fróðleiksfýsn voru ríkjandi eigin- leikar beggja foreldranna og ætt- menna hans. Kristján Jónsson Fjallaskáld og kristján Hjálmarsson afi Þórarins voru bræðrasynir. Vatns- enda-Rósa var langa-langömmu- systir hans. Þessa ættarhæfileika erfði Þórarinn, og hagmælskan og fróðleiksþorstinn hefur vissulega stytt honum marga raunastund og einnig aukið gleði hans og sam- ferðamannanna. Hann gladdist yfir lífinu og dásemdum þess, og elskaði sína heimahaga og ættar- land. Kom þetta fram í Ijóðum hans. Ekki verður hér greint frekar frá ættfólki hans né uppvaxtarár- um, en fátækt fylgdi stórum fjöl- skyldum og ávallt hefur þurft mikið þrek til þess að koma stór- um barnahóp til manns. Syst- kinahópurinn var stór. Börnin urðu 13, og 10 þeirra komust til fullorðinsára. Einnig var sonur Hjálmars fyrir hjónaband alinn upp á þessu stóra æskuheimili Þórarins. Þessi fjölskylda fluttist öll til Siglufjarðar árið 1925. Þá var Siglufjörður gullgrafarabærinn, sem líklegur var til þess að geta orðið fengsæll gæfustaður. Og svo mun þessum systkinahópi hafa reynst hann. Þórarinn stundaði ýmiskonar vinnu hin fyrstu ár sín á Siglu- firði, þó aðallega sjómennsku. Gerðist síðan vörubílstjóri í nokkur ár. Hann var ráðinn vatnsveitustjóri hjá Siglufjarðar- kaupstað árið 1942. Hætti þar störfum árið 1973. Hann varalinn upp í sveit og hafði yndi af land- búnaðarstörfum. Hann átti jafn- an lítið og gagnsamt sauðfjárbú, sem hann stundaði sem hjá- stundavinnu, sér til ánægju og búdrýginda. Sérstaklega mun þetta hafa verið honum yndisauki eftir að hann lét af föstum störf- um. Þórarinn kvæntist 21. apríl 1931 Arnfríði Kristinsdóttur, sem fædd var 6. nóv. 1904 í Hauganesi á Árskógsströnd. Hún var hin mesta ágætiskona og samhent manni sínum. Þórarinn og Arn- fríður eignuðust engin börn sam- an, en kjörsonur Þórarins og einkasonur Arnfríðar er Ás- mundur Þórarinsson. Naut hann mikils ástríkis hjá kjörföður sín- um. Þórarinn missti konu sína 13. júní 1976 og hafði hún þá verið sjúklingur um 10 ára skeið. Var til þess tekið hvé hann reyndist henni góður og umhyggjusamur í hennar löngu og alvarlegu veik- indum. Þórarinn var mikill félags- málamaður. Hann tók mikinn þátt í leikstarfsemi og störfum Góðtemplara. í samtökum bílstjóra, og í búnaðarfélagi gegndi hann forustuhlutverkum. Fulltrúi Siglfirðinga var hann við kaup á nýjum fjárstofni eftir fjár- skiptin árið 1950. Sem góður Þingeyingur var hann í stjórn átt- hagafélags þeirra á Siglufirði 1 mörg ár. Og áfram mætti telja. Hann var allsstaðar hinn glaði og góði félagi, sem studdi að fram- gangi sinna áhugamála. Er við nú kveðjum Þórarinn. þökkum við fyrir lanaa 02 góða samfvlgd góðs dren°s og eftirminnilegs- i j. félaaa. Við þökkum glaðar stundir við frá- sagnir og ljóðagerð. Einnig ber okkur að þakka störf hans i þágu bæjarfélagsins okkar. sem hann stundaði af alúð. ..Hér við skiljumk ok hittask munum á feginsdegi fira. dróttinn gefi dauðum ró en hinum likn sem lifa". Þ. R. J. ( Raddir Björgunarsveitin „STRÁKAR- Ég tek það fram að ég er ekki í „Strákum", en var það eitt sinn. Mér finnst þau skrif. sem birtust í blaðinu Siglfirð- ingi um björgunarsveitina Stráka, mjög óskemmtileg og ósanngjörn. Ég veit ekki til þess að lesenda ] björgunarsveitin hafi hingað til brugðist skyldum sinum. En væri ekki ráðlegt að þegar bvggt verður yfir sjúkrabilinn. að gera ráð fyrir á sama stað nmi fyrir björg- unarsveitarbílinn og jafnvel einnig fvrir tæki björgunar- sveitarinnar. Sakarías. ttrirttrtrtrtrtrtrki INNILEGAR ÞAKKIR fœrum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGFÚSAR ÓLAFSSONAR, Hlíð Sigluftrðt. vaNDAMENN SAUÐARKROKI -HOFSOSI - VARMAHLIÐ - FLJOTIJM Sendir félagsmönnum sínum, starfsfólki, svo og öörum viðskiptavinum beztu óskir um gæfurík jól, og farsæld,á kom- andi ári.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.