Einherji


Einherji - 01.10.1994, Blaðsíða 2

Einherji - 01.10.1994, Blaðsíða 2
2 EINHERJI OKTÓBER 1994 Útgefandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Norðurl. vestra. Ritstjórar: Björn Hannesson og Kristín E. Sigfúsdóttir. Ábyrgðarmaður: Björn Hannesson. Upplag 3600 eintök. Skrifstofa: Gilsbakki 2, 532 Laugarbakki. Sími og fax: 95-12606 Setning og prentun: Húnaprent, Laugarbakka, Sími 95-12990. Ágætu lesendur! Við ritstj órar Einherj a hefj um nú störf að nýj u eftir sumarleyfi og vilj um við þakka lesendum, auglýsendum og greinahöfundum blaðsins fy rir samskiptin á síðasta útgáfuári. Höfum við flutt aðsetur blaðsins að Gilsbakka 2, Laugarbakka. Síma- og faxnúmer eruþau sömu og áður 12606. Húnaprent á Laugarbakka mun sjá um upp- setningu og prentun á blaðinu. Framundan er kosningaár og án efa verður blaðið víðlesið. Því er kjörið tækifæri fyrir auglýsendur að nýta sér Einherja sem miðil til fólksins. Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra haldið í Hótel Varmahlíð, dagana 22. og 23. október 1994. DAGSKRÁ Laugardagur 22. október Kl. 14.00 Þingsetning og kosning starfsmanna Kl. 14.10 Skýrsla stjómar, umræöur og afgreiðsla reikninga Kl. 15.00 Ávörp gesta: Egill Heiöar Gíslason framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins Guöjón Ólafur Jónsson formaöur SUF Kristjana Bergsdóttir formaöur LFK Kl. 15.20 Stjómmálaumræður Framsögumaður: Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknar- flokksins Kl. 16.00 Kaffihlé Kl. 16.30 Frjálsar umræöur Kl. 18.00 Lögð fram drög að stjórnmálaályktun Kl. 18.30 Kosning nefnda og nefndarstörf Kl. 20.30 Kvöldverður og kvöldskemmtun í umsjá heima manna. Sunnudagur 23. október Kl. 10.00 Nefndarstörf Kl. 11.00 Nefndir skila áliti, umræöur og afgreiösla nefndar- álita Kl. 12.00 Matarhlé Kl. 13.30 Kjördæmamál og kosningalög Framsögumaður: Páll Pétursson Kl. 13.45 Fyrirspumir og umræöur Kl. 14.15 Sérmál þingsins: Undirbúningur alþingiskosning- anna Framsögumaður: Bogi Sigurbjömsson formaður kjördæma- stjórnar Kl. 14.25 Fijálsar umræður Kl. 17.00 Kosningar Kl. 17.30 Önnur mál Kl. 18.00 Þingslit Ný hljómsveit á Króknum Það eru þeir Hilmar Sverrisson hljómborðs og gítarleikari, Hörður G. Ólafsson bassaleikari og Viðar Sverrisson trommuleikari sem er hljómsveitin Norðan þrír. Þeir félagar ætla að gera út á árshátíðir og aðrar skemmtanir. Koma þeir til með að spila vítt og breitt um landið í vetur, miðað við þær bókanir sem nú þegar eru komnar. Einnig verða þeir með órafmagnaða tónlist fyrir minni staði og pöbba, þar sem þeir taka kassagítarana í hönd og spila “unplugged”. Frá Héraðsmóti framsóknarmanna Að venju var fjöldi manns á Héraðsmóti framsóknarmanna í Miðgarði laugardaginn 28. ágúst. Á skemmtidagskránni komu m.a. fram Tjarnarkvartettinn, Árni Tryggvason og Jóhannes Kristjánsson. Það var síðan Hljómsveit Geirmundar sá um að allir skemmtu sér, fram á rauða nótt. Hyggur þú á langferð? GISLAVED, GENERAL, KUMHO, AMSTRONG, SÓLUÐ. VETRARDEKKIN FÆRÐ ÞÚ HJÁ OKKUR! GÓÐ VERÐ: VISA, EURO, RAÐGREIÐSLUR K.S. BILABÚÐ

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.