Einherji


Einherji - 01.10.1994, Blaðsíða 3

Einherji - 01.10.1994, Blaðsíða 3
OKTÓBER 1994 EINHERJI 3 HEIMSÓKN í HÖLLUSTAÐI Þaö er einn af þessum fögru haustdögum eins og þeir hafa verið flestir í haust. Viö hjá Einheija erum á leið í morgun- kaffi hjá Páli Péturssyni og Sigrúnu Magnúsdóttur í húsi þeirra aö Höllustöðum. Viö tókum þennan laugardag stjómandi kórsins átt mikinn þátt í því hér. Kórinn gaf m.a. út plötu fyrir nokkrum ámm og er það merkilegt að öll lög- in era eftir heimamenn.“ Áfundiþingflokks og lands- stjórnar sem haldinn var á Blönduósi seinast í ágúst, buðu áram bjó ég í íbúð fyrir ofan verslunina. Ég sagði oft þegar verið var að tala um mig sem kaupmann og framsóknar- konu, það var nú áður en ég kynntist Palla mínum, að ég sæi engan eðlismun á því að fara niður snemma morguns Páll og Sigrún í sælureit sínum á Höllustöðum snemma því Páll ætlar í smala- mennsku eftir hádegið. Hann sinnir ennþá köllun bóndans og tekurþátt í búskapnum eins og hann hefur tíma til, vegna annarra starfa. Sigrún og Páll þurfa að sinna ýmsum erindagjörðum vegna vinnu sinnar. Daginn áður þurftu þau að vera við vígslu nýja vegarins um Bakka- selsbrekkuna, þar sem Sigrún var fulltrúi fyrir hönd Reykja- víkurborgar og Páll sem þing- maður kjördæmisins. Er þetta því kærkomin helgi hjá þeim hjónum til að njóta þess að komast í sveitina. Þegar við keyrðum í hlað á Höllustööum tókum við eftir hvaö húsinu hefur verið valið skemmtilegt stæði. Þaðan sést inn Blöndudalinn og norður yfir Langadalsfjöllin, og það er mjög gróðursælt yfir að líta og búsældarlegt. Okkur er boð- ið í stofu og yfir kaffibollun- um berst talið að söng og fé- lagsmálum. „Ég söng lengi með Karla- kór Bólstaðarhlíðarhrepps“ segir Páll, „og var formaður hans lengi, en fyrsta veturinn, sem ég var á Alþingi, mætti ég nokkuð samviskusamlaga á æfingar. En síöar fóru að koma ný lög og þá var ekki að sökum að spyija aö ég hætti að læra lögin og þá hætti ég. Kórinn er mikil lyftistöng fyrir félags- lega þætti mannlífsins í sveit- um, og hefur Jón í Ártúnum þau hjónin öllum fundarmönn- unum heim. Sigrún og Páll eru mjög ánægð með þá heimsókn og finnst gaman að hafa getað boðið milli 70 og 80 sam- starfsmönnum sínum heim. „Það var efnt til ferðar norður Kjöl í fyrrasumar fyrir Borg- arstjórn Reykjavíkur ásamt borgarstjóra“ segir Sigrún „vorum við þá að skoða Blönduvirkjun, og var gaman að sýna vinnufélögunum sveit- ina hans Palla“. „Er hann ekki ríkur hrepp- urinn héma?“ „Þessi hreppur hefur alltaf verið ríkur“ segir Páll. „Hér er afskaplega gott að búa, að því leiti til að það er mikið gras og víðast í hreppnum eru góð ræktunarskilyrði, svo höfðum við einn besta afrétt á landinu. Hér höfðu menn stór bú á með- an þeir máttu og hér var vel búið, en kannski er það ástæð- an, að hér bj uggu sparsamir og hyggnir karlar.“ „Ég rakst á það í blaði að þú ættir veslun Sigrún. Hefurðu stundað verslunarrekstur lengi?“ „Já, ég erbúin að vera kaup- maður í 23 ár, og er varafor- maður kaupmannasamtak- anna. Ég á verslunina Rangá með vinafólki mínu. Þetta er kjörbúð á homi Skipasunds og Holtavegar og við keyptum af manni sem hafði rekið hana í 40 ár. Þangað til fyrir þremur og taka á móti mjólkurbílnum eða fara í fjós. Nú hafa sam- eignarmenn mínir alfarið meö búðina að gera.“ „Það var skemmtilegt að sjá í blöðunum í sumar hvað þú tókst þig vel út sem maki gestgjafaBorgarstjómarPáll.“ „Það fannst nú ekki öllum gaman og þykir kannski ekki nógu gott. Sigrún verður að búa við þetta úr því að við tókum saman. Þetta er nú svo- lítið afbrigðilegt heimilislíf og undarlegt hjónaband, en höfum nú verið gift í fjögur ár. Við eigum ekki sama lögheimili og eram oft á sitt hvora lands- horninu. Við eram bundin sitt á hvoram stað og Sigrún hefur mörgum skildum að gegna við Reykjavík eins og ég hef mín- ar skildur hér.“ „Erþað ekki mikil breyting fyrir þig Sigrún að vera allt í einu svona mikið úti á lands- byggðinni eftir að þú kynnist Páli?“ „Það er náttúralega bylting. Ég bjó í Reykjavík og er reyk- víkingur en ég hef alltaf haft taugar til landsbyggöarinnar. Ég var í sveit í Svarfaðardal sem barn og á skyldfólk þar. En ég er alsæl með þennan stað okkar hér og vildi gjaman geta notað hann betur. Ég bjó líka þijú ár á Bíldudal, það var um 1970 og einnig fimm ár í Þýskalandi.“ „Hvemig var að búa á Bíldu- dal?“ „Það var mikil breyting. Mest fann ég þó fyrir var fá- breytni í mataræði.“ „Fannstuekki fyrireinangr- un að búa þar?“ „Nei, á svona stöðum þar sem allir hafa sitt hlutverk finn- ur maður ekki fyrir leiða eða að samgöngurhái manni. Þama höfðu allir nóg að gera. Viö vorum barnlaus þá og ég kenndi við skólann og tók þátt í félagsmálum af atorku. Við bjuggum í húsi sem stóö nán- ast í fjöranni, viö áttum trillu og að sigla út fjöröinn, fara í land í einhveijum eyðifirðin- um var stórkostlegt og fegurö landsins er víða stórfengleg þama. Þaö er mjög oft logn á Bildudal og afar sumarblítt og þess sakna ég.“ Á Höllustööum búa dóttir Páls og tengdasonur, Kristín og Birkir og reka þau félagsbú með Páli. „Mér þykir ákaflega mikilvægt að eiga heima hér og vil ekki flytja burtu vegna þess að hér hefur maður jarð- samband. Ég tel mjög mikil- vægt fyrir þingmenn að halda sem traustustum böndum við kjördæmið. Ég vil undirstrika það og tel að það sé afar mikil- vægt fyrir mig að vera héma bóndi. Þó ég hafi sinnt því minna núna undanfarin ár, þá hef ég aldrei viljað sleppa búskapnum m.a. út af því að enginn er eilífur í pólitíkinni, og eins gefur það manni ákveðið öryggi og sjálfstæði. Ég vil taka þátt í því lífi sem lifað er hér. Ég þykist vita ýmislegt sem gerist í kjör- dæminu vegna þess að ég bý hér og er hér svona mikið. „Hvarflaði þaö aldrei aö þér, að fara héðan þegar þú misstir konuna?“ „Ég hefði haft ansi lítið eft- ir ef ég hefði gert það. Það hvarflaði ekki að mér að gera það og fannst hreinasta fjar- stæða. Hins vegar hugsaöi ég um að hætta þegar ég byrjaði í þingmennsku. Það hefði verið miklu einfaldara líf að flytja með fjölskylduna suður þá. En þá hefði ég ekki verið lengur einn af bændum hér- aðsins og hefði slitnað úr tengslum við kjördæmið. Helga sá um allt á heimilinu þegar ég var ekki heima og ég hef reynt aö koma norður um helgar allan tímann síðan ég byijaði á þingi.“ Sigrún bætir við að þ aö hafi oft verið talað um það innan hópsins í flokknum, hvað Páll hefði átt góða konu sem sæi um allt á meðan hann væri í burtu. Börn Páls og Helgu era: Kristín bóndi á Höllustöðum, Ólafur Pétur doktor í vélaverk- fræði, býr í Reykjavík og Páll Gunnar lögfræöingur hjá bankaeftirlitinu og býr einnig í Reykjavík. Einnig á Páll sex barnabörn. „Sigrúnþú átt tvær dætur er það ekki ?“ „Jú, jú, ég á tvær dætur en engin bamabörn, en ég á hlut- deild í þeim öllum með Páli. Eldri dóttir mín Sólveig Klara býr á Dvergstöðum á Eyjafirði, er búfræðingur frá Hólum og er mikil hestakona. Sú yngri Ragnhildur Þóra býr hjá okkur Páli og er í mennta- skóla. „En eiginlega ætti það að vera gott fyrirlandsmenn bæði sunnan og norðan heiða aö þetta hjónaband varð að veru- leika,“ segir Sigrún, „má ekki segja að það sé dæmigert fyrir aðeyðaþessari togstreytumilli þéttbýlis og dreyfbýlis eins og oft er talaö um í hátíðarræð- um. Það er afskaplega gott fyr- ir alla sem búa í þéttbýli að kynnast þeim sem eru úti á landi og öfugt. Það hefur verið mikil og góð reynsla fyrir mig að kynnast fólkinu héma. Páll hefur líka kynnst mörgu í gegn um mína vinnu og víni, svo það er einnig af hinu góða. Það hefur verið reynsluríkt að vera oddviti framsóknarmanna í Reykjavík því að maöur kynn- ist svo mörgum utan af lands- byggðinni. Það hefur gertokk- ur víðsýnni á margan hátt og svo vona ég að það sé einnig gagnkvæmt." Við sjáum að Páll er farinn að líta oft út um gluggann að fylgjast með smalamönnum, svo við förum að tygja okkur til heimferðar. Það hefur verði gaman að spjalla við þau hjón, og greinilegt er að hér hafa þau búiö sér til kjörinn afþreying- arstað og sælureit til að hlaða sig orku fyrir næstu fundi eða embættisverk. Það er gott andrúmsloft í þessu húsi og nóg pláss fyrir fjöldamanna. PéturbróðirPáls leit upp á svefnlotfið í húsinu eitt sinn þegar hann kom og sagði hann, að þaö væri nóg rými fyrir 14 gangnamenn þama uppi. Efalaust væru þeir allir vel- komnir.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.