Einherji


Einherji - 01.11.1994, Blaðsíða 4

Einherji - 01.11.1994, Blaðsíða 4
4 EINHERJI NÓVEMBER 1994 Þingið að þessu sinni ein- kenndist af fyrirhuguðum Al- þingiskosningum í vor. Voru prófkjörsmái þar efstá baugi, ásamt kjördæmamáli og kosningalögum. Bogi Sigurbjörnsson for- maður kjördæmasambandsins setti þingið kl. 14.00 laugar- daginn 22. október, og voru um 80 manns mættir. Að af- loknum kosningum og flutn- ingi skýrslna kjördæmissam- bandsins og Einheija, sem eru fastir liðir í störfum þingsins, var komið að stjórnmálaum- ræðum. Voru framsögumenn jafn- framtgestirþingsins,þauHall- dór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins, Guð- mundur Bjarnason alþingis- maður, Egill Heiðar Gíslason framkvæmdarstjóri Framsókn- arflokksins, Guðjón Ólafur Jónsson formaður ungra fram- sóknarmanna og Kristjana Bergsdóttir formaður fram- sóknarkvenna. Egill HeiðarGíslas'on fram- kvæmdarstjóri flokksins, þakk- aði gott samstarf í liðnum sveit- arstjórnarkosningum. Flokks- skrifstofan í Reykjavík hefur leitast við að efla tengsl þess fólks sem hefur unnið fyrir Framsóknarflokkinn og aflað upplýsinga um fólk sem starfar í nefndum og ráðum sveitar- stjórnargeirans. Komið hafi í ljós að á nýliðnu þinghaldi Sambands íslenskra sveitarfé- laga voru um 30% fulltrúanna framsóknarmenn. Hann vænti þess að fram- undan væru betri tímar - fram- tíð undir forystu Framsóknar- flokksins. Guöjón Ólafur Jónsson for- maöur F.U.F. sagði frá starf- semi félagsins í stórum drátt- um. Hann ræddi stjórnmálin almennt, um vandræðagang einstakra ráðherra í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar, um störf ríkisstjórnarinnar í heild, sem hann gaf ekki háa einkunn. Kristjana Bergsdóttir for- maður L.F.K. taldi mikilvægt að allir framsóknarmenn ynnu gegn „áróðursmaskínu” stjórn- málaflokkanna og tryggðu, að gerðir núverandi ríkisstjórnar féllu ekki í gleymsku í kosn- ingabaráttunni. Að lokum ræddi hún mikilvægi þess að konur stigi fram og taki á í komandi kosningum, leiti lags þegar pláss losna á listum flokksins. Halldór Ásgrímsson for- maður Framsóknarflokksins lýsti ánægjusinni með að koma hér á þing framsóknarmanna í kjördæminu. Að gefnu tilefni talaði hann um aldur þing- manna og taldi reynslu vega þungt í þingmálastarfi fram- sóknarmanna. Hann sagði Framsóknar- flokkinn stefna aö því að koma JM mmm. .mmm. mmm mmm mmm. mmm mmm mmtm mmm mmm mmm mmm wmmm mmmm mmmm wmmmm •mmmm | J Ó L Á ÁBÆ | 2.-3. desember veröa allar vídeó- spólur á kr. 200 9.-10. og 16.-17. desember Glæsilegt kaffihlaðborð frá kl 15.00- 18.00 LIFANDI TÓNLIST 22.23. desember, heitt súkkulaði ásamt ýmsu góðgæti Allar helgar verða FRÁBÆR MATARTILBOÐ Full búð af jólagjöfum við allra hæfi á góðu verði. StarfsfólkÁBÆJAR I im — — — m,mmmm — wm — — mmmmmmmm— — — — J Kördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra haldið í Hótel Varmahlíð, 22. og 23. október 1994 ríkisstjómDavíðs Oddssonar einsoghaldiðværiframafýms- mannssonminntist ákjörlág- frá í komandi kosningum í um aðilum. launafólks og misskiptingu vor - máli sínu til stuðnings Halldór hvatti til samstöðu launa. Hann lagði til að Fram- kom hann inn á ijölmarga og eflingar Framsóknarflokks- sóknarflokkurinn taki á launa- Af kjördæmisþingi n f|í. i É j { «»., pli 1 ll 1 1)\ sMSít 11 1 % ’Sw m\\ þætti í landsmálum sem mörg- um tilfellum væru óviðunandi að mati framsóknarmanna og fjölmargra annarra lands- manna. Atvinnumálin væru mál málanna í dag, atvinnuleysið væri óviðunandi. Nefndi hann byggðastefnuna í því sam- bandi sem bæri að efla m.a. til að styrkja atvinnu. Mikilvægt væri að hafa trú á framtíðinni og mikilvægt að hafa trú á sinni heimabyggð. Það væri sú stefna sem Framsóknar- flokkurinn hefði ávallt unnið að. ÞáræddiHalldórumE.E.S. og taldi að þyrfti að breyta þeim sámningum sem í gildi væru og þyrfti að breyta í tví- hliðasamning, okkurtil hags- bóta, hann hvað stefnu flokks- ins alveg skýraþ.e. að ganga ekki í Evrópubandalagið. Þá ræddi Halldór um næstu ríkisstjóm og hvernig hún yrði saman sett. Hann lagði þunga áherslu á að stuðla bæri aðþví að Framsóknarflokkurinn kæmi það sterkur út úr kom- andi kosningum, að hann yrði forystuafl í myndun nýrrar rík- isstjómar. Halldór sagði að engar við- ræður hefðu átt sér stað um myndun nýrrar ríkisstjómar, ins, þanni g að hann kæmi sterk- ur út úr komandi kosningum. Þáóskaði hannþinginu farsæld- ar í störfum sínum og þakkaði fyrir að fá tækifæri til þess að taka þátt í störfum þess. Guðmundur Bjarnason al- þingismaður ávarpaðiþingið og ræddi í upphafi fyrirhugað landsþing á Hótel Sögu 25.-27. nóv. n.k. Hann sagði að eignatilfærsla væri gífurleg í landinu um þess- ar mundir. Hann ræddi um heil- brigðismálin og sagði að sú stefna sem núverandi ríkisstjóm fylgdi, væri ekki réttlát og ekki í þeim anda sem framsóknar- menn vildu hafa stefnuna og sjá hana í framkvæmd. Allirþyrftu að búa við sömu kjör hvað varð- ar þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Guðmundur ræddi einnig sveitarstjórnarmálin, tilfærslu fjármagns grunnskólanna til sveitarfélaganna sem fyrirhug- uð er á næstunni. Guðmundur ræddi einnig umhverfismál og auðæfi til lands og sjávar. Um- gangastþyrfti auðæfi okkarmeö gætni. Að lokum óskaði Guð- mundur þinginu velfamaðar í störfum og sagðist vita aö störf þess yrðu árangursrík. í frjálsum umræðum tóku margir til máls og urðu fjömgar umræður. Valdemar Guö- misrétti í landinu í komandi kosningabaráttu. Björk Axelsdóttir ræddi einnigum kjaramál. Hún mælti með hátekjuskatti og að skatt- leysismörk verði hækkuð. Magnús B. Jónsson ræddi um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hvatti Magnús tilþess aðallshetjamefnd flytti tillögu um flutning gmnnskól- ans til sveitarfélaganna áþessu kjördæmisþingi. Herdís Sæmundardóttir tal- aði umja&iréttisbaráttuog taldi hún að konur hefðu sig lítt í frammi. Framsóknarflokkur- inn yrði að leggjast á árar með konum við uppstillinguáfram- boðslista og í kosningu í nefndir og ráð. Benedikt Ragnarsson ræddi nauðsyn þess að auka verð- mætasköpun og gera ísland að „umhverfisvænu” framleiðslu- svæði. Taldi Benedikt mikil- vægt að leggja fé í markaös- átak til að koma lífrænt rækt- uðum afurðum á framfæri er- lendis. Elín R. Líndal talaði um stöðu sauðfjárbænda í dag og sagði hana vægast sagt dapra. Hún ræddi um búvörusamn- inginn og útflutning búvara. Hún taldi að komaþyrfti sauð- fjárbændum til bjargar með

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.