Einherji


Einherji - 01.11.1994, Blaðsíða 5

Einherji - 01.11.1994, Blaðsíða 5
NÓVEMBER 1994 EINHERJI 5 skuldbreytingum einnig aö koma á kjötsölumiöstöð fyrir allar tegundir kjöts. Þá ræddi Elín um flutning reksturs og stofnfjárfestingu grunnskól- anna til sveitarfélaganna og taldi aö fara yrði varlega í þeim efnum. Guðbjartur Guömundsson tók til máls og ræddi um stööu fólks ogþann ójöfnuðsem ríkir meöalþegnaþessalands. Allt- of margir í þessu landi væru meö þaö lágar tekjur aö þeir gætu ekki lifað af þeim. Fátækt væri staðreynd bæöi í sveitum og kaupstööum. Hann hvatti flokkinn og forystu hans til aö snúaþessari þróun viö og vinna aö öllum ráöum. Páll Pétursson mælti fyrir drögum aö stjómmálaályktun sem þeir Stefán Guömundsson ogPáll höföusamiö. Páll ræddi stjómmálaviöhorfiö og taldi aö ríkisvaldið veröi aö hlaupa myndarlega undir bagga viö aö endurreisaatvinnulífiö, t.d. með því aö greiða útflutningsbætur á landbúnaðarvörur. Lagöi Páll áherslu á aö horfa til framtíðar. Guömundur Tóbíasson setti samkomuna og stjórnaöi henni af stakri prýöi. Krist- ján Stefánsson frá Gilhaga sá um fjöldasöng og flutti gamanþátt. Einnig lékuá alls oddiþeir Stefán Guömunds- son, Jón Eiríksson Drang- eyjarjarl og Guðmundur Bjarnason, meö vísum og gamansögum. Aö loknu boröhaldi var stiginn dans fram eftir nóttu við undirleik Kristjáns. Aö loknum nefndarstörf- um á sunnudagsmorguninn tóku til máls og geröu grein fyrir tillögum aö ályktunum fundarins, Páll Pétursson for- maöur stj ómmálanefndar og Elín R. Líndal formaöur allsheijarnefndar. Eftir þaö var orðið gefið laust. Stefán Guðmundsson ræddi landbúnaðarmál og lagði til að inn í ályktun fund- ar veröi því bætt, aö staðið veröi viö þau fyrirheit sem bændum hafi veriö gefið í samningum. Stefánræddi al- Guðmundur Valtýsson Taldi hann mikilvægt fyrir Framsóknarflokkinn að skýra þær línur, aö hann er helsta forystuafliö í baráttunni gegn íhaldinu. Aö kvöldi laugardags var sameiginlegur kvöldverður og kvöldvaka í Hótel Varmahlíö. Vestur-Húnvetningamir Elín R. Líndal, Guðmundur Víðir Magnússon og Kristján ísfeld og Þorsteinn Asgrímsson varlegt ástand í landbúnaði og talaöi um framleiðnisjóð, krefjast ætti þess aö hann gegni því hlutverki sínu aö styöja viö og styrkja land- búnað. Einnig ræddi Stefán framgöngu ríkisstjómarinn- ar varöandi 400 milljón kr. framlag sem heitið var til aö styrkja þau suðfjárræktarsvæði sem veikast standa, en hefur aldrei komiö. Fleiri tóku til máls þar sem bomar vom upp tillögur, þær ræddar og afgreiddar. Eftir matarhlé haföi Páll Pét- ursson framsögu um kjördæma- mál og kosningalög. Hann skýröi frá störfum nefndar á vegum Framsóknarflokksins, sem vinn- ur aö tillögu um endurskoöun kosningalaga. Skýrði Páll nokk- uö núverandi kosningalög t.d. uppbótarþingmanna. Páll sagöi kröfu um breytingar á kosninga- lögum háværa. Taldi hann hyggi- legra aö Framsóknarflokkurinn taki þátt í aö móta breytingar á kosningalögum, meö þaö að markmiði aö verjaþátt flokksins og dreyfbýlisins. Þá var komiö aösérmáli þings- ins, undirbúningur Alþingiskosn- inga. Bogi Sigurbjömsson formaö- urkjördæmisstjómarhaföi fram- sögu. Reifaöi hann forsögu þess máls, tillaga var send formönn- um flokksfélaga í kjördæminu þess efnis, aö efnt yröi til próf- kjörs. Tillagan kom frá einum fulltrúa í lg'ördæmisstjórnar á BÆNDUR ATHUGIÐ! Eigum til á lager rúllubaggagrindur Verð aðeins 21.800 m/vsk. Beygjum einnig milligerði í fjós Tilboð eða tímavinna Fljót og góð þjónusta KS Vélaverkstæði Sími 95 -36010 fax 95 - 35234 fundi þ. 12. maí sl. Greindi Bogi frá niðurstöðum funda sem var ekki ótvíræö. Hvatti hann jafnframt menn til sam- stöðu. Fjöldi manna tóku til máls og fjölluðu um kosti og galla þess aö halda prófkjör. Borin var fram tillaga sem er svohljóðandi: Kjördæmisþing framsókn- armanna á norðurlandi vestra, haldiö í Hótel Varmahlíð 22. og 23. október 1994, samþykk- ir aö fara í prófkjör samkvæmt prófkjörsreglum frá 1979, við Alþingiskosningar 1995, aðþví tilskyldu aö minnsta kosti átta ffambjóðendur veröi í kjöri. Bindandi kosning skal vera í fjögurefetusætin. Efekki koma fram áttaframboö til prófkjörs, þákemurkjördæmisstjórnmeö tillögu aö uppstillingu, fyrir auka kjördæmisþing. Tillagan var samþykkt. Einnig var tillaga um aö prófkjöriö yröi haldiö í janúar 1995 samþykkt. Munu ályktanir kjördæmis- þingsins veröa birtar í næsta blaði í heild sinni. Tískufatnaður á stúlkur - aldur 6-12 ára Allt á strákana - aldur 0-12 ára Mikið úrval á nýburana Jólaföt í miklu úrvali Jólaskórnir væntanlegir Verið velkomin í nýja verslun Hans og Gréta Aðalgötu 9 sími 36437 FRABÆR AÐSTAÐA Þetta er í fyrsta skipti sem kjördæmisþing framsóknarmanna er haldið í hinu nýja og glæsilega Hótel Varmahlíð. Er hótelið í alla staö hiö glæsilegasta og vel til þess fallið að halda fundi sem þessa, en þama voru um 90 manns samankomin. Hótelið tekur allt að 38 manns í gistingu þar af eru 12 tveggja manna herbergi með baði. Var skipulag allt til fyrirmyndar hjá þeim Hafdísi Gunnarsdóttur. Valborgu Hjálmarsdóttur, Sigríöi Márusdóttur og Báru Jónsdóttur, sem tóku vel á móti þingfulltrúum og héldu okkur uppi á frábæru fæði alla helgina. Takk fyrir okkur.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.