Einherji


Einherji - 20.12.1994, Blaðsíða 5

Einherji - 20.12.1994, Blaðsíða 5
DESEMBER 1994 EINHERJI 5 Ályktanir Kjördæmisþings sem haldið var í Hótel Varmahlíð 22. og 23. október 1994. Frá kjördæmisþingi STJÓRNMÁLAÁLYKTUN. Kjördæmisþing framsókn- armanna á Noröurlandi vestra 1994 telur, að sú mikla til- færsla á þjóöarauönum sem orðiö hefur á valdatíma ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar sé þjóðfélaginu hættuleg. Hinir ríku hafa orðið ríkari og hinir fátæku fátækari. Miklar eignir hafa safnast á fáeinar hendur á meðan skuldi r heimilanna hafa vaxið geigvænlega og orðið þess valdandi að fátækt hefur breiðst út meö ógnvekjandi hraða. Þessa þróun verður að stöðva og snúa af þeirri braut ftjálshyggju og einkavinavæð- ingarsem núverandi valdhafar hafa fylgt. Kjördæmisþingið telur að Framsóknarflokknum beri að beita sér af alefli fyrir eflingu atvinnulífsins, þannig að at- vinnuleysi verði útrýmt og það sé siðlaust að nota atvinnuleys - ið sem stjómtæki eins og nú- verandi ríkisstjóm hefur gert. Óhjákvæmilegt er að ríkis- valdið örvi uppbyggingu, ný- sköpun og þróun atvinnulífs- ins. Framtak einstaklinga þarf að fá að nj óta sín en endurreisa verður velferðarþjóðfélagið. Framsóknarflokkurinn vill efla samhjálp og samvinnu og að einstaklingamir geti búið við jafnrétti til náms og félagslegt öryggi. Kjördæmisþingið telur að jöfnun lífskjara skuli vera markmið kjaramála og skatta- stefnu. Ekki verður lengur hjá því komist að hækka lægstu laun vemlega og leiðrétta það kaupmáttarhrunsemorðið hef- ur. Skattleysismörk verða að hækka, en afla verður ríkis- sjóði tekna með skatti á háar tekjur og fjármagnstekjur, auk þess sem herða verður barátt- una gegn svartri atvinnustarf- semi og skattsvikum, þannig að allir sitji við sama borð, bæði hjá fyrirtækjum og heim- ilunum í landinu, varðandi greiðslur skatta til samfélags- ins. Óviðunandi er að ríkið gangi á gerða samninga við sveitarfélögin. Standa verður vörð um sjálf- stæði þj óðarinnar stj ómarfars - lega og efnahagslega. Kjör- dæmisþingið telur að aðild að Evrópusambandinu komi ekki til greina og heitir á alla þjóð- holla íslendinga að vinna að alefli gegn þeim öflum sem vinna að inngöngu íslands í Evrópusambandið. Samning- unum um Evrópska efnahags- svæðið verður að breyta í tví- hliða samning íslands við Evr- ópusambandið samkvæmt ein- róma (samþykkt) ályktun Al- þingis frá 5. maí 1993. Kjördæmissambandið skor- ar á alla framsóknarmenn að efla flokkinn hvar sem færi gefst. Þjóðinni er það höfuð- nauðsyn að Framsóknarflokk- urinn komi sterkur út úr kom- andi kosningum og verði for- ystuflokkur næstu ríkisstjórn- ar. ÁLYKTUN ALLSHERJ- ARNEFNDAR UM GRUNNSKÓLA. Kjördæmisþing framsókn- armanna á Norðurlandi vestra, krefst þess að vandað verði til undirbúnings að flutningi grunnskólans til sveitarfélag- anna. Þi ngið bendir á nauðsyn þess að sveitarfélögunum verði tryggt nægilegt fjármagn til að standa undir rekstri skólans að teknu tilliti til þeirra breytinga sem verða með nýjum grunn- skólalögum. Þá verður að tryggja fámennari sveitarfélög- um möguleikum á að halda áfram rekstri skóla með jöfn- unaraðgerðum. Þi ngið bendir á nauðsyn þess að gengið verði frá réttindum og kjörum starfsmanna grunn- skólans áður en sveitarfélögin taka við rekstri hans að fullu. Varað er við að tilfærslan fari fram í ósátt við stéttarfélög og sveitarfélög og þess er krafist að ef ekki næst góð sátt, verði tilfærlunni frestað, þannig að hægt sé að ganga frá málum á viðunandi hátt. Skólastarf í landinu má ekki undir neinum kringumstæðum veikja með hroðvirknislegum vinnubrögð- um og illa hnýttum endum. Kjördæmisþingið leggur áherslu á, að með nýjum grunn- skólalögum verði tryggt sem kostur er, að saman fari Ijár- hagsábyrgð og vald til að ákveða hvernig rekstri grunn- skólans verði háttað. Skilgreinaþarf eftirlitshlut- verk Menntamálaráðuneytisins og hvaða menntunarmarkmið- um skuli náð. ÁLYKTUN UM SKULDA- STÖÐU HEIMILA. Kjördæmisþing framsókn- armanna á Norðurlandi vestra skorar á þingmenn Framsókn- arflokksins að beita sér fyrir því á Alþingi, að tekið verði á skuldastöðuheimilannaíland- inu. Ljósteraðíjöldi íjölskyldna mun halda áfram að missa eig- ur sínar á nauðungaruppboö- um ef ekkert verður að gert. Þingið krefst opinberra að- gerða, þar sem íjölskyldur í landinu fái sömu meðferð og atvinnureksturinn, með nauð- arsamningum og niðurfellingu skulda. Jafnframt krefst þingið þess að tryggt verði nauðsyn- legt fjármagn til þessara að- gerða. ÁLYKTUN UM AÐSTOÐ VIÐ SAUÐFJÁRBÆNDUR. Kjördæmisþing framsókn- armanna á Norðurlandi vestra krefst þess, að tekið verði á þeim gífurlega vanda sauðfjár- bænda sem orðinn er. Skorar þingið á þingmenn flokksins að vinna að því að hafinn veröi tímabundinn markaösstuðn- ingur við útflutning sauðfjár- afurða og einnig verði tekið á gríðarlegum skuldavanda bænda. Þingið krefst þes að stjóm- völd standi við gefin loforð um aðstoð við bændur. Þau loforð vomgrundvöllurbúvörusamn- ingsins. KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA óskar starfsfólki, félagsmönnum og öðrum viðskiptamönnum gleðilegrar jólahátíðar \f og þakkar samskiptin á árinu, sem er að líða ifin m • í$]liir SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.