Einherji


Einherji - 20.12.1994, Blaðsíða 6

Einherji - 20.12.1994, Blaðsíða 6
6 EINHERJI DESEMBER 1994 FRAMBJÓÐENDUR í PRÓFKJÖRI FRAMSÓKN/i Elín R. Líndal, er búsett á Lækjamóti í Víðidal. Foreldrar hennar voru Sigurður J. Líndal og Elín Hólmfreösdóttir. Elín er gift Þóri ísólfssyni og eigaþauþrjú börn: Sigurð 21 árs, ísólf 16 ára og Sonju 8 ára. Elín hefur þá trú að öflugur landbúnaður sé besta tryggingin fyrir lifandi landsbyggð. Af- markaður stuðningur við útflutning á kinda- kjöti ásamt nauðsynlegum skuldbreytingum í greininni eru eflaust skjótvirkustu aðgerðirn- ar til að bæta ástandið í sveitunum auk þess að hafa margfeldisáhrif í úrvinnslu og þjónustu. Segir hún óvissuna vegna Gatt samninganna ólíðandi, beita verði jöfnunartollum til hins ítrasta viö innflutning landbúnaðarvara sem hlýst af þessum samningi. Elín telur að þegar litið sé til framtíðar sé markaðssetning landbúnaðarvöru undir merkjum hreinleika vænlegur kostur. Hins vegar mun hagur þjóðarinnar í framtíðinni sem hingaö til byggjast á því hvað sjávarútvegurinn getur skilað. Með takmarkaða auðlind skiptir miklu að auka verðmæti sjávarfangs svo sem verða má. Elín hefur mikið starfað að félagsmálum í héraðinu, m.a. sem formað- ur stjórnar Sjúkrahúss Hvammstanga, einnig er hún formaður skóla- nefndar Laugarbakkaskóla. Opinbera þjónustu telur hún mikilvæga hverju héraði og stórt atvinnumál. Þjónustustigið s.s. skólarnir og heilsugæslan eru þættir sem fólk lýtur til og hefur áhrif á ákvörðun um búsetu. Elín telur misréttið í þjóðfélaginu hafa aukist og sé orðið óþolandi, atvinnuleysi, vaxandi launamunur, aukin skattheimta, tillitsleysi við barnafólk og við fjarlægjumst stöðugt markmiöið um jafnrétti til náms. Jafnari skipting þjóðartekna er knýjandi og álögur verða að vera í samræmi við getu fólksins. „Samhugur þarf á ný að verða einkenni þjóðfélagsins. Ég hef lifað og hrærst í því samfélagi sem nú gengur í gegnum þrengingar og þekki þessi mál af eigin raun. Ég er reiðubúin að leggja mitt af mörkum til þess að leiða þau til betri vegar,“ segir Elín. Páll Pétursson, er 57 ára. Foreldrar hans: Hulda Pálsdóttir og Pétur Pétursson frá Höllustöðum. Hann var stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1957 og bóndi á Höllustöðum frá 1957 og alþingismaður frá 1974. Hann giftist Helgu Ólafsdóttur frá Siglufirði 1959. Börn þeirra eru: Kristín, bóndi á Höllu- stöðum, Ólafur Pétur, doktor í vélaverkfræði, starfar að rannsóknum og kennslu í Háskóla Islands og Páll Gunnar, lögfræðingur í Banka- eftirliti Seðlabankans. Barnabörnin eru sex. Helga lést 1988. Páll giftist 1990, Sigrúnu Magnúsdóttur borg- arfulltrúa. Hún á tvær dætur; Sólveigu Klöru Káradóttur stúdent og búfræðingur og Ragn- hildur Þóra Káradóttir nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Páll var formaður þingflokks framsóknarmanna í 14 ár,og hefur átt sæti í flestum fastanefndum Alþingis. Páll hefur mjög látið til sín taka uppbyggingu og þróun atvinnulífsins í kjördæminu svo og samgöngumál, jafnrétti til náms og bætt mennta- kerfi, jöfnun lífsaðstöðu í þjóðfélaginu. Páll hefur verið andvígur sumum þáttum landbúnaðarstefnunnar und- anfarin ár og telur að ef ekki verði breytt um stefnu í sauðfjárræktinni og slakað á frarnleiðslutakmörkunum, horfi til landauðna víða um land. Hann berst mjög fyrir því að ríkisvaldið fari að styrkja aftur en í breyttu formi, útflutning á dilkakjöti. Innanlandsmarkaðurinn sé of lítill til að geta skapað sauðfjárbændum viðunandi lífskjör og nýir möguleikar hafi skapast fyrir vistvænar vörur. Páll hefur tekið mikinn þátt í alþjóöasamstarfi Alþingis. Hann átti sæti í Noröurlandaráði í 12 ár og var forseti Norðurlandaráðs árin 1985 og 1990. Hann var fulltrúi Framsóknarflokksins í Evrópustefnunefnd frá 1986 og lætur Evrópumálefni mjög til sín taka. Páll er mjög eindreginn andstæðingur inngöngu íslands í Evrópusamband- ið og telurþað ölluöðru mikilvægara að varðveita sjálfstæði og sjálfsákvörð- unarrétt þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir auðlindum sínum. Gunnar Bragi Sveinsson, er fæddur 9. júní1968 á Sauðárkróki. Sambýliskona hans er Elva Björk Guðmundsdóttir ættuð úr Fljótum. Hún á tvo syni úr fyrri sambúð, Frímann Viktor og Arnar Þór. Saman eiga þau einn son, Svein Rúnar. Gunnar Bragi gefur nú kost á sér til prófkjörs fyrir Framsóknarflokkinn í fyrsta sinn. Hefur hann ákveðið að sækj ast ekki eftir neinu ákveðnu sæti, heldur láta kjósendur segja hug sinn. Er það skoðun hans að þörf sé á ungu fólki til virkrar þátttöku í landsmálapólitíkinni. „Við eigum næg verkefni framundan í okkar ágæta kjördæmi sem ég hef áhuga á að taka þátt í að leysa. Við þurfum að að efla samvinnu okkar á milli, standa vörð um þau atvinnutæki- færi sem við höfum, beita okkur af meiri krafti en nokkru sinni fyrir nýjum atvinnutækifærum. Við eigum að standa dyggilega við bakið á bændum og tryggja þeirra afkomu, tryggja þeim sómasamlegan lífeyri. Telja mætti margt annað upp, en það mun býöa betri tíma,“ segir Gunnar Bragi. Hann segir þá ríkisstjórn sem nú situr, hafi á fjögurra ára tímabili sínu leitt yfir þjóðina einhverja mestu skattpíningartíma sem við þekkjum. Persónuafslátturinn hafi sífellt minnkað, meðan skattprósentan hækkaði. Ný gjöld hafi laggst á svo hratt, að fólk hafi varla náð aö fylgjast með. Sú ríkisstjórn sem Davíð Oddsson hefur veitt forystu hafi reyst sér minnisvarða í huga þjóðarinnar, sem einkennist af spillingu og flokks- gæðingasvalli. Það ásamt því að auka hag hinna ríku á kostnað hinna fátæku, vekur okkur til umhugsunar um það hverjir geti snúið blaðinu við. Framsóknarmenn hafa sýnt það aö hugur fylgir máli og nú sem fyrr er nauðsynlegt að bjóða fram sterkan lista. Það er því hagur okkar allra að sem flestir taki þátt í komandi prófkjöri og sýni með því að kominn sé tími til að stöðva þá óheillaþróun sem orðið hefur í þjóðfélaginu s.l. kjörtíma- bil. Fái Framsóknarflokkurinn góða kosningu skapast grundvöllur til myndunar ríkisstjórnar sem hefur fólk í fyrirrúmi. Stefán Guðmundsson, alþingism. er fæddur 24. maí 1932, á Sauöárkróki. Foreldrar: Guðmundur Sveinsson og Dýrleif Ámadótt- ir. Stefán er giftur Hrafnhildi Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn: Ómar Braga vöruhússtjóri KS, Hjördísi lögfræðing og Stefán Vagn nema. Stefán lauk námi frá Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki og síðar Iðnskólanum í húsasmíði. Árið 1963 stofnaði hann ásamt fleirum Trésmiðj- una Borg hf. og var hann framkvæmdarstjóri hennar til ársins 1971. Gerðist Stefán þá fram- kvæmdarstjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga til 1981, en 1979 varð hann alþingismaður. Stefán var bæjarfulltrúi á Sauðárkróki 1966-1982 og í stjóm Framkvæmdastofnunar ríkisins, einnig í stjóm Byggðarstofnunar frá 1980. Stefán telur að nú sé að ljúka á margan hátt sérstæðu kjörtímabiii, kjörtíma- bili eignatilfærslu og misréttis. Milljarða tilflutningur fjármagns, eigið fé fyrirtækjanna brennur upp og rekstrarskilyrði afleit, ekkert annað en hrein eignaupptaka, og skuldir heimilanna vaxa um einn milljarð á mánuöi, enda er gjaldþrotabrautin bein. Vágesturinn atvinnuleysið, fátæktin og vonleysið er nú notað sem vopn gegn kjarabaráttu launafólks. Hugsjónir félagshyggju hafa verið látnar víkja fyrir hugsjónum frjálshyggju og auðhyggju. „Ég er mjög andvígur þessum gmndvallarbreytingum. Með markvissum stuðningsaðgerðum getur íslenskur iðnaður orðið sjálfstæð og öflug atvinnu- grein að nýju. Styðja verður fmmkvæði í sveitum til hverskonar atvinnusköp- unar og ríkisvaldinu ber að standa við þá samninga og fyrirheit sem það hefur gefiö bændum, en þess í stað hafa þeirra tekjur verið skertar um 50%. Markaðs og sölumál landbúnaðarins verður að efla m.a. meö stórauknu fjármagni. í sjávarútvegi vantar framsækna stefnu sem m.a. miði að full- vinnslu afurða í íslenskri vinnslustöð. Mjög athugandi er að þeim er afla til innlendrar vinnslu verði auðvelduð sókn til hafsins. Ég vil vinna að mótun íslenskrar atvinnustefnu er miði að því að efla atvinnuvegi landsmanna og hvetji til nýjunga. Ég sætti mig ekki viðþá stefnu að á íslandi sé atvinnuleysið komið til að vera meðan þúsundir starfa liggja í ónýttum möguleikum lands og hafs,“ segir Stefán.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.