Einherji


Einherji - 20.12.1994, Blaðsíða 7

Einherji - 20.12.1994, Blaðsíða 7
DESEMBER 1994 EINHERJI 7 lRFLOKKSINS 1995 Á NORÐURLANDIVESTRA Herdís Sæmundardóttir, er fædd í Reykjavík 30 júlí 1954. Hún er menntaður lyfjatæknir og starfaði í mörg ár við lyfjatæknistörf, bæði hér heima og í Noregi. Hú hefur einnig norsku- og dönskumenntun frá Háskóla Islands og stundar nú fjarnám í uppeldis- og kennslufræðum við Herdís fluttist á æskustöövarnar, Sauðár- jý krók, 1989 og hefur kennt dönsku við Fjöl- brautarskóla Noröurlands vestra frá 1990. Eiginmaður hennar er Guðmundur Ragn- arsson frá Siglufirði, tæknifræðingur og bygg- ingarfulltrúi Sauðárkróksbæjar. Jm t Þau eiga tvö börn saman, Helga Sæmund 7 gg , flHs' jH. ára og Ásu Maríu 5 ára. Guðmundur á son af 1 fyrra hjónabandi, Steindór Örvar 20 ára. Herdís var aðalmaður í Bæjarstjórn Sauðárkróks 1990-1994 og vara- maður frá síðustu sveitarstjórnarkosningum. Aðalmaður í Héraðsnefnd Skagfirðingá og á sæti í Héraðsráði og Hafnarstjórn Sauðárkróks. „Ég gef nú kost á mér á lista Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Ég tel framboð mitt vera eðlilegt framhald á afskiptum mínum af sveitarstjórnarmálum. Ég hef lengi verið talsmaður þess að auka beri markvisst vægi og áhrif kvenna á stjórnun og ábyrgð þjóðmála en hef einnig brennandi áhuga almennt á kjörum og velferð fólksins í landinu. Misskipingin er orðin gífurlega mikil og núsitjandi ríkisstjórnarflokkar hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum til að auka enn frekar á bilið milli hinna efnameiri og hins almenna launþega og skattgreiðanda,“ segir Herdís. Hún telur að löngu sé tímabært að skipta ríkisstjórninni út og reyna að byggjaþjóðina upp aftur, rétta viöþað sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur brotið og rifið niður og hefja stórsókn undir merkjum félagshyggju, jafnréttis og samvinnu. Til þess er Framsóknarflokkurinn einn flokka megnugur. Ennfremur segir Herdís: „Ég vil gjarnan fá að vera virkur þátttakandi í þessu endurreisnarstarfi.“ Mð^QUS B. Jonsson, sveitarstjóriáSkagaströnd, er42 ára. Foreldrar hans eru Jón Jónsson frá Asparvík á Ströndum og María Magnúsdóttir frá Syðra-Hóli í A-Hún. Hann var stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1974. Var kennari á Sauðár- króki 1974-1975, og á Skagaströnd 1975-1987. Framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Hvít- serks 1986-1988. Starfsmaður Búnaðarbank- ans 1988-1990. Sveitarstjóri á Skagaströnd frá (H Magnús giftist Guðbjörgu B. Viggósdóttur •' ( - M 1977. Synir þeirra eru: Viggó, húsgagnasmiöur Jjr í Kopavogi, kvæntur Magneu Haröardóttur, * », Baldur, nemi í fjölbrautarskólanum í Garðabæ og Jón Atli sem er enn í föðurhúsum. W HefurMagnússtarfaðmeðleikklúbbiSkaga- ■’« strandar og leikið þar nokkur hlutverk. Er hann mikill áhugamaður um skíði og vetraríþróttir. Hefur einnig ánægju að lestri góðra bóka, áhuga á Þjóðlegum fróðleik og er í ritnefnd Húnavökurits. Magnús hefur verið fulltrúi framsóknarmanna í hreppsnefnd Höfða- hrepps frá 1982 og er pólitískt kjörinn jafnframt því að vera sveuarstjóri í kosningunum sl. vor sem fulltrúi S-lista, sameiginlegu framboöi fram- sóknarmanna, sjálfstæðismanna og óháðra. Hann hefur tekið virkan þátt í samstarfi sveitarfélaga með setu í Héraðsnefnd og Héraðsráöi. Á hann einnig sæti í stjórn Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og starfaði í Umdæmisnefnd fyrir kjördæmið vegna sameiningar sveitarfélaga. Helstu áherslumál hafa veriö allir þættir sveitarstjórnarmála, atvinnu- mál og samgöngumál. Magnús hefur verið talsmaöur þess að varlega sé farið við flutning grunnskólanna frá ríki til sveitarfélaga, því það er flókið mál og erfitt og þar blandast inn í kjarasamningur kennara og lífeyrisréttindi. Hann telur að ef það mál verður keyrt áfram eins og upphaflega var ætlunin, án þess að full sátt sé milli samningsaðila, muni það verða til að skaða menntun grunnskólabarna. Ekki hefur enn verið sett fram á skilmerkilegan hátt hvernig jöfnunaraðgeröir til minnstu skólanna verði framkvæmdar. Sverrir Svemsson, Siglufirði, er fæddur 5. júlí 1933 á Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði. Foreldrar: Sveinn Jónsson frá T orfastöð- um í Fljótshlíð og Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Gröf. Sverrir er iðnfræðingur að mennt. Hann hef- ■ ur gegnt starfi veitustjóra í Siglufirði síðan 1 1966. Fyrst hjá Siglufjarðarkaupstaö, en síðan 1991 hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Áður rak 1 hann eigið fyrirtæki í Siglufiröi. |S| ^ Sverrir hefur starfað fyrir Framsóknarflokk- JM inn um árabil og situr nú í orkuráöi. Hann hefur fl látið mikið til sín taka í félags-, atvinnu- og | jjfl orkumálum. Hann var varabæjarfulltrúi í Siglu- | firði 1978-1982 og aðalfulltrúi 1982-1986 og 1 setið í fjölda ncfnda fyrir Siglufjarðarkaupstað. M jM Sverrir hefur verið varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í kjördæminu síðan 1983 og hefur setið nokkrum sinnum á Alþingi. Hann er formaður Framsóknarfélags Siglufjarðar síðan 1976 og hefur setið í Miðstjórn flokksins síðan 1975, ýmist sem aðal- eða varamaður, og sat um tíma í Landsstjórn Framsóknarflokksins. Hann þekkir mjög vel til mála kjördæmisins og hefur verið talsmaður fjölbreytt- ara atvinnulífs og aukinna atvinnutækifæra. Sverrir gefur nú kost á sér í prófkjör fyrir Framsóknarflokkinn í annað sinn og hefúr mikinn áhuga á að taka þátt í þeirri baráttu sem framundan er á Norðurlandi vestra. Hann leggur mikla áherslu á að nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru í undirstöðuatvinnuvegum landsmanna, sjávarútvegi og landbúnaði, og bendi á möguleika í ferðamálum sem ekki hefur verið sinnt eins og skyldi í kjördæminu. Þegar rofar til í möguleikum á orkufrekum iðnaði, eigi að stefna að byggingu á meðalstóru fyrirtæki í kjördæminu til aukinnar verðmætasköpunar, gjaldeyristekna, atvinnu og fjölbreyttara mannlífs. Það verður að rífa upp bjartsýni hjá fólki, stórauka verði fjárfestingar til þess að koma í veg fyrir viðvarandi atvinnuleysi og aukingu þess. Sverrir Sveinsson er giftur Auði Björnsdóttur og eiga þau 5 börn. Valur Gunnarsson, er fæddur5.3.1958áHvammstanga. Eiginkona hans er Hermína Gunnarsdóttir sjúkraliði frá Húsavík. Hermína á dóttur úr fyrri sambúð, Ólöfu 13 ára og Valur á dóttur Birgittu 11 ára. Saman eiga þau Hildi 8 ára og Valur er menntaður húsasmíðameistari. Hann ',Ás£ ■ . starfaði hjá Vegagerö ríkisins frá 1975-1983 fl við brúarsmíöi ofl. Einnig starfaöi hann sem Wr sjómaður frá 1983-1991 og lauk skipstjórnar- tRJ' P |T réttindum 1988 frá Stýrimannaskólanum í "Tj.JHRl" Reykjavík. Hefur hann starfaö sjálfstætt við % húsamíðar síðan vorið 1992. fcv Opinber afskipti af pólitík hófust síðastlið- wJmjQj inn vetur en þá leiddi hann B-listann í sveitar- \>u*ffiflr'W stjórnarkosningumáHvammstangaogvarkjör- ’ 1 * inn oddviti Hvammstangahrepps. Síðan var hann kjörinn í stjórn SSNV, og situr einnig í Héraðsnefnd V-Hún. Ástæðan fyrir því að hann gefur kost á sér í prófkjör Framsóknar- flokksins er sú, að hann vill leggja sitt af mörkum til þess að Framsókn- arflokkurinn verði leiðandi afl við stjórnun landsins eftir næstu kosning- ar. Valur telur að auðvelda þurfi ungu fólki að koma sér upp þaki yfir höfuðið, húsnæðisbréfakerfið er að hruni komið, veita þurfi lengri lán á lægri vöxtum en nú er gert, svo fólk þori að byggja. Um atvinnumál segir Valur að ríkisvaldið verði að beita sér fyrir því að hægt sé að fá fjármagn á viðráðanlegum kjörum til atvinnuuppbygg- ingar. Aðstoða bændur við markaðssetningu á landbúnaðarvörum er- lendis, ríkið leggi til peninga, en bændur svokallað umsýslufé. „Ég vil hag landsbyggðarinnar sem mestan og tek undir hugmyndir Framsóknarflokksins um að starfsemi Byggðarstofnunar, Atvinnuleysis- tryggingarsjóðs og atvinnuráðgjafa í öllum greinum verði sameinuð í Atvinnuþróunarstofnun sem hafi það hlutverk meðal annars að bregðast við staðbundnum vandamálum í atvinnulífinu og stuðla að eflingu og styðja við nýsköpun í atvinnulífinu ofl,“ segir Valur.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.