Einherji


Einherji - 01.02.1997, Blaðsíða 1

Einherji - 01.02.1997, Blaðsíða 1
FRAMSOKNARFELOGIN A NORÐURLANDI VESTRA J& 5m,95°7o t?eactir KIN 5'50/,° uext'r + verðtrygging Kiiiicfin í 24 nicíiitiiíi INNLÁNSDEILD KS 1.TBL. FEBRUAR 1997 66. ARG. Fundað á Siglufirði Miðvikudaginn 22. janúar var almennur fundur á Hótel Læk með Páli Péturssyni félagsmálaráðherra, Stefáni Guðmundssyni alþingis- manni, Elínu Líndal og Sverri Sveinssyni varaþingmönnum Framsóknarflokksins. Fyrr um daginn funduðu þessir aðilar með bæjarstjórn Siglu- fjarðar og voru þar rædd sam- göngumál, jarðgangnagerð milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar, vegagerð til Siglu- fjarðar, félagslega húsnæðis- kerfið, byggðaþróun, snjó- flóðavarnir og málefni sjúkra- hússins og heilsugæslunnar og fyrirhugaða 60 milljóna skerðingu til sjúkrahúsanna á landsbyggðinni. Einnig voru málefiii aldraðra rædd, sýslu- mannsembættið og verka- skiptingu ríkis og sveitar- félaga. Uppsagnir Hjá Þormóði ramma Um mánaðarmótin jan.-feb. sagði Þormóður rammi hf upp 56 manns sem unnið hafa við landfrystingu á bolfiski. Fyrirhugað er að breyta rekstr- inum yfir í vinnslu á rækju vegna mikils taps á land- vinnslunni. Er þetta mjög bagalegt fyrir þetta starfsfólk en mun þó nokkur hópur starfsmanna verða endur- ráðinn í 'rækjuvinnsluna. Frá Sauðárkróki Skáld-Rósa á fjalir Hvammstanga leikflokksins wsÉmír BLeikflokkurinn á Hvamms- tanga frumsýnir Skáld-Rósu 28. febrúar nk. Höfundur verks- ins er Birgir Sigurðsson en leik- stjórn er í höndum Harðar Torfasonar. Sögusvið Skáld-Rósu eru Vellir í N-Múlasýslu og Vatns- nesið í V-Húnavatnssýslu á fyrri hluta nítjándu aldar. Þar segir af lífí Rósu Guðmundsdóttur, oft nefnd Vatnsenda-Rósa. í leikverkinu fer höfundurinn Birgir Sigurðsson listilega með líf persónanna. Þar bregður fyrir glettni og trega, gleði og sorg. Tíðarandinn er ekki hliðhollur aðalpersónunum sem glögg- lega kemur í ljós í gegnum hliðarpersónur verksins. í samstarfí við Hótel Selið á Hvammstanga, verður boðið til leikhússveislu 8. mars nk. Þá býður Selið leikhúsgestum þrírétta máltíð á sanngjörnu verði fyrir sýningu, síðan er farið í leikhús og að lokinni sýningu verður síðan dansað á Selinu fram á nótt. Myndin er tekin á æfíngu á Skugga-Sveini sl. vetur, leikar- ar ásamt Herði Torfasyni leik- stjóra og Kristínu Magnús- dóttur aðstoðarleikstjóra. Miðstöð ættarmóta á Norðurlandi FÉLAGSHEIMILIÐ ASBYRGI MIÐFIRÐI Frábær aðstaða Pantanir í síma 451 2970 AfgreidsluÉími okkar er: iiiáiiucl. - föstiid. kl. 9 - 19 laugard. kl. 10 - 16

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.