Einherji


Einherji - 01.02.1997, Page 2

Einherji - 01.02.1997, Page 2
EINHERJI FEBRUAR 1997 ElNHERII Útgefandi: Kjördæmissamband Framsóknar- manna á Norðurl. vestra. Ritstjórar: Björn Hannesson og Kristín E. Sigfúsdóttir. Ábyrgðarmaður: Björn Hannesson. Upplag: 3600 eintök Skrifstofa: Gilsbakki 2, Laugarbakka, sími 451 2606, fax 451 2606. Setning, litgreining og prentun: SÁST hf. Sauðárkróki, s: 453 5711. INTERNETÞJÓNUSTA Á SAUÐÁRKRÓKI •Bjóðum internetþónustu og internettengingar. •Heimasíðugerð og uppsetningar á heimasíðum. •Vistanir á heimasíðum og alhliða tölvuþjónustu. 1^0 Raftækni Tölvutækni -Gerurn föst verðtilboð Borgarflöt 27» 550 Sauðárkrókur *LeÍtÍð upplýsinga Tel: 354-455-4550 • Fax: 354-455-4551 Guttormur Óskarsson dttrœður Sunnudaginn 29. desember sl. varð Guttormur Óskarsson á Sauðárkróki áttræður. Hann var fæddur í Hamars- gerði, Lýtingsstaðarhreppi, en þar bjuggu foreldrar hans Sig- ríður Hallgrímsdóttir og Óskar Þorsteinsson. Síðan fluttu þau að Kjartansstöðum í Staðar- hreppi. Þau hjón áttu mörg böm og mannvænleg. Er af þeim hjónum kominn rnikill ættbogi hins merkasta fólks. Meðal systkina Guttorms má nefna Sigurð í Krossanesi, Steingrím á Sökku, Skafta mjólkurbússtjóra á Sauðár- króki, Petm á Hóli, Vilhjálm í Reiðholti og Armann í Kjartans- koti. Eins og gefiir að skilja hef- ur þessi stóra fjölskylda búið við þröngan efnahag á kreppu- timum og þröngu jarðnæði. Guttormur stundaði nám í Reykholti og síðan í Sam- vinnuskólanum 1942-1944. Hann var þar lærisveinn Jónasar Jónsssonar frá Hriflu og fleiri öflugra manna. Jónas hafði mikil áhrif á þennan gáfaða og hriftiæma lærisvein sinn og alla tíð síðan hefur hann verið trúr þeim hug- sjónum sem hann vígðist í æsku. Guttormur gerðist starfs- maður Fræðsludeildar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga strax að námi loknu, en Guttormur er Skagfirðingur og erfitt að hugsa sér hann búsett- an annarstaðar en í Skagafirði til langffama. Hann hélt því til heimabyggðar sinnar og gerð- ist gjaldkeri Kaupfélags Skag- firðinga og gengdi því starfi um fjörutíu ára skeið við góðan orðstír. Það var engin tilviljun að Guttormurtileinkaði samvinnu- hreyfingunni starfskrafta sína. Hann er í eðli sínu mjög ein- lægur samvinnu- og félags- hyggjumaður og hefur á því ríkan skilning að svo best yrðu einstaklingamir fijálsir og hamingjusamir að þeir hjálp- uðust að. Guttormur hefiir flest- um betur skilið eðli samvinn- unnar og samhjálparinnar. Það hefur ekki verið auðvelt að vera gjaldkeri Kaupfélags Skagfirðinga. Starf gjaldkerans var öðrum þræði að vera fjárhaldsmaður fólksins í hér- aðinu. Reikningsviðskipti vora almenn og era raunar enn. Alla tíð hafa margir ekki haft úr miklu að spila og búið við þröngan hag. Guttormur tók öllum af hlýju og ljúfmennsku og reyndi að leysa hvers manns vanda, þótt oft væri ekki mikið svigrúm til þess. Þessvegna fóru flestir glaðir af fundi Guttorms. Hann benti mönn- um á björtu hliðamar, enda dvelur hugur hans sjálfs fremur við þær og flestir skynjuðu að hann hafði veitt þá úrlausn sem frekast var unnt. Þannig var hann fátækum mönnum í Skagafirði hollráður og þótt hann klyfjaði þá ekki með peningum, gaf hann þeim bjartsýni og kjark og það er gott nesti. Guttormur er hamingju- maður í einkalífi sínu. Hann giftist 15. október 1944 Ingveldi Rögnvaldsdóttur verk- stjóra á Sauðárkróki. Inga er einstök mannkostamanneskja og eru þau hjón samvalin. Þau eignuðust tvær dætur: Sigríði, sem gifl er Pétri Skarphéðins- syni lækni í Laugarási og Ragnheiði, sem gift er Sigurði Frostasyni flugvallarstjóra á Sauðárkróki. Þá fóstruðu þau bróðurdóttur Guttorms Elsu, en hún missti móður sína barn- ung. Allar era dætur þeirra úrvalskonur. Guttomiur hefur allt frá unglingsáram verið í forystu- sveit framsóknarmanna og gegnt á þeim vettvangi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var formaður Félags ungra framsóknarmanna á Reykjavíkurárum sínum. Er hann fluttist norður, var hann strax kjörinn í stjóm Fram- sóknarfélags Sauðárkróks og sat þar í tuttugu ár, lengst af formaður. Þá situr hann í stjóm Framsóknarfélags Skagfirð- inga og hefur setið lengi. Framsóknarmenn i Skagafirði hafa haldið sumarhátið árlega í bráðum fjóra áratugi. Þessar sumarhátíðir era mjög ljölsótt- ar og hefur Guttormur lengst af verið aðaldrifkrafturinn við undirbúnig og framkvæmd þeirra. Þegar framsóknarmenn á Norðurlandi vestra stofnuðu kjördæmissamband sitt 1959, var Guttonnur strax kjörinn í stjóm þess og formaður þess var hann í yfir 20 ár. Þá átti hann lengi sæti í miðstjóm Framsóknarflokksins og öll flokksþing ffamsóknarmanna hefur hann setið í meira en hálfa öld. Þá gegndi Guttormur fjölda trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélag sitt, stéttarfélag svo og sam- vinnuhreyfinguna. Hvarvetna þar sem Guttormur hefur komið á vettvang hefur hann haft mikil áhrif. Hann er mjög glæsilegur ræðumaður og óþreytandi baráttumaður fyrir hugsjónum sínum og ávallt geislandi af bjartsýni og góðvild. Þau hjón Inga og Guttormur hafa á heimili sínu að Skag- firðingabraut 25, haldið nokkurs konar félagsheimili fyrir ffamsóknarmenn. Gest- risni þeirra er einstök og þar hefur verið samkomustaður framsóknarmanna úr kjör- dæminu og af landinu öllu og ævinlega allir velkomnir. A heimili þeirra hafa ffamsóknar- menn ráðið ráðum sínum og Guttormur ætíð haft gott til mála á leggja. Þegar Guttormur kom norður var Steingrímur Steinþórsson alþingismaður framsóknarmanna í Skagafirði. Þeir Guttormur urðu miklir vinir. Þegar Steingrímur var kominn á efri ár, réð Guttormur því að Skagfirðingar leituðu til Olafs Jóhannessonar um að hann tæki sæti á fJamboðslista flokksins. Það mun hafa verið torsótt í fyrstu. Ólafur var þá á mikilli ffamabraut og i góðu starfi sem lagaprófessor og vísindamaður við Háskóla íslands. Ólafur var Skag- firðingur og hlýddi kalli sýsl- unga sinna meðal annars fyrir eftirgangsmuni Guttorms. Þjóðin á Guttormi mikið að þakka að hafa fengið Ólaf Jóhannesson til að snúa sér að stjómmálastörfum. Það er ekki síst Guttormi að þakka að við eignuðumst þann þjóðarleið- toga sem Ólafúr var. Guttormur var nánasti vinur og ráðgjafi Ólafs í kjördæminu og mér er vel kunnugt um að Ólafúr mat hann um aðra menn ffam. Þau frú Dóra og Ólafur gistu jafnan hjá Ingu og Guttormi þegar þau voru nætursakir á Sauðárkróki. Eitt sinn er þau gistu þar, kom Sigurður í Krossanesi árla morguns heim til bróður síns, Guttorms. Hann þekktu Ólaf en ekki frú Dóra og spurði Ólaf: „Er þetta konan þín?“ Dóra varð lýrri til svars og spurði á móti: „Heldur þú að Ólafúr ferðist með annari konu en sinni?“ „Ja, þetta gerði Kennedy,“ svaraði Sigurður að bragði. Svona vora þessir karlar. Þegar ég dvaldist til þing- mennsku, var það meðal annars fýrir atbeina Guttorms. Hann hefúr alla tíð reynst mér einstaklega ráðhollur eins og fýrirrennara mínum og ætíð sýnt mér ffábæra vináttu og drengskap. Guttormur er ágætlega ritfær og var um langt skeið ffétta- ritari Tímans og umboðsmaður blaðsins á Sauðárkróki meðan það var málsvari ffamsóknar- manna. Hann er víðlesinn og hefúr yndi af skáldskap og hestum. Hann átti gæðinga og einn þeir- ra stóð efstur á Fjórðungssmóti á Einarsstöðum 1969. Undanfarinn áratug, eftir að Guttormur hætti erilsömu starfi gjaldkera Kaupfélags Skagfirðinga, hafa þau hjón haft minni umsvif. Þó er gestrisnin söm og áður og enn er Guttormur með í ráðum „þegar hin góðu era ráðin,“eins og Njáll forðum. Starf stjómmálaflokka bygg- ist á fórnfúsum og ötulum baráttumönnum. Ég vil fýrir hönd ffamsóknarmanna þakka Guttormi innilega hans öfluga starf og farsæla forystu og áma honum áttræðum allra heilla, svo og Ingu konu hans. Sjálfur vil ég þakka órofna vináttu og tryggð þann tíma sem leiðir okkar hafa legið saman. Það er dýrmætt að hafa átt slíkan sam- ferðamann. Guttormur er mað- ur sem bætir allt í kringum sig. Páll Pétursson

x

Einherji

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.