Einherji


Einherji - 01.02.1997, Blaðsíða 3

Einherji - 01.02.1997, Blaðsíða 3
FEBRUAR 1997 EINHERJI SAUÐARKROKUR -fólk í atvinnusköpun 4|> Merkisbræður Á dögunum voru rit- stjórar Einherja á ferð um Sauðárkrók og Iitu við í nokkrum fyrirtækjum. Sum þeirra eru gróin fyrirtæki en önnur hafa starfað um skamma hríð. Fyrst var skoðuð aðstaða hjá Merkisbræðrum. Merkisbræður sf, er nafn á þjónustufyrirtæki sem er eina sinnar tegundar á Norðurlandi vestra. Þeir bræður Jóhann og Margeir Friðrikssynir settu á stofn Merkisbræður 1993 og keyp- tu sér þann tölvu- og tækja- Sf búnað sem til þurfti fyrir merkingar með límstafi og/eða skreytingum ýmis- konar. Er merkingarnar tölvunnar og hafa þeir margar gerðir af litum, letri og stöfum í öllum stærðum. Einnig geta þeir skannað inn hvaða merki sem er. Mikið er beðið um merkingar innan á glugga og er þá notuð spegilskrift einn- ig skreyta þeir bíla. Merkis- bræður útbúa auglýsinga- skilti bæði stór og smá og skera þá út limstafi og skraut. Húsnæðið sem ^^ i^kÉjjlðiKj] ¦ Wlrll ¦¦¦HllHoR lilllHu!!!!lilii!lElili ¦ ¦ 1 En íka ElllíHtHflHl hIheUI1 IhU^^HkH LIUUI E*"jhi| II l"ll Merkisbræður hafa til umráða fyrir fyrirtækið er aðeins eitt herbergi en þar rúmast þau tæki sem til þurfa. Jóhann sagði í samtali við Einherja að þeir hefðu lítið auglýst sig utan Sauðárkróks en þeir gætu auðveldlega þjónað stærra svæði. Þeir hafa í mörgum tilfellum gengið frá uppsetn- ingu merkjanna sjálfir hvort sem um húsamerkingar eða bílmerkingar væri að ræða. Bræðurnir Margeir og Jóhann Ný gistiaðstaða Mikligarður við Kirkjutorg Mikligaröur. Hjónin Ingólfur Guðmundsson og Björk Sverrissdóttir fluttu utan af Strönd sl. sumar og keyptu húsið Miklagarð. Þau innréttuðu stóra íbúð á mið hæðinni og eru að setja upp gisti- aðstöðu á neðstu hæð hússins. Þar verða 4 her- bergi með snyrtingu og eldunaraðstöðu. Þetta er stórt hús i hjarta bæjarins og yfirleitt gengur það undir nafhinu Rússland, sem kom til af því, að þegar húsið var byggt var yfirsmiðurinn yfirlýstur kommúnisti, og var reyndar fyrsti sósíalistinn sem kosinn var í hreppsnefnd á íslandi. Ingólfur og Björk eru búin að taka allt húsið í gegn. og eru að leggja lokahönd á kjallarann þar sem gistiaðstaðan verður. Allt var endurný- jað; þak, gluggar, lagnir og allt húsið einangrað þar sem húsið var klætt áður klætt með panel og einangrað með spæni. Verður gistiaðstaðan hin glæsilegasta með sér inngangi. Mjög hefur vantað gistiaðstöðu á Króknum í vetur þegar Hótel Mælifell leigði gistiaðstöðuna til Fjölbrautarskólans. Verður því þessi aðstaða vafalaust kærkomin fyrir ferðafólk og þá sem leggja leið sína á Sauðárkrók í vetur. BÆNDUR - HESTAMENN Enn er hægt að tryggja sér grasköggla á lækkuöu veröl! Um er aö ræða takmarkað magn. Helstu útsölustaðir d Norðurlandi vestra: Í^Kaupfélag V - Húnvetninga, Hvammstanga £fe Kaupfélag Húnvatninga Bíönduósi J Fóðurvörudeiíd KS Sauðdrkróki Nánari upplýsingar í síma 453 3233 (333t£^b@m1tmMJ£2&fflI>^ mjQQGtóQooja

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.