Einherji


Einherji - 01.02.1997, Qupperneq 6

Einherji - 01.02.1997, Qupperneq 6
EINHERJI FEBRUAR 1997 Cagnleg ráðstefna um atvinnu- mál á Norðurlandi vestra Frá ráðstefnunni SSNV, INVEST og félags- málaráðuneytið stóðu fyrir ráðstefnu um atvinnumál á Norðurlandi vestra, í Mið- garði í Skagafirði, miðviku- daginn 22. janúar síðast- liðinn. Var ráðstefnan haldin m.a. vegna starfsloka og skýrslu sem Atvinnumála- nefnd í Norðurlandskjör- dæmi vestra, sem skipuð var af félagsmálaráðherra, skil- aði til ráðherra þann 22. október síðastliðinn og til að fá viðbrögð við efni skýrsl- unnar og umræður um markmið og leiðir sem þar eru sett fram ásamt almenn- ri umtjöllun um atvinnumál í kjördæminu. í skýrslunni er töluvert saín upplýsinga um þróun byggðar og atvinnulifs á Norðurlandi vestra, ásamt hugmyndum um hvemig efla megi atvinnulífið í næstu framtíð.Var ráðstefnan afar gagnleg hvað varðar upp- lýsingar um stöðu atvinnulífs- ins og þá sýn sem menn hafa á atvinnumálum kjördæmisins. Flutt voru framsöguerindi um stöðu atvinnumála í ijórð- ungnum og lauk ráðstefnunni með almennum umræðum sem einkenndust dálítið af tímaskorti. Ritstjóri Einherja sat fundinn og bað tvo fundar- menn að segja álit sitt um ráðstefnuna, en það vom þeir: Skúli Þórðarson bæjarstjóri á Blönduósi, Jón Magnússon forstöðumaður Byggðastofh- unar á Sauðaárkróki. Skúli Þórðarson bæjarstjóri á Blönduósi Það hvort ráðstefha af þessu tagi skili áþreifanlegum ár- angri mun tíminn leiða í Ijós, en að sjálfsögðu þá ræðst árangurinn að stærstum hluta til af viðbrögðum heimamanna og stjómvalda. Skýrsla nefhdar- innar sem kynnt var á fund- inum, er um margt almenn upptalning staðreynda og sem slík ágætt uppflettirit og til fróðleiks. Sé litið á helstu niðurstöður nefhdarinnar þá má einnig segja að flest sé þar almennt orðað og geti átt við um alla landshluta, ekki ein- ungis Norðurland vestra. Þannig finnst mér að hefði mátt draga niðurstöðumar í færri áþreifanlegri og mark- vissri tillögur, sem sérstaklega beindust að hagsmunum kjördæmisins. Þrátt fyrir mörg ágæt erindi á ráðstefnunni þá óttast ég að hvorki þau, starf nefndarinnar né skýrsla hennar marki tímamót fyrir atvinnulífið í kjördæminu, en orð em til alls fyrst og það er sannarlega þörf á umræðu um atvinnumál landsbyggðarinnar. Ekki síst þess vegna er ég ánægður með ráðstefnuna og vil þakka skip- uleggjendum hennar fyrir frumkvæðið. Ég hef áður komið þeirri skoðun minni á ffamfæri að það skortir stefnumörkun gagn- vart málefhum landsbyggðar- innar og þar á ég við opinbera stefnumörkun ríkis og sveitar- félaga. Þetta er fyrsta atriðið sem nefht er til úrbóta í tillögum nefndarinnar og þarf það ekki að koma á óvart. Um mörg undanfarin ár hafa aðgerðir stjórnvalda i mál- efnum landsbyggðarinnar ein- kennst stefnuleysi og af handa- hófskenndum vinnubrögðum og þar þarf breytingu á. Núverandi „byggðastefna“ hefur með öllu bmgðist og þörf er á algerri skipulags- breytingu. Að treysta búsetuna og lífskjör fólks á landsbyggð- inni verður að vera for- gangsmál. Á Norðurlandi vestra em til staðar fjölmörg sóknarfæri í uppbyggingu atvinnulífs, en einnig traustur gmnnur til að byggja á. Nú þegar verður að hefja aðgerðir til að styrkja grunn atvinnulífsins, treysta lífsafkomu og stöðva fólks- flóttann. Það er skoðun mín að kjördæmið þoli ekki og geti ekki staðið undir frekari fækkun íbúa, sú þróun er farin að ógna tilveru okkar og því verður að snúa vöm i sókn. Jón Magnússon forstöðum. Byggðastofnunar Atvinnumálaráðstefnan í Varmahlíð var haldin í beinu ffamhaldi af störfum atvinnu- málanefndar kjördæmisins á liðnu ári og var liður í kynn- ingu á skýrslu nefndarinnar. Skýrslan er nokkuð góð samantekt á stöðu einstakra atvinnugreina, styrkleika þeirra og veikleika ásamt fram- tíðarhorfum í atvinnulífinu. Einnig er að finna í skýrslunni markmið. Það skal þó ávallt haft í huga að skýrslugerðir og skýrslur einar sér leysa ekki vanda, hvort sem er í atvinnu- legu tilliti eða við lausn á öðrum aðsteðjandi vamda- málum. Þannig mun þessi skýrsla ekki leysa atvinnu- vandamál í kjördæminu, né heldur inniheldur hún tæmandi lausnir eða leiðir að lausnum vandamála. Skýrslur em í sjálfu sér ein- ungis verkfæri og gagnsemi þeirra byggist á kunnáttu og útsjónarsemi þeirra sem með þau fara. Þessi skýrsla er sett ffam sem verkfæri í hendur heimamanna til þess að auðvelda störf.þeirra. Á sama hátt leysa ráðstefnur ekki vandamál líðandi stundar, heldur vettvangur til ffóðleiks og skoðanaskipta. Á atvinnumálaráðstefhunni í Varmahlíð voru flutt mörg ffóðleg erindi um nánast öll svið atvinnulífsins í kjör- dæminu og var fjallað um þær af kunnáttufólki hvert á sínu sviði. Þar komu vissulega ffam ábendingar um þau vandamál sem við er að glíma, en athygli vakti hvað fólk horfir ffam á veginn með ríkulegar hug- myndir til úrbóta í uppbygg- ingu atvinnulífins. Ráðstefnan veitti þannig mjög gagnlegar upplýsingar til okkar sem star- fa að atvinnumálum kjördæm- isins og er það skylda okkar að móta þeim farveg á komandi misserum. Það verður þó ein- ungis ffamkvæmanlegt með skipulögðum vinnubrögðum á breiðum samstarfsgrunni. Nauðsynlegt er að ná ffam viðhorfum heimamanna, þannig að hægt verði að setja ffam mismunandi áherslusvið fyrir uppbyggingu atvinnulífs á einstaka svæðum hér í kjördæminu. Ég held, ef draga ætti ein- hveija niðurstöðu af ráðstefn- unni, voru flestir sammála um, að skortur á samvinnu stæði uppbyggingu atvinnulifs- ins helst fyrir þrifum. Rætt um samstarf á milli svæða innan kjördæmisins, hugsanlega sameiningu sveitarfélaga og þann vanda sem hrepparígur hefur skapað í allri umræðu hér í kjördæminu. Mér dettur ekki í hug að halda, að viðhorf heimaaðila til nágrannasvæða muni breytast á einni nóttu, enda held ég að þar verði um EFLUM VERSLUN t HEIMABYGGÐ! Afgreið slutími er: mánud. - fimmtud. kl. 9.00 - 18.00 föstud. kl. 9-00 - 19.00 Laugard. kl. 11.00 - 20.30 KAUPFÉLAG VESTUR-HÚNVETNINGA HVAMMSTANGA S: 451 1370

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.