Einherji


Einherji - 01.02.1997, Blaðsíða 7

Einherji - 01.02.1997, Blaðsíða 7
FEBRUAR 1997 margra ára þróun að ræða. Því skulum við varast að snúa dæminu þannig, að sameining sveitarfélaga sé forsenda fyrir framþróun í atvinnuuppbygg- ingu innan kjördæmisins. Ég þori að fullyrða, að ef menn ná samstarfi í atvinnu- málum og samstarfi milli fyrirtækja í einstökum grein- um, muni sameining sveitar- félaga koma í kjölfarið á þeirri samvinnu, en ekki forsenda þeirra. Samvinna í einstökum málaflokkum og atvinnu- greinum er ekki spurning um prinsipviðhorf, heldur spurn- ing um hagkvæmni í fram- kvæmd og framleiðslu. Sam- eiginlegur atvinnumálafundur í Miðgarði færði vissulega styrkari stoðir undir þá sam- vinnu sem væntanlega mun verða hér í kjördæminu í náinni framtíð. EINHERJI íþróttamaður ársins 1996 hjá USVH Íþróttamaður ársins hjá Ungmennasambandi Vestur- Húnvetninga var kjörinn á gamlársdag á Hótel Seli á Hvammstanga. Átta ung- menni voru tilnefnd til sæmdarheitisins en að þessu sinni varð Fríða Dögg Hauksdóttir frjálsíþróttakona hlutskörpust og varði hún titilinn frá fyrra ári. Fríða Dögg er efnileg íþróttakona sem náð hefur góðum árangri í millivega- lengdum hlaupa. Hún er í FRÍ 2000 hópnum sem er hópur efnilegustu ungmenna lands- ins og er mjög þarft og hvetj- andi framtak hjá Frjálsíþrótta- sambandi íslands. Fríða setti alls 7 héraðsmet á árinu og var ávallt í fyrstu sætum á öllum þeim mótum sem hún tók þátt í. Þá var Fríða ein af máttar- stólpum sameiginlegs liðs ¦ I ÉÍ fcc>P ^k. "'ltm ¦I HB j| V) í! 1 ¦ ¦ Ib. k ¦ M^ffiP^M wSmá - - - :r. 1)«^ Íl^S§Ps ^K KmÍÆKT ™ lll^n |lj||&»P má\ IIkIIb yjiia I !_J H «(£* í|»ÍF§Jw : ¦ Afreksungllngar USVH; Sigurbjörg, Friða, Sigurjón C og Björn Vignir. A myndina vantar Báru og Sigurjón P. Heimsókn ráðherra til Fimmtudaginn 6. feb. kom Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra, ásamt aðstoðar- manni sínum og landlækni Ólafi Ólafssyni til Sigluíjarðar og funduðu með stjórnendum og stjórn sjúkrahússins um fyrirhugaðan niðurskurð. Seinna um daginn var svo fundur með Bæjarráði, for- stjóra sjúkrahússins og hjúkr- unarforstjóra um sama mál- efni. Fram kom í máli heima- manna að landsbyggðin mætti ekki við þessum niðurskurði og þeirri neikvæðu umræðu sem hann ylli og gæti orðið heilbrígöis- Siglufjarðar þess valdandi að auka enn fremur undir fólksflutning af landsbyggðinni. Farið var yfir reksrur Sjúkrahúss Siglufjarðar og hvernig fyrirhuguð skerðing kæmi niður á rekstrinum þar. Fram kom að í skýrsluna vant- aði forsendur eða að atriði væru vanmetin sem ráðherra og landlækni fannst eðlilegt að væri til staðar. Næsta skref í málefhi þessu er að stjórn- endur sjúkrahússins munu senda skýrslu til ráðuneytisins með rökstuðningi og mun málið verða yfirfarið aftur. Austur og Vestur Húnvetninga sem kepptu á Bikarkeppni FRI og komu Húnvetningum í fyrsta skipti í fyrstu deild í frjálsum íþróttum. Afreksunglingar USVH voru einnig kjörnir á sama tíma. Þar var valið einnig erfitt, en að þessu sinni urðu afreks- unglingar USVH þessi: Fríða Dögg Hauksdóttir 16 ára íþróttamaður ársins 1996. Bára Kristinsdóttir er 12 ára, mjög efnilegur kúluvarpari. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir er einnig 12 ára, íjölhæf frjáls- íþróttakona. Sigurjón Þorsteinsson 16 ára, duglegur frjálsíþróttamaður. Sigurjón Guðjónsson 14 ára, hástökk er hans aðalgrein ásamt körfubolta. Björn Vignir Sigurðsson 15 ára, er alhliða íþróttamaður í frjálsum, körfu- og fótbolta. USVH getur státað af mörgum efnilegum íþróttamanninum í flestum greinum íþrótta og er mikil gróska í héraðinu m.a. vegna tilkomu íþróttahússins á Laugarbakka, sem gjörbreytti allri aðstöðu til iþróttaiðkunar á veturnar og til íþrótta- kennslu. Til dæmis er mikill áhugi á badminton sem er ný grein íþrótta innan USVH. Fundað um sjávarútvegsmál í Siglufirði Félag sjávarútvegsnema við Háskólann á Akureyri hélt fund á Siglufirði fimmtu- daginn 6. feb. um fisk- veiðistjórnun, byggðastefnu og arðsemi. Frummælendur voru Ólafur Marteinsson framkvæmdarstjóri Þormóðs ramma, Kristján L. Möller forseti bæjarstjórnar og Bjarni Hafþór Helgason framkvæmd- arstjóri útgerðarmanna á Norðurlandi. Síðan voru frjáls- ar umræður og kom þar fram að tap á landfrystingu 1996 hefði verið 12,5% sem er mun verra en mörg undanfarin ár. Flest allir töldu að núverandi frskveiðistjórnun skilaði hag- ræðingu og bættri arðsemi í greininni. Jóhann Sv. Jónsson taldi þó að núverandi kerfi leiddi til þess að meira af fiski væri hent í sjóinn. Einnig kom fram að ef lagður væri auðlindaskattur á sjávarútveg- inn lenti 93,5% á fyrirtækjum á landsbyggðinni, en 6,5% á fyrirtækjum á stór Reykja- víkursvæðinu og voru margir efins á að þessi skattur skilaði sér aftur út á land. Signý Jóhannesdóttir formaður Verka- lýðsfélagsins Vöku, sagðist vera á móti veiðileyfagjaldi því hún óttaðist að hann lenti á sjómönnum og fiskverkafólki. Fram kom að á þessu kerfi væru gallar sem nauðsynlegt væri að laga. Bifreiðaverkstæði Aukin þjónusta hjá Bifreiðaverkstæði KS Lenging afgreiðslutíma Opiðfrá M. 8-12 og 13 -18 mánudaga til fimmtudaga föstudögum 8-12 og 13-16 Freyjugötu 9 Sauðárkróki S: 455 4570 Fax 455 4571

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.