Einherji


Einherji - 01.03.1997, Blaðsíða 2

Einherji - 01.03.1997, Blaðsíða 2
EINHERJI 2 MARS 1997 Útgefandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Norðurlandi vestra. Ritstjórar: Björn Hannesson og Kristín E. Sigfúsdóttir. Ábyrgðarmaður: Björn Hannesson. Upplag: 3600 eintök Skrifstofa: Gilsbakki 2, Laugarbakka, sími 451 2606, fax 451 2606. Umbrot, litgreining og prentun: HVÍTT & SVART Auglýsingastofa - Prentsmiðja Sauðárkróki, sími: 453 5711 - Fax: 453 6162 - Netfang: hvitt@krokur.is stefán Logi Haralásson Um kjarasamninga Samningar um kaup og kjör standa nú yfir í þjóðfélaginu og þrátt fyrir að samningar hafi náðst hjá nokkrum launþegafélögum er ekki gott útlit með samningamálin þegar þetta er ritað og útlit fyrir víðtæk verkföll í þjóðfélaginu. Þegar aðilar vinnu- markaðarins voru að byija að tala sig að kjara- samningunum, heyrðist ósjaldan að nú þyrftu menn að einbeita sér að því að huga sérstaklega að kjörum hinna lægst- launuðu í þjóðfélaginu og brýnt væri að þessi hópur launþega bæri mest úr býtum við gerð næstu kjarasamninga. Ekkiersá sem þetta ritar orðinn mjög gamall en allan þann tíma sem undirrit- aður hefur fylgst með umræðum um kjaramál í landinu hefur þessi söng- ur hljómað, frá forystu- mönnum verkalýðsfélaga, ífá forystumönnum vin- nuveitenda, ffá alþingis- mönnum (verðandi eða verandi), frá ráðherrum í ríkisstjóm hverju sinni og flestum þeim sem hafa þurft að tala í eyru lands- manna og þá sérstaklega þeirra sem tilheyra ofan- greindum hópi launþega. Undirritaður hefur verið þeirrar skoðunar um nokkurt skeið að forystu- menn verkalýðshreyfing- arinnar í landinu hafi brugðist þeim umbjóð- endum sínum sem til- heyra láglaunastéttinni í landinu og verið aldeils vanmáttugir að standa vörð um hagsmuni þeirra gagnvart hagsmunum hærra launaðra, því vitan- lega snýst baráttan við samningaborðið um skiptingu launatökunnar og þar hafa þeir hærra launuðu alltaf haft betur. Gæti það verið að hluti skýringarinnar sé sú að forystumenn verkalýðs- hreyfingarinnar tilheyri hópi hærra launaðra. Launamisréttið í þjóðfél- aginu hefur aukist, er hægt að mótmæla því? Nei! Meginástæðan fyrir því er að mínu mati sú að í hvert skipti sem samið er um kaup og kjör dettur mönnum ekkert annað í hug en að notast við prósentureikning og þá sömu prósentu til allra, sem eðli málsins sam- kvæmt getur ekki annað en stuðlað að auknu launamisrétti þar sem prósentugrunnurinn er að sjálfsögðu mishár eftir launum hverju sinni. Stundum hvarflar að manni að það sé alvarleg brotalöm í menntun hag- fræðinga í landinu, þar sem hagfræðingastóðið hjá verkalýðsfélögunum og vinnuveitendum virð- ist aldrei finna neina aðra færa útfærslu en prósent- umar við samningagerð. Páttur ríkisstjórnar! Rikisstjóm íslands hef- ur við hverja samngerð undanfarin ár þurft að spila út einhverju innleggi í samningagerðina. Tillögur ríkisstjómarinnar sem kynntar voru mánudaginn 10. mars s.l. vom mér sem reiðarslag og algerlega þvert á þær áherslur sem Framsóknar- flokkurinn hafði uppi fyrir síðustu kosningar. Þar er lagt til að skatthlut- fall tekjuskatts lækki í áfongum til 1. janúar 2000, um samtals 4%, persónuafsláttur verður lækkaður á tímabilinu í krónum talið, tekjuteng- ing verði tekin upp við útreikning barnabóta og útreikningsgrunni vaxta- bóta verði breytt þannig að tekjutenging verði lækkuð úr 6% í 3%, eignartenging afnumin og í staðinn komi ffádráttur sem nemi 1,5% af fasteignamati. Semsagt stefna Sjálf- stæðisflokksins skal tekin framyfir stefnu Fram- sóknarflokksins og áfram verði haldið á braut launa- misréttis í landinu. Athyglisverð eru ummæli Fjármálaráð- herra í utandagskrárum- ræðum á alþingi þriðju- daginn 11. mars s.l. um breytingarnar í skatta- málum, en þar sagði Friðrik Sophusson að þótt skattalækkun hinna tekjuhærri væri meiri í krónum talið væri hún hlutfallslega lægri. Mér er spurn á hverju lifa launþegar í þessu landi, krónunum sem koma upp úr launaumslaginu eða hlutfalli milli sinna launa og mannsins við hliðina? Asnalega spurt í framhaldi af fáránlegum ummælum eins af landsfeðrunum. Loforð og efndir Framsóknar- flokksins! Á flokksþingi Fram- sóknarflokksins í nóvem- ber 1994 voru línumar lagðar fyrir komandi kosn- ingar.Þar var yfirskriftin „Fólk í fyrirrúmi“ og á þeim nótum voru álykt- anir sem samþykktar voru á flokksþinginu og síðar kosningastefnuskrá flokksins fyrir alþingis- kosningarnar 1995. Þar var stefnan sú að draga úr skattaálögum meðal- tekjufólks með hækkun skattleysismarka, vaxta- bóta, bamabóta og bama- bótaauka. Þar var talað um að hækka ekki skatta, en skipta skattbyrðinni með réttlátari hætti. Auk þessa var ályktað á flokksþinginu 1994 að persónuafsláttur hjóna og sambýlisfólks verði milli- færanlegur að fullu og að persónuafsláttur unglinga 16-20 ára sem em í námi verði millifæranlegur séu fjölskyldutekjur undir til- teknu lágmarki. Skoðun mín var sú að það fólk sem við Framsóknarmenn ætluðum að hafa í fyrir- rúmi væm lægra launaðir þegnar þessa lands og fjölskyldurnar í landinu sem hafa átt í vandræðum með framfærslu sína og sinna. Ekki finnst mér að tillögur ríkisstjómarinnar gangi beinlínis í þessa átt; þeir hærra launuðu fá mest í skattalækkun, ráðist er að bamafólkinu í landinu sem hefur meðal- tekjur og hærri með skerðingu barnabóta og bamabótaauka. Ekki er undirritaður í vafa um að góð útkoma Framsóknarflokksins í síðustu kosningum endur- speglaði trú fólks á að flokknum væri treystandi til að stuðla að lífskjara- jöfnun í landinu. Tíminn til næstu kosninga styttist óðum og þingmönnum og ráðherrum flokksins væri hollt að fara að rifja upp stefiiumið flokksins í vel- ferðarmálum og leggja til þær breytingar sem hæfa við ráðstafanir ríkis- stjómarinnar. Það er enn tími til stefhu! Ég treysti mér ekki til að lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórn sem hagar málum með þeim hætti sem fyrirliggj- andi tillögur benda til og veit um fleiri einstaklinga sem em svipaðrar skoð- unar úr hópi tryggustu stuðningsmanna Fram- sóknarflokksins. Stefán Logi Haraldsson, Sauðárkróki.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.