Einherji


Einherji - 01.03.1997, Blaðsíða 4

Einherji - 01.03.1997, Blaðsíða 4
EINHERJI 4 MARS 1997 Frá félagsmálaráðuneyti: Trygginga- sjóður einyrlga í burðarliðnum Aukinn þáttur til atvinnuleysisbóta Nú er til afgreiðslu á Alþingi frumvarp um Tryggingarsjóð einyrkja, sem felur í sér að bændur trillukarlar og vöru- bifreiðastjórar verða sam- eiginlega í sérstökum atvinnuleysistryggingar- sjóði. Allar þessar stéttir hafa kvartað yfir réttinda- leysi innan núverandi kerf- is. Nú horfir hins vegar til betri vegar með sameigin- legum, en deildarskiptum atvinnuleysistryggingar- sjóði þessara greina. Páll Pétursson, félags- málaráðherra, skipaði sl. sumar neíhd til þess að fara yfir réttindi bænda, smábátasjómanna og vöru- bifreiðastjóra til atvinnu- leysisbóta og gera tillögur til úrbóta. Niðurstaðan varð sú að sá hluti tryggingargjalds sem þess- ar starfsstéttir greiða inn í atvinnuleysistryggingar- sjóð skyldu renna í sérstakan sjóð sem nefnist Tryggingarsjóður einyrkja. Stofnframlag í þessum sjóði er mismunur á inngreiðslum og út- greiðslum frá árinu 1994 en fyrsta reglugerð um atvinnuleysisbætur til sjálfstætt starfandi tók gildi síðla árs 1993. Mismunur á greiðslum inn í atvinnuleysistryggingar- sjóð og bótagreiðslum til viðkomandi stétta er tæp- lega 23 milljónir króna, sem verður þá væntanlegt stofnframlag sjóðsins. Heildar inngreiðslur bænda, trillukarla og vöru- bifreiðastjóra námu á árinu 1996 um 54 milljónum króna. Þar af greiddu bændur langstærstan hluta eða um 27 milljónir króna. Tryggingargjald er nú 3,88% af reiknuðu endur- gjaldi vegna sjálfstæðrar starfssemi (reiknaða endurgjaldið er nú um 137 þús. kr. á mán.) íyrir þá sem greiða lægra gjaldið en 6,28% fyrir þá sem greiða hærra gjaldið. Hlutur atvinnuleysistrygg- ingarsjóðs er 1,35% í báðum tilfellum, en það sem eftir er rennur til Tryggingarstofnunnar ríkisins. Þannig rennur ekki nema rúmlega þriðj- ungur af reiknuðu endur- gjaldi þeirra sem eru í lægri flokknum (bændum, fiskvinnslu, o.fl.) en tveir þriðju renna í almanna- tryggingarkerfið. Ekki hefur verið sett reglugerð um úthlutanir bóta úr Tryggingarsjóði einyrkja en sú vinna hefst strax eftir að Alþingi hefúr afgreitt ífumvarpið frá sér sem lög. Fulltrúar bænda, smábátaeigenda og vöru- bifreiðastjóra munu koma að þeirri vinnu en þeir mynda ásamt öðrum stjóm sjóðsins. Gert er ráð fyrir að um 4.700 manns greiði í þennan sjóð (3000 bænd- ur, 900 trillukarlar og 800 bílstjórar) en samtals em allir sjálfstætt starfandi taldir vera tæplega 20.000 talsins. Þeir sem ekki eiga réttindi í Tryggingar- sjóðnum munu eftir sem áður eiga sín réttindi í atvinnuleysistryggingar- sjóði. Bændur! Eigum nú þessa sívinsælu keðjukastdreifara aftur til á lager á mjög hagstæðu verði. VÉLSMIÐJA KÁ hf. SELFOSSI s: 482 1980 Eg þakka kaerlega öllum sem glöddu mig og heiðruðu með heimsóknum, rausnarlegum gjöfum og kveðjum í tilefni sextugsafmcelis míns. Cifið heil páll á Höllustöóum Leiðrétting á frétt um Kiör íþróttamanns USVH Þau leiðu mistök urðu í síðasta blaði Einherja að nöfn þeirra sem urðu í öðm og þriðja sæti duttu út í ffétt um kjör íþrótta- manns hjá USVH. íþróttamaður ársins varð Fríða Dögg Hauksdóttir frjálsíþróttakona. í öðru sæti varð ísólfúr Þórisson hesta- maður í Þyt, sem setti mörg íslandsmet í hestaíþróttum bæði í fullorðins og unglingaflokkum á síðasta ári, mjög efrii- legur hestamaður. I þriðja sæti varð Guðmundur Hólmar Jónsson ffjálsíþróttamaður, en hann setti héraðsmet í spjótkasti. Viljum við biðja hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum og óskum þeim til hamingju með árangurinn.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.