Einherji


Einherji - 01.03.1997, Blaðsíða 6

Einherji - 01.03.1997, Blaðsíða 6
EINHERJI 6 Karl Sigurgeirsson umboðsaðili S/L á Hvammstanga MARS 1997 Nýir umboðstnenn í Húnaþingi Samvinnuferðir Landsýn eru komnir með nýja umboðsmenn í Húnaþingi. Eru það Karl Sigurgeirsson í Döggva sf á Hvammstanga og Jóhann Örn Amarsson í Sportmynd á Blönduósi sem hafa tekið við umboðunum. Að sögn þeirra beggja hefúr verið mikið að gera við að bóka ferðir til hinna ýmsu staða erlendis í sumar og vor og virðist mikil útþrá hjá fólki að ferðast. Eru það aðallega stjörnuferðirnar til Portúgals og Spánar sem virðast vin- sælastar en þær þurfti að greiða íýrir 12. mars sl. Sólin ætlar að draga mest að, eflaust eru það umhleypingamar í vetur sem hafa eflaust haft þar áhrif á ákvarðanir fólks hvar það ætlar að eyða sumar- leyfinu, en einnig em ýmsir aðrir val- kostir sem em spennandi s.s. pakka- ferðir, flug og bíll og dvöl sumarhúsum í skemmtigörðum í Hollandi, Bretlandi og Danmörku. Einnig em verðin hagstæð og margvísleg greiðslukjör í boði, sem hafa hvatt fólk til utanlandsferða. Bændur! Vegna mikillar eftirspurnar eigum við drifsköft á mjög hagstæðu verði Felgur 6 gata 15,3" íyrir dekkjstærð firá 10,5 x 15,3" til 12,5 x 15,3" Þá eigum við einnig felgur 22,5" óboraðar með lausum disk ætlaðar fyrir dekkjastærð 450 x 22,5 algeng stærð undir mykjudæludreifara. VÉLSMIÐJA KÁ hf. SELFOSSI s: 482 1980 Auglýsing í EINHERJA BORGAR SIG! Kirkjukórinn og kvenfélagið í Víðidal í Þýskalandsferð í júní næstkomandi ætla félagar í kór Víði- dalstungukirkju á leggja land undir fót ásamt Kvenfélaginu Freyju í Víðidal og mökum alls um 50 manns og fara í ferð til Þýskalands. Ferðin er hugsuð sem sambland af söngferð og skemmtiferð og mun hún standa yfir í eina viku. íslenski sendiherrann í Bonn Ingimundur Sig- fússon og kona hans munu taka á móti hópn- um á þjóðhátíðardaginn 17. júní og verður að sjálfsögu tekið lagið þar í tilefni dagsins. Þá stend- ur til að kórfélagar taki þátt í hátíð á vegum borgarstjórnarinnar í Bonn með söng af veraldlegum toga. Loks ætlar kórinn að heimsækja söfnuð í Kirchherten/Bedburg, þar sem sr. Guðni Þór Ólafsson dvaldi í náms- leyfi ásamt konu sinni Herbjörtu Pétursdóttur og bömum þeirra fyrir nokkrum ámm, en þau eru vel kunnug þar um slóðir auk þess sem þau verða fararstjórar hóps- ins. Auk söngsins og verður margt gert til skemmtunar og fróð- leiks, m.a. verður skoð- aður hestabúgarður og flugvélasafn, siglt verður á ánni Rín og einnig mun kórinn syngja við messu í kirkju mótmælenda í Köngswinter (sunnan við Bonn) sunnudaginn 15. júní, svo eitthvað sé nefnt. J& J& kST Samvinnubók KS 5,95% vextir alltaf opin KS bókin 5,5% vextir + verðtrygging Bundin í 24 mánuði INNLÁNSDEILD Kaupfélags Skagfirðinga

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.