Einherji


Einherji - 01.05.1997, Blaðsíða 2

Einherji - 01.05.1997, Blaðsíða 2
EINHERJI MAÍ1997 DNHERJI Útgefandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Norðurlandi vestra. Ritstjórar: Björn Hannesson og Kristín E. Sigfúsdóttir. Ábyrgðarmaður: Björn Hannesson. Upplag: 3600 eintök Skrifstofa: Gilsbakki 2, Laugarbakka, sími 451 2606, fax 451 2606. Umbrot, litgreining og prentun: HVÍTT&SVART Auglýsingastofa - Prentsmiðja Sauðárkróki, sími: 453 5711 - Fax: 453 6162 Netfang: Hvitt@krokur.is Kaffi Krókur með fjölbreytta menningar- dagskrá á Sæluviku Peter Bastian og Anders Koppel úr hljómsveitinni Bazaar keyptu sitthvora myndna á sýningu Jónasar Pórs Páls- sonar. Kaffi - Krókur lét ekki sitt eftir liggja í dagskrá Sælu vikunnar í ár, en þar var nán- ast sammfelld dagskrá frá 23. apríl til 4. maí og kenndi þar margra grasa. Má þar nefha ljósmyndasýningu Sveins Hjartarsonar, fyrirlestur um norrænt samstarfs og leik- verkið Venus og Mars sem Draumasmiðjan sýndi. Margt tónlistarfólks kom fram á Kaffi-Krók á sæludögum og gátu flestir fundið eitthvað þar við sitt hæfi. Hljómsveitin PPK flutti írska tónlist, Emelíana Torrini kom í boði Kaffi- Króks og félagsmiðstöðvar- innar. Friðar, þar sem hún söng fyrir börn og unglinga, ásamt að hita upp fyrir dönsku hljómsveitina Bazaar sem kom á Krókinn í tilefni danskra daga og hélt frábæra tónleika á Kaffi-Krók. Þar léku þeir félagar balkanska og suður- ameríska tónlist og sögðu þeir sem á hlýddu tón- listina og flutninginn vera á heimsmælikvarða. Ekki má gleyma Jazzbandi Péturs Öslunds, en með honum í for voru Eyþór Gunnarsson, Fredrik Ljungberg og Þórður Högnason. Það sem vakið hefur mesta athygli er málverkasýning Kaffi-Króks, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Þar sýnir Jónas Þór Pálsson (Ninni) myndir af húsum og mannlífi á Króknum fyrr á öldinni. Jónas hefur lagt sig í líma við að varðveita minn- ingu margra gamalla húsa í myndverkum sínum. Mörg þessara húsa hafa verið varðveitt á Sauðárkróki en önnur eru fallin og mörgum gleymd. Árni Cunnarsson l/IÐ 0URFUM BVGGÐARSTEFNU Áratugum saman hafa menn haft áhyggjur af þróun búsetu í landinu. Þessari búsetu þróun má gróft skipta í tvö skeið. Annars vegar flutningur fólks úr sveit í þéttbýli og hins vegar fólksflutningar úr þéttbýli á landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Hið síðarnefnda er alvarlegt og vaxandi vandamál. Þrátt fyrir varnaraðgerðir hefur ekki tekist að hægja á búferlaflutningum fólks utan af landi til höfuðborgarsvæðisins. Frá 1981 er mismunur aðfluttra og brottfluttra á landsbyggðinni samtals rúmlega 17.000. Þetta segir okkur að tíundi hver íbúi höfuðborgarsvæðisins er landsbyggðarmaður sem flutti suður á síðustu 15 árum. Þetta segir okkur jafnframt að tæplega helmingur þeirrar fjölgunar sem átt hefur sér stað á höfuðborgarsvæðinu er á kostnað landsbyggðarinnar. Lengi höfum við reynt að verjast þessari þróun og þá yfirleitt í nafni hinna dreifðu byggða. Nú blasir hins vegar sú staðreynd við að vaxandi þéttbýli á höfuðborgar- svæðinu er farið að valda íbúum þess sjálfum sýnilegum vandræðum. Hávaðameng- un, loftmengun gróðureyðing, aukin tíðni alvarlegra glæpa, allt eru þetta vandamál sem í dag eru raunveruleg á höfuðborgarsvæðinu en voru fyrir nokkrum árum síðan ógnun sem að menn horfðu á úr fjarska. Kostir höfuðborgarsvæðisins eru margir en gallarnir verða æ alvarlegri og þeim fer fjölgandi. Nýjustu tíðindi sem ættu að vekja fólk til umhugsunar eru jarðhræringar á Hengilssvæðinu. Staðreyndin er sú að um 70-80% íbúa landsins býr á hættusvæði vegna eldvirkni og jarðhræringa. Það er löngu tímabært að móta nýja byggðastefu fyrir Islendinga. Hún verður að taka mið af skynsamlegri nýtingu landsins til byggðar og hana ber að setja fram með það að leiðarljósi að komandi kynslóðir eigi í framtíðinni eintthvert val um það hvort að þær geti yfir höfuð búið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Árni Gunnarsson STYRKIR TIL ATVINNUMALA KVENNA Félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári 19,6 milljónir króna til ráðstöfunar til atvinnumála kvenna. Við ráðstöfun fjársins er einkum tekið mið af þróunarverkefnum sem þykja líkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna á viðkom- andi atvinnusvæðum. Sérstök áhersla er lögð á að efla ráögjöf til kvenna sem eru í atvinnurekstri eða hyggjast fara út á þá braut. Við skiptingu fjársins eru eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar: Verkefnin skulu skilgreind og fyrir liggji framkvæmda- og kostaðaráætlun. Ekki verði veittir beinir stofn- og rekstrarstyrkir til einstakra fyrirtækja nema sérstakar ástæður mæli með. Verkið skal koma sem flestum konu að notum. Að öðrujófnu skal ijármögnun af hálfu ríkisins ekki nema meira en 50% afkostnaði við verkið. Ekki eru veittir styrkir til starfsemi, ef fyrirliggur að hún sé í beinni samkeppni við aðra aðila á sama vettvangi. Að öðru jófnu eru ekki veittir styrkir til sama verkefnis oftar en tvisvar ísenn. Umsóknareyðublöð fást á Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins Hafnarstræti v/Tryggvagötu Reykjavík, sími 511 2500 og hjá atvinnu- og iðnráðgjöfum á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur er til 30. maí 1997 Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytis 5,95% vextir alltaf opin 5,5% vextir + verðtrygging Bundin í24 mánuði INNLÁNSDEILD

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.