Einherji


Einherji - 01.05.1997, Blaðsíða 5

Einherji - 01.05.1997, Blaðsíða 5
EINHERJI skilum. Til að aðstoða þá verst settu beitti félagsmála- ráðuneytið sér fyrir að stofnað var Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna. 700 hafa þegar fengið þar leiðsögn og aðstoð. Lögum var breytt. Ríkið greiðir nú allt að 250 þúsund í lögfræðikostnað fyrir ein- staklinga við að leita nauðasamninga. Höfuðstóll meðlagsskulda og aðrar en vörsluskatta eru nú orðnar umsemjanlegar. Hvað varðar slæma tekju - og skuldastöðu bænda sérstaklega hafa land- búnaðarráðherra, og sett á fót nefhd til að fara yfir tekju- stöðu bænda. Það er vandi sem verður að taka föstum tökum. gerði könnun á högum og viðhorfi bænda og þar kom í ljós að 40% bænda höfðu tekjur lægri en hálfar meðaltekjur í þjóðfélaginu. Þetta er alveg óviðunandi og í framhaldi af því fékk ég Gallup til að kanna hvort ung- menni úr bændafjölskyldum hefðu þurft að hverfa úr námi vegna peningaleysis. Svörin sem bændur gáfu vora 8-9% bændafjölskyldna höfðu ekki haft efhi á að láta ungmenni stunda framhaldsnám. Þetta era ógnvekjandi upplýsingar. Dreifbýlisstyrkurinn var að vísu hækkaður talsvert en betur má ef duga skal. Við lofuðum að bæta atvinnuleysisbótarétt bænda og annarra sjálf- stætt starfandi einstaklinga. Á næstu dögum verða samþykkt á Alþingi lög um Tryggingasjóð sjálfstætt starf- andi einstaklinga þar sem bændum, smábátasjómönnum, vörabílstjóram svo og öðram sem uppfylla skilyrði verður tryggður eðlilegur réttur til atvinnuleysisbóta. Kosningaloforðin eru efnd. Áþessari upptalningu sést að öll kosningaloforð okkar Framsóknarmanna hafa ýmist verið rækilega efhd eða era í þann veginn að ná fram að ganga. Gott er að kjósendur hafi miklar væntingar til okkar og kjósendur flokksins eiga að gera miklar kröfur. Ég tel að við stöndum undir þeim kröfum og höfum sannarlega starfað eftir kjörorði okkar: „Fólk í fyrirrúmi" Cræna hjólið, upplýsingabanki landbúnaðartækja Við seljum bílinn fyrir þig. Vantar bíla á skrá Já, við brosum í bíl frá ffinMæS Bílasala Baldurs Borgarflöt 2. Sauðárkróki sími 453 5980 Einherji kom við á skrif- stofu Græna Hjólsins á Hvammstanga og hitti þar Ragnheiði Eggertsdóttur sem stýrir því fyrirtæki í dag. „Ég keypti Græna Hjólið í mars 1996," segir Ragnheiður. „Upphaflega var það stofnað afBúnaðar- sambandi Vestur-Húnavatns- sýslu og Átaksverkefni V- Hún árið 1990. Markmið þess var frá upphafi og er enn, að veita sérhæfða þjónustu fyrir bændur í viðskiptum þeirra með búvélar og skyldar rekstrar- vörur. Græna Hjólið hefur á tölvubanka upplýsingar um notaðar vélar, tæki og búnað til landbúnaðar- rekstrar, nöfn og síma- númer seljenda og veitir á þann hátt mikilvægum upplýsingum til væntan- legra kaupenda." Þú ert trúlega í miklum tengslum við bændur ? „Já, mín vinna felst í samvinnu við bændur af öllu landinu. Þetta hefur verið mjög til hagsbóta fyrir þá m.a. til þess að fá rétt verð á tæki og vélar. Þarna er oft um eldri vélar að ræða sem eru ekki lengur í "tísku" en eru í topplagi. Þar sem endur- nýjun hefur vrið svo mikil á landbúnaðarvélum undan- farin ár, hefur því safnast upp hjá bændum mikið af tækjum og vélum og vantar því mörgum að losna við þau gegn sanngjörnu verði. Á skrá hjá okkur eru nánast allar vélar sem tilheyra landbúnaði á einn eða annan hátt. Einnig er mikið spurt um varahluti og vantar því ogt vélag á skrá til niðurrifs." „Það er mjög gaman að starfa við þetta fyrirtæki," segir Ragnheiður. „Ég hef kynnst mörgum bændum og þekki þá reyndar mest í gegnum síma. Ég er sjálf uppalin í sveit og þekki því þessa hluti mjög vel af eigin reynslu," segir Ragn- heiður að lokum. Meleyrí færir út kvíarnar á 25. afmælisári Nýlega tók Meleyri hf. húsnæði á leigu hjá K.VH. þar sem starfsemi íguls hf hefur verið til húsa í nokkur ár. Færa þeir Meleyrarmenn bolfískvinnslu sína í hentug- ra húsnæði með þessari breytingu. „Síðastliðin tvö ár hefur Meleyri verið með bolfísk- vinnslu stærstan hluta ársins, en til að aðskylja þessa vinnslu frá annari starfsemi tókum við húsnæðið hjá Kaupfélaginu á leigu fyrir um mánuði síðan," segir Guðmundur Jóhannesson framkvæmdarstjóri Meleyrar í samtali við Einherja. „Nú eins og er eru 10 til 12 manns eingöngu í bolfisk- vinnslu hjá fyrirtækinu og við bindum vonir okkar við að hægt verði að skapa ein- hver störf í bolfisknum til fxambúðar. Annar rekstur hjá okkur er með hefðbundnu sniði, fyrirtækið á 25 ára afmæli í sumar sem er góður líftími hjá fyrirtæki í rækju- vinnslu. Heildarmagn í rækjuvinnslu hjá okkur var á síðastliðnu ári rúmlega3000 tonnog berumviðokkurþví ágætlega," segir Guðmundur. „Sigurborg HU 100 sem er í eigu Vonarinnar, er fastur viðskiptabátur hjá okkur og leggur því upp allan afla hjá Meleyri og hefur hann aflað mjög vel að undanförnu. Við erum því sæmilega bjartsýnir nú á afmælisárinu," segir Guðmundur Jóhannesson framkvæmdastjóri að lokum. RULLUBAGGAPLAST SÆNSK GÆÐAFILMA 50CMBREITT KR 3.450,- 75 CM BREITT KR 4.235,- BIFREIÐAVERKSTÆÐI KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA SÍMI 453 5980

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.