Einherji


Einherji - 01.05.1997, Síða 6

Einherji - 01.05.1997, Síða 6
EINHERJI 6 MAÍ 1997 Sláturhúsmál ofarlega á baugi á aðalfundi K.V.H. Sláturhús K.v.H. á Hvammstai Fram kom á aðalfundi Kaupfélags Vestur-Húnvetn- inga, að rekstur félagsins var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Aukning var í heildarveltu félagsins frá fyrra ári um röskar 60 milljónir króna, eða 7,8 %. Að hluta til stafaði það af birgðabreytingum landbún- aðarafurða, en kjötbirgðir voru mun minni í árslok en í ársbyrjun. Fastir starfsmenn félagsins eru u.þ.b. 50 en með laus- ráðnu fólki svaraði vinnu- aflsnotkunin til 64 ársverka. Nú frá ársbyrjun 1997 hefur félagið staðið eitt í rekstri Mjólkursamlagsins á Hvamms- tanga, en það hefur til þessa verið rekið í samvinnu við Kaupfélag Hrútfirðinga á Borðeyri. Þá standa enn viðræður við nokkra sláturleyfishafa á Norðvesturlandi, en ennþá er ekki ljóst hver niðurstaða verður af þeim. Var slátur- húsmálið helsta mál iimdarins og voru miklar umræður um það og sýndist sitt hverjum. Borin var fram tillaga svohljóðandi og var hún samþykkt samhljóða: Aðal- fundur K.VH. haldinn 28. apríl 1997, lýsir stuðningi við áframhaldandi viðræður um stofnun afurðasölufélags og felur stjórn félagsins að vinna áfram að því máli. Náist samkomulag um að stofna félagið verði sú niðurstaða lögð íyrir fulltrúa- íund K.VH til staðfestingar áður en stofnsamningur verði undirritaður. Töldu fundarmenn að timinn væri knappur og þetta yrði að vinnast hratt ef um sameiningu væri að ræða nú í haust, en þessar umræður hafa nú staðið í á annað ár. Eins og kom fram á fund- inum stendur kaupfélagið nokkuð vel og hefur það verið rekið án stóráfalla s.l. ár. Að öðru leiti eru ekki fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á rekstri félagsins Hugleiðingar um atvinnumál Það sem kemur helst hugann eftir að hafa setið atvinnumálastefnu í Varma- hlíð í janúar s.l. er hve miklir erfiðleikar virðast vera að finna atvinnutækifæri og farveg nýrra atvinnugreina í fjórðungnum. Eftir þessa miklu vinnu og gagnasöfnun nefndarinnar, hefði ég, sem íbúi í kjör- dæminu, viljað sjá meiri og mótaðri tillögur um eflingu atvinnu. Hverju hefur t.d. Blönduvirkjun breytt á Norðurlandi vestra? Hvert er hið umdeilda stjórnkerfi sjá- varútvegs að leiða hinar dreifðu byggðir landsins? Hver er raunveruleg staða sauðfjár- og kúabænda í þessum héruðum? Þannig mætti halda áfram. Á ráðstefnunni komu fram fjölmargir frummælendur og töluðu um sín sérsvið. Áhugaverð fannst mér fram- setning Gudrúnar Kloes, ferðaþjónustubónda á þar sem hún velti upp hugmyn- dum um nýjar leiðir í ferðamennsku, byggða að verulegu leiti á endurheimt fyrri gilda. Mest kom á óvart að hlýða á rök forstjóra Fiskiðjunnar á Sauðárkróki, fyrir eflingu sjávarútvegs. Kvótakefið skuli verja sem mest, vinnuþáttur færður alfarið út á skipin og ekki minnst á möguleika á land- vinnslu. Ég óttast að þessi mikla skýrsla og vinna á bak við hana, muni lenda í skúffum og geymsluhirslum og verði þar með ekki sá aflgjafi sem hún gæti orðið. Það mikil- vægasta sem fram kom á ráðstefnunni var þó hinn sterki undirtónn um samhug íbúanna. Það kom fram hjá mörgum ræðumönnum, að lykillinn að eflingu svæðis- ins, bæði í byggðamálum og atvinnumálum, væri samein- ing og samstarf á sem flest- um sviðum, einkum þó á sveitarstjómarsviði og félags- sviði hverskonar. Það er trúlega okkar framtíðarsýn til eflingar byggðar á Norðurlandi vestra. Karl Sigurgeirsson, Hvammstanga JAFNRÉTTISÁÆTLUN Framsóknarflokksins 1996 - 2000 Á 24. flokksþingi Fram- sóknarmanna sem haldið var í Reykjavík 22.-24. nóvember sl.var samþykkt Jafnréttis- áætlun Framsóknarflokksins og lýsir hún þeim vilja sínum að jafna stöðu karla og kvenna á vettvangi stjórnmálanna með sérstökum aðgerðum. í því skyni þarf sérstaklega að styrkja og bæta hlut kvenna. Áætlunin kveður á um hvernigFramsóknarflokkur- inn í innra sem ytra starfi getur unnið að jafnrétti, jafhri stöðu og virðingu kvenna og karla í stjómmálum. Markmiðið er að ná jafnri þátttöku karla og kvenna í starfi á vegum flokksins, ákvarðanatöku og ábyrgð. Mun framkvæmd og umfang taka til allra stofnana flokks- ins. Jafnréttisráðgjafi jafnréttisnefnd. Jafnréttisráðgjafi skal starfa á vegum flokksins. Skal hann koma með tillögur og ábend- ingar til framboðsaðila. Jafnréttisráðgjafi heyrir undir framkvæmdarstjórn. Hann er flokksfélögum, kjördæmis- ráðum,þingflokki, og öllum félagsmönnum til ráðgjafar ogaðstoðar í jafnréttismálum m.a. við að vinna að leiðréttingu á stöðu kvenna í starfi á vegum flokksins. Jafnréttis- ráðgjafi vinnur að stefnumót- un í jafhréttismálum innan Framsóknarflokksins og stjóm- málastarfi á vegum hans innan stjómkerfisins. Skipuð verið jafnréttisnefhd flokksins sem jafni það hlutverk að fylgja eftir jafnréttis áætlun Framsóknarflokksins. I jafnréttisnefnd eiga sæti full- trúi frá LFK, SUF, þingflokki auk framkvæmdarstjóra flokks- ins. Jafnréttisfulltrúi situr fundi jafnréttisnefndar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Stjórnir kjördæmissam- banda skili upplýsingum til jafnréttisnefhdar um hvemig þær og flokksfélögin ætli að ná markmiðum jafnréttis- áætlunar 1996 - 2000. Jafnréttisáætlanir stofnana flokksins. Flokksþingið beindi því til sérsambanda, kjördæma- stjórna, þingflokks og fram- kvæmdarstjórnar að árlega verði gerð starfsáætlun í jafh- réttismálum innan viðkom- andi stofnanna flokksins. Þar komi fram hvemig þau hyggj- ast vinna á grundvelli jafnréttisáætlunar og hvaða aðgerðir eru fýrirhugaðar í þeim tilgangi. Jafhréttisnefnd veitir viður- kenningu í lok ársins 2000 þeirri flokksstofnun sem hef- ur staðið sig best við að vinna að ffamgangi jafnréttisáætlun- ar flokksins. Nefndir, ráð og framboðslistar. Við skipan í nefhdir, starfs- hópa og stjórnir á vegum flokksins skal leitast við að hlutföll kynja séu sem jöfnust. Við röðun á framboðslista skal veita aðferðum sem tryggja það að hlutur kynjanna verði sem jafnastur í fulltrúatölu á Alþingi og í sveitarstjómum. Flokksþingið setti sér það markmið að árið 2000 verði hvorki hlutur karla né kvenna í starfi á vegum flokksins lakari en 40%. Ýmis verkefni. Ýmis námskeið og kynn- ingarstarf skulu vera virkur þáttur í starfsemi flokksins í því skyni að jafha stöðu kynj- anna og bæta samskipti kynj- anna. Haldnir verði ffæðslu- fundir fyrir flokksmenn um jafnréttisáætlun, samskipti í flokksstarfi, jöfn áhrif kynjanna við ákvarðanatöku og önnur þau mál er varða jafnrétti og samskipti kynjanna í flokks- starfi. Karlmenn verði sérstaklega hvattir til að mæta. Upplýsingar verði reglulega kynntar um hlutfall kynjanna í öllum stofnunum flokksins, Alþingis, ráðuneyta og sveita- stjórna og gerður saman- burður milli ára. Karlar og konur verði hvött til að taka virkari þátt í að jafna stöðu kynjanna í stjómmálastarfi á vegum flokksins. Fræðsla um jafhréttismál og leiðir til að vinna að jafhri stöðu kynjanna skal vera virkur þáttur í starfi jafnréttis- ráðgjafa. Flokkurinn úthlutar árlega styrk til jafnréttisnefndar vegna útgáfu- og kynning- arstarfsemi sem hefur það markmið að jafna stöðu kynjanna. Lög og reglur ffamsókn- arflokksins, kjördæmissam- banda og framsóknarfélaga verði yfirfamar með það að markmiði að tryggja jafna stöðu kynjanna og þátttöku. Endurskoðun skal lokið fyrir flokksþing 1998. Endurskoðunin skal taka mið af könnun á árangri áætlunar- innar.

x

Einherji

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.