Einherji


Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 1

Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 1
HVÍTTS SVART hönnun prentun 4. TBL. FRAMSOKNARFELOGIN A NORÐURLANDI VESTRA JUNI 1997 Auglýsingastofa - Prentsmiðja - Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur S: 453 5711 - F: 453 6162 - Netfang: hvitt@krokur.is 66. ÁRG. Amælisár á Sauðarkrokí —I Atvinnumálanefnd Sauðárkróks- bæjar stendur fyrir vöru- og þjónustu- sýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki dagana 9.-13. júlí. Sýningin er öllum fyrirtækjum opin og er því ekki svæðisbundin þótt kjaminn séu skag- firsk fyrirtæki og stofnanir. Áætla sýningahaldarar að fjöldi gesta geti Svolítið úr síldinni á Sigló orðið á bilinu 4 - 5000. Meðan á sýningunni stendur verður boðið upp á skemmtiatriði, tónlist, tískusýningar og afþreyingu fyrir böm. Alþýðusönghátíð verður dagana 27.- 29- júní en þar ber hæst konsert er haldinn verður í Bóknámshúsi Fjöl- brautarskólans kl. 14.00 laugardaginn 28. júní. Þar koma fram m.a. Karla- kórinn Heimir, Kirkjukór Sauðárkróks, Álftagerðisbræður og einsöngvararnir Jóhann Már Jóhannsson, Svava Berg- lind Karlsdóttir, Þuríður Þorbergsdóttir og Gerður Bollaóttir. Sama kvöld kl. 21.00 verður dagskrá er nefnist Listaskáld bæjarins. Þessi dagskrá fjall- ar um í tali og tónum um ýmsa lista- menn sem sett hafa mark sitt á bæjar- lífið á Króknum og er í samantekt Jóns Orms Ormssonar. Ráðstefna um Heilsu og Heilbrigða lífshætti verður í Bóknámshúsinu hel- gina 12.-13. júlí en að ráðstefnuni stan- da Afmælisnefnd Sauðárkróks Heilsu- gæslustöðin á Sauðárkróki, Sjúkrahús Skagfirðinga, Náttúrulækningafélag íslands og Heilbrigðisráðuneytið. Til- gangur ráðstefnunar er að fjalla um hvernig heilbrigðir lífshættir geta efit bæði andlega og líkamiega heilsu manna. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða 14 talsins og koma úr hópi heil- brigðisstétta, fólki úr íþróttaheiminum ásamt hagfræðingi og heimspekingi. Viðfangsefni ráðstefnunar spannar því breitt svið og er það von aðstandanda að hún höfði til sem flestra sem áhuga hafa á betri heilsu. Myndlistarsýning Ástu Pálsdóttur stendur yfir í Safnahúsi Skagfirðinga frá 5.-20. júlí. Um er að ræða gamlar minningar frá Króknum m.a. vatnslita- myndir af eftirminnilegu fólkí og húsum. Þá verður þjóðminjadagur í Byggða- safninu í Glaumbæ þann 6. júlí. Hér hefur aðeins verið talið upp lítið brot af því er verður á dagskrá nú í sumar á afmælisári Sauðárkróksbæjar, af mörgu er að taka og geta greinilega flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. BlJm tólfþúsund tonn af síld voru brædd hjá SR mjöli á Siglufirði í vor. Það er rétt innan við hundraðþúsund mál sé mælt með gamla laginu. Einhverntíman hefði það talist lélegt síldarsumar „í höfuðborg síldarinnar". Jón Sigurðsson GK og Víkingur AK lönduðu nokkuð af síld til söltunar hjá Róaldsstöðinni fornum, þar sem nú er Síldarminjasafnið. Sú síld verður söltuð í sumar til skemmtunar og fróðleiks fyrir gesti safnsins. Slíkar söltunarsýningar verða á laugardögum og sunnudögum kl. 15 frá 5. júlí til 10. ágúst. Þessar vinnusýningar hafa notið mikilla vinsælda enda er mikið fjör á planinu eins og oft áður fyrr, síldarlögin spiluð og sungin að lokinni vinnu og dans stiginn á bryggjunni. Hópar geta pantað minniháttar vinnusýningar með skömmum fyrirvara. Safnið í Róalds- brakka er opið kl. 10 - 18 alla daga í sumar. Síldarævintýrið sjálft útihátíðin um verslunarmannahelgina er í fullum undirbúningi og er ekki annað séð en hún verði haldin með pomp og prakt í sjöunda sinn. Ferðamálasamtök Siglufjarðar ásamt nokkrum áhugamönnum hafa að undanförnu átt í viðræðum við bæjaryfirvöld um að taka hátíðina í sýnar hendur verður það þá væntanlega í fyrsta sinn sem „bærinn" sér ekki um skipulag og framkvæmd Síldarævintýrisins. BÆNDUR ATHUGIÐ! Það er gæðamunur á plasti! _________Vandið valið! Hafið samband við umboðs- og dreifingaraðila, PLAST & GARN afgreitt á eftirtöldum stöðum: Benedikt Ragnarsson, Barkarstöðum, V-Hún. Kristján Sigfússon Húnastöðum, A- Hún. Vélaval, Varmahlíð Skagaf. Árvirkni (V&Þ) Blönduósi "'A ... 'jS-W* CASE IH ...mest seldu dráttar- vélarnar á íslandi VELAR& ÞJÖNUSTAhf S: 587 6500 './*«FSÍ 'f'•"'¦-¦ Heytætlur aJi~. XJt't0H& Verðfrá 397.000 em' .____________ McHALE 1 Pökkunarvélar ^.¦..¦'¦ssíeKy STOLL Hevvinnuvélar Verðfrá 778.000 Rakstrarvélar Vepðfpá 179.000 Heytætlur Vepðfpá 294.000 KRONE Rúllubindivél dRa Verðfrá 1.002.000 Ivei kstrarvélar m ¦ð fpá 349.000

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.