Einherji


Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 2

Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 2
EINHERJI 2 JÚNÍ1997 Eiil Útgefandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Norðurlandi vestra. Ritstjórar: Björn Hannesson og Kristín E. Sigfúsdóttir. Ábyrgðarmaður: Björn Hannesson. Upplag: 3600 eintök Skrifstofa: Gilsbakki 2, Laugarbakka, sími 451 2606, fax 451 2606. Umbrot, litgreining og prentun: HVÍTT & SVART Auglýsingastofa - Prentsmiðja Sauðárkróki, sími: 453 5711 Fax: 453 6162 - Netfang: hvitt@krokur.is Ejm/j'jlfjfjub úk K'J 5,95% vextir Alltaf opin £?© (bAifí 5,5% vextir + verðtrygging Bundin í 24 mánuði Leiðara Kristjana Bergsdóttir Um stöðu ríkisfyrirtækja Fyrirhuguð sala áburðarverksmiðj- unnar á dögunum hefur verið talsvert í umræðunni síðustu vikur. í ljós kom að þau tilboð sem bárust voru ekki fullnægjandi að mati Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðarráðherra og einkavæðinganefndar. Þetta eru því viss tímamót í einkavæðingarum- ræðunni. Það hefur verið gagnrýnt að við sölu fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins, hafi hagsmuna eigenda, þ.e. alls almennings, ekki verið nægilega vel gætt. Þetta vakti mikla athygli á síð- asta kjörtímabili og ljóst af þeirri umræðu sem þá varð að almenningi er umhugað um að aðferðir við slíka einkavæðingu tryggi hagsmuni eigend- anna, þ.e. okkar íslendinga allra séu tryggðir. Kerfið sem notað er verði bæði gegnsætt og réttlátt og að engin leynd hvili yfir neinu. Ljóst er af reynslu annarra ríkja við sölu ríkisfyrirtækja að verðlagning þeirra er aðalvandinn. í riti Alþjóðabankans frá 1992 um einkavæðingu og lærdóm reynslunn- ar er fullyrt að mat á verðmæti ríkis- fyrirtækja til sölu séu ekki nákvæm vísindi. Jafnvel á þróuðum fjár- magnsmörkuðum sé sjaldgæft að tæknilegt mat á markaðsvirði eigna sem aldrei hafa verið seldar áður sé rétt. Ef sala Lyfjaverslunar ríkisins er tekin sem dæmi er greinilegt að matsverð var of lágt áætlað í upphafi. Gengi þeirra var ákveðið í upphafi 1.34. Gengið nú er 3-0 eða meir en 150% hækkun á 2 ámm. Langur biðlisti myndaðist eftir bréfum sem seldust upp á nokkmm klukkustundu og fengu miklu færri en vildu og var þegnunum þannig gróflega mismunað. Annað dæmi er sala Síldarverk- smiðja ríkisins (SR mjöl) en gengi þeirra bréfa hefur hækkað um 700% á 4 ámm og enn fengu miklu færri en vildu að kaupa og söluverð greinilega langt undir því markaðsverði sem hægt hefði verið að ná með öðmm vinnubrögðum við sölu. Ein mjög áhugaverð aðferð hefur verið reynd til m.a. að forðast mistök í verðlagningu og um leið að spara umtalsverðan kostnaða sem oft fylgir sölu ríkisfyrirtækja en það er svoköll- uð almannavæðing. Hún felst í því að afhenda ríkisborgumm (t.d. öllum lögráða) hlutabréf í viðkomandi fyrirtæki sem gæti verið ákveðin % af heildarhlutafé samanber viðtal við Kjartan Gunnarsson framkvæm- dastjóra í Viðskiptablaðinu um hugsanlega sölu Landsbankans frá í vor. Þetta hefur verið gert m.a. í Bresku Kólombíu í Kanada og einnig notað við einkavæðingu ýmissa fyrirtækja í Rússlandi, Rúmeníu og Tékklandi. Slík almannavæðing ætti einnig að vera auðveld í framkcæmd hjá svo fámennri og vel upplýstri þjóð sem íslendingum. Ljóst er að slík afhending þyrfti að fara fram í áföngum til að aðlaga stjórnkerfi fyrirtækjanna og hinu nýja almenn- ingseignarhaldi. Þarna myndi fljótt myndast raunmarkaðsverð á hlutum í félaginu sem rikið gæti þá miðað við í þeim hluta bréfanna sem það seldi sjálft og að sjáfsögðu yrði það ekki gert á einu bretti því augljóst væri að það lækkaði heildarsöluhagnað rik- isins. Með þessum hugmyndum er ekki verið að taka almennt afstöðu til sölu ríkisfyrirtæja. Heldur verið að finna leið til að hámarka arð ríkisins af sölu þeirra og finna meira réttlæti við sölu þeirra. Hafa verður það í huga að sala ríkisfyrirtækja á undirverði felur í sér skattlagningu allra nema kaupendanna sem hljóta í raun ríkisstyrk.. Því má heldur ekki gleyma að mikill ávinningur felst í því að sem flestir landsmenn taki beinan þátt í og ábyrgð á atvinnurekstri í landinu. Kristjana Bergsdóttir.

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.