Einherji


Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 4

Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 4
EINHERJI Plastiðnaður á Hvammstanga Séð inn í plastverksmiðju hjá Pálma ehf. á Hvammstanga. Pálmi ehf. er vax- andi fyrirtæki á Hvammstanga. Þar eru framleiddir plastpok- ar í nánast öllum stærðum og gerðum, allt frá pokum fyrir bland í poka að sorp- pokum og flest þar á milli. Einnig fram- leiðir Pálmi plastarkir í ýmsum stærðum til pökkunar þar á meðal rifgataðar arkir fyrir fiskiðnaðinn. Heimir undirbýr Grœnlanclsferð ;, l l f- TT h f- f- l Js j- | Starfsemi Karlakórsins Heimis hefur verið æði mikil nú síðasta starfsárið. Heimismenn hafa sungið víða um land í vetur og vor og ávallt sungið fyrir fullu húsi. Síðasta ferð kórsins var í norðanhret- inu sem kom yfir landið nú fyrir skemm- stu, er þeir heimsóttu Austfirði. Þeir héldu tónleika niður á fjörðunum og Egilsstöðum en þar urðu þeir að halda aukatónleika þar sem þeir fylltu kirkjuna á Egilsstöðum tvisvar sama laugardags- kvöldið. Nú er kórinn að undirbúa söngferð til Grænlands en sú ferð verður farin 14. ágúst og mun hún standa í fimm daga. Verður komið til fjögurra byggðarlaga og mun kórinn halda fjóra tónleika í þeim byggðum. Fyrst verður flogið til Narsa- suak en þaðan verður flogið með minni flugvélum til þeirra staða sem kórinn mun halda tónleika. Menningarsamtök Nord vest, sem eru samtök íslendinga Færeyinga og Grænlendinga standa að ferðinni en fararstjóri verður Árni Johnsen. Að sögn Þorvaldur G. Óskarssonar for- manns karlakórsins er kórinn í mjög góðu formi og þakkar hann það ekki síst mikilli æfingu kórsins og þeim skemmti- legu verkefnum er kórinn hefur staðið fyrir undanfarin misseri. Ber þar hæst ferðin til Kanada síðasta sumar sem er gott veganesti fyrir væntanlega Græn- landsferð sem án efa verður viðburðar- rík. „Ég hef að mestu leiti staðið í þessu einn með hjálp eiginkonunnar Guð- rúnar Jóhannsdóttur," segir Hreinn Halldórsson eig- andi Pálma. „Við hófum starfsemina 1992, fyrst sem aukavinnu og hobbý en nú sem aðalstarf. Við byrjuð- um starfsemina í 40m2hús- næði en stækkuðum það um 20m2 nú í haust. Ef heldur áfram sem horfir, munum við stækka hús- næðið um helming að ári. Aðal markaður framleiðsl- unnar er fyrir sjávarútveg og landbúnað á Norður- landi vestra en við höfum verið að efla markaðsstarf víðar um land." Pálmi ehf byrjaði nýver- ið samstarf við Iðju, svæðisskrifstofu um mál- efni fatlaðra á Hvamms- tanga sem pakkar öllum sorppokum sem seldar eru í neytendapakkningum til verslana og söluskála. Að sögn forráðamanna Iðju er þetta ágætt verkefni fyrir þeirra skjólstæðinga sem erfitt eiga með að fá hentug verkefni. „Þetta hefur farið nokk- uð vel af stað," segir Hreinn. „Flestir verslunar- menn hafa tekið þessu mjög vinsamlaga. Samt hefur það valdið von- brigðum að aðrir hafa ekki séð sér fært að leggja þessu lið með sölu á þessari vöru. Fyrir mig er þetta ekki neitt sem skiptir máli í veltu en ég hef eitt töluverðum tíma í þetta og finn ánægju í því að getað gert þessu fólki gagn." ao% afsláttur af utanhús- málningu -±- Þakmálning og fúavarnarefni frá Málningu hf. YERSLUNIN HEGRI Sæmundargötu 7 Sauðárkróki

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.