Einherji


Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 5

Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 5
JÚNÍ 1997 EINHERJI UPPBYGCINC VARIMA CECN OFANFLOÐUM - áaetlun rikisstjórnarinnar - Ríkisstjórnin hefur nýlega samþykkt áætlun, sem Guð- mundur Bjarnason umhverfis- ráðherra, lagði fram um for- gangsröðun og tímaáætlun framkvæmda varðandi upp- byggingu brýnustu varna gegn ofanflóðum. Áætlunin er byggð á skýrslu um þörf fyrir snjóflóðavamarvirki á íslandi, sem unnin var fyrir umbverfis- ráðuneytið og sveitarfélóg af nefnd innlendra og erlendra sérfræðinga auk þess sem tekið er mið af niðurstöðum viðræðna við sveitarstjórnir. Áætlunin er tvíþætt, annarsvegar er um að ræða framkvæmdaáætlun fyrir árin 1997 - 1998 og hins vegar rammaáætlun til ársins 2010 en hún verður endurskoðuð fyrir lok næsta árs. Heildar- kostnaður við fyrirhugaðar framkvæ mdir gæti numið allt að 7,5 milljörðum króna. Samkvæmt rammaáætlun- inni er fyrirhugað að gerð varnarvirkja á Siglufirði ljúki árið 2008 en heildarkostnaður er talinn verða um 1,9 millj- arður króna. Gert er ráð fyrir að frumathugun vama undir Strengsgili og Jörundarskál ljúki nú í júní. Athugunin er unnin af Verkfræðiskrifstofu Siglugjarðar í samráði við erlenda ráðgjafa og skipulags- og landslagsarkiktekta. Gert er ráð fyrir að verkjönnun geti fari fram í lok ársins, sam- þykkti ofnaflóðanefnd og verkkaupi framkvæmdina, sem þá verði boðin út í byrjun næsta árs. Jafnframt er fyrir- hugað að ráðast síðsumars í undirbúningsframkvæmdir vegna leiðigarða í Strengsgili en færa þarf leiðslur, jarð- strengi og háspennulínu. Kostnaður í ár verður um 20 milljónir króna. Á næsta ári er gert ráð fyrir að ljúka að mestu framkvæmdum í Jörundarskál og Strengsgili, en frágangur kannaða bíða til ársins 1999 og er heildarkostn- aður árætlaður um 300 AUGLYSING Það verður enginn svikinn af því að koma við í Pakkhúsinu á Hvammstanga þar sem gamli og nýi tíminn mætast á skemmtilegan hátt. Aðgangseyrir að safninu er 150 kr. fyrir 14ára og eldri. Opið er alla daga yfir sumarið, mánudaga-föstudaga kl. 10-18 og laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. milljónir á árinu 1998. Samkvæmt rammaáætlun- inni er gert ráð fyrir að reisa stoðvirki og þvergirðingar í Gimbruklettum á árunum 1999 - 2002 og stoðvirki í Fífladal á árunum 2002 - 2007, en kostnaður vegna þeirra er áætlaður rúmur 1,1, milljarður króna. Á árinu 2006 er fyrir- hugað að hefja framkvæmdir í Gróuskarðshlíð og er gert ráð fyrir að þeim ljúki á árinu 2008. Miklar breytingar hafa orðið á skipulagi og fram- kvæmd snjóflóðavama undan- farin tvö ár, í kjölfar snjó- flóðanna á Súðavik og Flat- eyri. Snjóflóðamál og Ofan- flóðasjóður hafa verið færð alfari. undir stjórn umhverfis- ráðuneytisog Veðurgtofunnar. Vöktun snjóflóða hefur verið efld til muna og rýmingaráætl- anir gerðar fyrir öll sveitar- félög sem búa við snjóflóðavá, sem eiga að auka öryggi íbúa þeirra á meðan unnið er að því að koma upp viðeigandi varnarvirkjum . Rannsóknir á upptökum, eðli og tíðni snjófióða hafa verið efldar. Ráðnir hafa verið sérstakir starfsmenn Veðurstofu íslands í þeim sveitarfélögum sem búa við snjófióðahættu. Nú er lokið uppkaupum fasteigna á snjóflóðahættusvæði í Hnífs- dal, flutningi Súðavíkur lýkur væntanlega síðar á árinu og byggingu varnarvirkja á Flat- eyri ætti að vera lokið að mestu á þessu ári. Stefnt er að því að lúka minniháttar framkvæmdum í Ólafsvík, Bíldudal og Patreksfirði, auk Silujarðar á þessu ári. Með samþykkt ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að ljúka eftir föngum því verki sem hafið er við aða efla vöktun snjóflóða og avarnir gegn þeim. Á næstu 2 - 3 árum er gert ráð fyrir að hættu mat fyrir helstu þéttbýlisstaði verði tilbúið og umfangsmiklar framkvæmdir hafnar við varnarvirki á ísa- firði, Seyðisfirði og Neskaups- stað, auk Siglufjarðar. Aukin þjónusta hjá RKS RKS Raftækni/Tölvutækni Sauðárkróki bætir enn frekar þjónustu sína og nú hefur Hannes Valbergsson hafið störf hjá fyrirtækinu en hann er menntaður rafeindavirki með reynslu í þjónustu á siglinga-, fiskleitar- og fjarskiptatækjum og þjónustar hann útgerðir og skipaeigendur eins og frekast er kostur. Hannes starfaði áður hjá Friðrik A. Jónsson ehf. Með þessu skrefi í átt að fjöl- breyttari þjónustu getur RKS enn ferkar komið til móts við þarfir viðskiptavina sinna. RKS hefur á að skipa fjölmörg- um iðn- og tæknimenntuðum starfsmönnum sem eru reiðubúnir að takst á við hin ýmsu verkefni og má þar nefna; alhliða rafeinda- virkjun, hönnun, uppsetningu og viðhald eldvarna, innbrota og myndavélakerfa, ljósritunarvéla- þjónustu, alhliða tölvu- og internet- þjónustu, hverskyns rafmagns- og raflagnavinnu, heimilistækja- viðgerðir, rafmótorviðgerðir og rafmótorvindingar, uppsetningar og viðhald á kæli og fiystikerfum, kælitækjaviðgerðir og ýmis konar stýringar. #?#CS Raftækni Tölvutækni INTERNETÞJÓNUSTA LJÓSRITUNARVÉLAR______ HÖNNUN_____________________ RÁÐGJÖF___________________ ÞJÓFA- OG BRUNAVARNIR KÆLITÆKI__________________ TOLVUKERFI SIGLINGA- OG FISKLEITARTÆKI Borgarteigur 27 - 550 Sauðárkrókur Sími: 455 4550 - Fax: 455 4551

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.